Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Skora á Per­sónu­vernd að banna Google Analytics

Persónuverndaryfirvöld í Danmörku hafa gefið út að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics brýtur í bága við persónuverndarlög landsins. Neytendasamtökin vilja banna notkun forritsins hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­stöðu­að­gerðir vegna verð­bólgu og vaxta­hækkana

Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlega miklar eignaverðshækkanir og aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% á milli ára, mesta aukningin frá árinu 2007, og tekjuhæsta tíundin í landinu sá kaupmátt sinn vaxa tvöfalt á við aðra Íslendinga vegna þessa í fyrra. Tveir af æðstu stjórnendum landsins í efnahagsmálum töluðu um lágvaxtaumhverfi sem komið væri til að vera.

Skoðun
Fréttamynd

Fá stjórn­valds­sekt vegna aug­lýsinga á CBD-snyrtivörum

Neytendastofa hefur sektað CBD ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga félagsins um virkni og notkunarmöguleika snyrtivara sem auglýstar voru á síðunni atomos.is. Er félagið talið hafa viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti og er brot félagsins talið hafa verið alvarlegt.

Neytendur
Fréttamynd

Bankastjóri Landsbankans segir samkeppni um innlán vera að aukast

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að ekki hægt sé að skoða innlánavexti banka í tómarúmi heldur þurfi að setja þá í samhengi við útlánavexti sem eru almennt lægri hjá Landsbankanum en öðrum íslenskum fjármálastofnunum. Samkeppnin um innlán sé hins vegar að aukast og bankinn muni taka kjör á bankareikningum til skoðunar.

Innherji
Fréttamynd

Gallar og afhendingardráttur á nýjum fasteignum

Margir kaupendur nýrra húsa og íbúða hafa leitað til Húseigendafélagsins að undanförnu vegna margvíslegra galla á eignum sínum og vegna dráttar á afhendingu. Þeir eru mislukkulegir með viðkomandi fasteignasala, sumir hafi staðið sig með prýði en aðrir hafi brugðist og dregið leynt og ljóst taum seljenda. Seljendum bera þeir líka misjafna sögu. Sumir hafi ekkert viljað gera og gefið þeim og kröfum þeirra langt nef eða þá brugðist við með hangandi haus og hendi meðan aðrir hafi haft góð orð um að bæta úr og leysa málið.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfvirkni rekur fleyg milli innlánsvaxta bankanna

Nýir og sjálfvirkir innlánsreikningar Íslandsbanka, sem hafa gert bankanum kleift að stórbæta vaxtakjörin í samanburði við Arion banka og Landsbankann, varpa ljósi á hversu mikill ávinningur er fólginn í sjálfvirknivæðingu og samkeppni í fjármálakerfinu. Vextirnir eru komnir í nánd við vextina á óbundnum reikningum Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, sem hefur um nokkurt skeið boðið mun betri kjör en keppinautarnir.

Innherji
Fréttamynd

Ráð­herrar kasta á milli sín heitri (franskri) kar­töflu

Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur.

Skoðun
Fréttamynd

Hækka gjald á á­fengi og tóbak

Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna.

Neytendur
Fréttamynd

Hugsa eigi um vöru­­merki eins og litla svarta kjólinn

Það getur ýmislegt mælt með því að breyta útliti rótgróins vörumerki en það er engin ástæða til að gera það ef markmiðið er bara að gera breytingar breytinga vegna. Hugsa á um vörumerki eins og litla klassíska svarta kjólinn í fataskápnum sem passar alltaf og fer líklega aldrei úr tísku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búast þurfi við sveiflum á eldsneytisverði eftir miklar lækkanir: „Það þarf ekki mikið til að breyta verðinu umtalsvert“

Bensínverð hefur lækkað hratt hér á landi undanfarna mánuði en lítið svigrúm er til frekari lækkana að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Lítið þurfi til að verð breytist umtalsvert og ólíklegt að tímabil óvissu renni sitt skeið í bráð. Orkukreppa í Evrópu og stríðið í Úkraínu spili áfram hlutverk og ómögulegt að segja til um hvenær verðþróun fer aftur í eðlilegt horf. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Við erum ekkert verri neytendur eða verri viðskiptavinir“

Gríðarlegt óréttlæti felst í þvi að eldsneytisverð sé umtalsvert hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness. Hann skorar á olíufélögin að sýna landsbyggðinni virðingu og bjóða sambærileg kjör alls staðar, en landsbyggðin hafi þurft að þola að margt annað sé talsvert dýrara sökum fákeppni. 

Innlent
Fréttamynd

Arion banki og Íslandsbanki hækka vextina

Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánavaxta bankans sem taka gildi í dag, en vaxtahækkanir hjá Íslandsbanka munu taka gildi á föstudaginn. Tilkynnt er um hækkunina í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans 24. ágúst síðastliðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært

Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 

Innlent
Fréttamynd

Jólin láta á sér kræla í Costco

Í dag, 1. september eru 114 dagar til jóla og þó einhverjir séu eflaust enn að jafna sig eftir nýliðið sumarfrí er jólaundirbúningur hafinn á hinum ýmsu vígstöðvum, til dæmis í versluninni Costco.

Neytendur
Fréttamynd

Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar

Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð.

Neytendur
Fréttamynd

Sam­­kaup lækkar verð á fjögur hundruð vörum um tíu prósent

Verslunarkeðjan Samkaup hefur ákveðið að lækka verð á yfir fjögur hundruð vörunúmerum undir vörumerkjum Änglamark og lágvörumerkinu X-tra í öllum verslunum sínum. Um er að ræða tíu prósenta verðlækkun á vörunúmerunum sem þegar hefur tekið gildi og kemur til með að haldast óbreytt fram til áramóta hið minnsta.

Neytendur