Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Hönnunarverðlaunin 2024: Verð­launuð fyrir Smiðju

Það var mikið um dýrðir í Grósku síðastliðinn fimmtudag þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með pompi og pragt. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að dagurinn hafi hafist á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Með 120 þúsund króna Dior der í golfi

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og áhrifavaldur, nýtur lífsins með fjölskyldunni í sólinni á erlendri grundu. Hún birti mynd á Instagram af sér á golfvelli, klædd í smart golfdress og með blátt der frá franska tískuhúsinu Christian Dior.

Lífið
Fréttamynd

Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi

Það vantaði ekki upp á glæsileikann á galakvöldi safnsins LACMA í Los Angeles borg um helgina þegar stórstjörnur komu saman í sínu fínasta pússi. Margir hverjir klæddust nýjustu tískustraumunum frá tískuhúsinu Gucci, þar á meðal Kim Kardashian, sem skartaði líka gömlum fjólubláum krossi frá Díönu prinsessu við mjög fleginn hvítan kjól. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Líf og fjör hjá Ís­lendingum á virtri há­tíð í Ber­lín

„Markmið okkar frá upphafi var að styrkja tæknilega innviði til að efla hringrásarhagkerfið með því að gera viðskipti með elskuð föt auðveld, örugg og skemmtileg,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi og eigandi forritsins Regn. Ásta og hennar teymi voru stödd í Berlín um helgina til að taka á móti alþjóðlegu hönnunarverðlaununum Red Dot.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hlutir sem skapa nota­lega stemningu á heimilinu

Nóvember er genginn í garð og vetur konungur farinn að minna á sig. Nú er tíminn til að tendra á kertum og umvefja heimilið hlýlegri stemningu. Stofurýmið er aðalvistvera fólks, en það eru oftar en ekki smáatriðin sem skipta mestu máli. Hér að neðan má finna nokkrar hugmyndir sem gefa heimilinu aukna hlýju og karakter.

Lífið
Fréttamynd

Adidas og Ye sættast

Þýski íþróttavoruframleiðandinn Adidas og rapparinn Ye, áður Kanye West, hafa náð sáttum eftir að hafa staðið í málaferlum síðan Adidas sleit samstarfi við rapparann árið 2022.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bestu hrekkja­vöku­búningar stjarnanna

Hrekkjavökuhátíðin hefur fest sig í sessi hérlendis á undanförnum árum og bætist stöðugt í hóp þeirra sem kjósa að klæða sig í búning 31. október. Sumir vilja fara alla leið í herlegheitunum og ákvað Lífið á Vísi því að veita lesendum innblástur þegar það kemur að hrekkjavökubúningum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Nær­fata­módelin sneru aftur eftir sex ára hlé

Nærfatamódel á vegum Victoria's Secret sneru aftur á svið í gærkvöldi eftir sex ára hlé. Tískusýningin var því sérstaklega vegleg í þetta skiptið og fluttu einungis kvenkyns tónlistarmenn tónlistaratriði á hátíðinni. Allar helstu stjörnur fyrirsætuheimsins létu sig ekki vanta.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ást­rós

Raunveruleikastjarnan og dansarinn Ástrós Traustadóttir fagnaði nýrri fatalínu sinni með heitustu skvísum landsins síðastliðið sunnudagskvöld. Fatalínan er samstarfsverkefni Ástrósar og hönnuðarins Andreu en meðal gesta voru Sunneva Einars, Birgitta Líf, Magnea Björg, Manúela Ósk og Elísabet Gunnars.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sjóð­heitt menningarrými á Baldurs­götu

Menningarlífið iðar á Baldursgötu 36 þar sem nýtt listrænt rými var að opna. Þar má finna ýmis konar handverk, bókabúð með sérvöldum bókum hvaðan af úr heiminum og myndlistar-og hönnunarstofu. Opnuninni var fagnað með stæl síðastliðinn fimmtudag.

Menning
Fréttamynd

Hvað ef þú gætir breytt fram­tíð húðar þinnar?

Á 4 sekúndna fresti selst flaska af gullelixírnum sem hefur haldið vinsældum sínum á milli kynslóða í 4 áratugi. Double Serum frá Clarins hefur ávallt verið dáð fyrir einstaka formúlu sína sem nýtir ofurkrafta náttúrunnar og sameinar þá nýjustu tækni í heimi húðumhirðu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Halla í rán­dýrum kjól með Maríu og Frið­riki

Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins

Forsvarsmenn Ikea á Íslandi hafa sett fyrstu fatalínuna í sögu húsgagnarisans í sölu hér á landi. Þannig er í fyrsta skipti hægt að versla sér Ikea peysur, Ikea hatt og Ikea regnhlíf svo eitthvað sé nefnt en þó einungis á meðan birgðir endast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lopabuxur og geitavesti á tísku­sýningu í sveitinni

Íslenskar prjónavörur hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú, enda rjúka vörurnar út eins og heitar lummur hjá prjónakonum og hönnuðum varanna. Geitaskinnsvesti eru líka að slá í gegn, svo ekki sé minnst á lopabuxur.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig náum við fram okkar bestu and­lits­dráttum?

„Í þættinum í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum skyggingar. Skyggingar vefjast oft fyrir mörgum og við erum oft pínu hrædd við þær,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar fer Rakel yfir það hvernig best er að skyggja andlitið svo andlitsdrættir njóti sín sem best.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“

Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla.

Innlent