Íslandsvinurinn Yung Lean setur stefnuna á risatónleika í Hörpu Sænski stórrapparinn Yung Lean verður með tónleika í Eldborg, Hörpu þann 25. október. Tónlist 9. apríl 2024 12:00
Mun túlka Springsteen Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann. Bíó og sjónvarp 9. apríl 2024 08:49
Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. Lífið 9. apríl 2024 08:00
Fólk leggi of oft eins og Tjokkó Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð. Innlent 8. apríl 2024 22:44
Inga Sæland með sumarsmell í vasanum Inga Sæland formaður Flokks fólksins hyggst brátt gefa út lag. Hún segir um sumarslagara verði að ræða en heldur spilunum að öðru leyti þétt að sér. Tónlist 8. apríl 2024 16:17
Fagnaði 29 árum með glæsiteiti á Edition Ofurskvísan, listakonan og ljósmyndarinn Anna Maggý fagnaði 29 ára afmæli sínu á skemmtistaðnum Sunset á Edition við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta en gríðarleg stjörnuorka sveif yfir vötnum. Lífið 8. apríl 2024 15:15
Fullur tilhlökkunar fyrir nýjum kafla „Það er ótrúlega gaman að vera búinn að gefa þetta út. Næsti síngúll er væntanlegur í apríl og svo erum við að vinna hörðum höndum að plötunni Floni 3,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni. Hann var að gefa út tónlistarmyndband við nýjasta lagið sitt Engill og vinnur sömuleiðis að nýrri plötu. Tónlist 8. apríl 2024 11:32
Eyþór Ingi tók lag með Laufeyju Lin Í þættinum Kvöldstund með Eyþóri Inga á föstudagskvöldið á Stöð 2 voru allskonar lög tekin. GDRN mætti sem gestasöngkona en einn flutningur vakti sérstaka athygli. Lífið 8. apríl 2024 10:30
Geymdi pasta á sviðinu ef hann skildi verða svangur milli laga Einn allra frægasti tenór sögunnar, Ítalinn Luciano Pavarotti, geymdi oft pastarétti í vængjum sviðsins sem hann söng á, svo hann gæti rölt út af sviðinu milli laga og fengið sér bita. Lífið 8. apríl 2024 10:22
Nick Cave til Íslands Tónlistarmaðurinn Nick Cave snýr aftur til Íslands í júlí og mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu. Með honum á bassagítar verður Colin Greenwood úr Radiohead. Tónlist 8. apríl 2024 09:16
Bíl Tjokkó lagt í neyðarbílastæði meðan hann tróð upp Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp á glæsilegri árshátíð Landsbankans í Laugardalshöll í gærkvöldi. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir það að meðan á „gigginu“ stóð lá glæsikerra hans í stæði sem ætlað er neyðarbílum. Innlent 7. apríl 2024 19:21
Emelíana Lillý úr FNV vann Söngkeppni framhaldsskólanna Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 í kvöld fyrir hönd Framhaldsskóla Norðurlands vestra. Emelíana söng nýja íslenska útgáfu af laginu Never Enough úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Tónlist 7. apríl 2024 00:09
Ætlaði að halda tónleika fyrir synina, seldi svo upp sex í viðbót Árni Páll Árnason sem er þjóðinni betur kunnugur undir nafninu Herra Hnetusmjör hefur selt upp sjö fjölskyldutónleika og stefnir á að skipuleggja fleiri. Hann segist ætla að setja tónleika á sölu þangað til miðakaup þrjóta. Lífið 6. apríl 2024 13:53
Hljómahöllin fagnar 10 ára afmæli með opnu húsi Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram. Lífið 6. apríl 2024 13:04
Jóhanna Guðrún semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2024 Tónlistargyðjan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flytur og semur Þjóðhátíðarlagið 2024. Þetta var opinberað í skemmtiþætti þjóðarinnar FM95Blö á útvarpsstöðinni FM957 nú síðdegis. Lífið 5. apríl 2024 17:30
Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. Lífið 3. apríl 2024 22:33
Tók símtalið á pabba fyrir Herbert „Ég reyni alltaf að birta upp heiminn,“ segir tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson sem gaf út nýtt lag í dag, sumarsmellinn Allt á uppleið! Söngvarinn segir lagið eiga vel við á þessum tíma en síminn stoppar ekki og hann hefur í nógu að snúast fram á haust. Stórkanónur eru að baki laginu með Herberti, feðgarnir Stefán Hilmarsson og Birgir Steinn Stefánsson. Tónlist 3. apríl 2024 20:01
Var búinn að hlaupa af sér hornin ólíkt öðrum undrabörnum Víkingur Heiðar Ólafsson hefur fyrir löngu skipað sér í flokk fremstu píanista heims og hefur á síðustu árum haft mikil áhrif á tónlistarheiminn. Lífið 3. apríl 2024 10:32
Taylor Swift meðal 265 nýliða á milljarðamæringalista Forbes Tónlistarkonan Taylor Swift er meðal 265 nýliða á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dollurum talið. Alls er nú 2.781 einstaklingur í heimunum sem á eignir metnar á meira en milljarð Bandaríkjadala. Viðskipti erlent 3. apríl 2024 08:10
„Ég vil nota líkamann minn þangað til hann hættir að virka“ „Þrautseigjan og seiglan heldur manni gangandi. Þú verður bara alltaf að standa aftur upp,“ segir fimleikastjarnan, margfaldi Íslandsmeistarinn, listamaðurinn og lífskúnstnerinn Jón Sigurður Gunnarsson, yfirleitt kallaður Nonni. Nonni, sem er að verða 32 ára í sumar, er alltaf með marga bolta á lofti og á sér stóra drauma. Blaðamaður ræddi við hann um lífið, ferilinn, fimleikana, listina, seigluna, föðurmissi, sorgarferli og fleira. Lífið 3. apríl 2024 07:01
Notuðu 36 símaupptökur í lokalaginu sem gerði allt vitlaust Sóli Hólm fór mikinn í þættinum Kvöldstund með Eyþóri Inga á föstudagskvöldið. Mikil stemning var allan þáttinn en lokalag kvöldsins átti eftir að gera allt vitlaust. Lífið 1. apríl 2024 10:01
Um 350 nemendur í Tónlistarskóla Akraness Mikill áhugi er á tónlistarnámi á Akranesi því þar eru um 350 nemendur í námi á öllum aldri. Elsti nemandi skólans er tæplega áttræður. Innlent 31. mars 2024 14:30
Á enn kaffisíuna sem textinn við Lífið er yndislegt var skrifaður á Það var ekki margt sem að benti til þess að strákurinn í Nike gallanum og með körfuboltann undir hendinni á Hvolsvelli árið 1994 yrði nokkrum árum síðar ein skærasta poppstjarna þjóðarinnar. En sú varð nú samt raunin. Lífið 30. mars 2024 15:00
Lizzo komin með nóg og hættir Tónlistarkonan Lizzo segist hætt og að sé komin með nóg af því að vera skotmark fyrir útlit sitt og karakter á netinu. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir poppstjarnan að henni líði eins og heimurinn vilji ekkert með hana hafa. Lífið 30. mars 2024 13:22
Kaleo gefur út sitt fyrsta lag í þrjú ár Stórhljómsveitin Kaleo gaf út sitt fyrsta lag í þrjú ár í dag, Lonely Cowboy. Tónlistarmyndband við lagið, sem tekið var upp í Colosseum í Róm, var jafnframt frumsýnt í dag. Tónlist 29. mars 2024 14:17
Víkingur Heiðar á smáskrifborðstónleikum Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er nýjasti gestur Tiny Desk Concert tónleikaþáttaraðarinnar, þar sem hann spilar ekki á stóran flygil fyrir fullri tónleikahöll, heldur á lítið píanó bak við lítið skrifborð. Tónlist 29. mars 2024 10:05
Æðisleg tilfinning að þurfa ekki að geðjast fólki Kristinn Óla Haraldsson þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann er með þekktari tónlistarmönnum landsins og hvað þekktastur undir nafninu Króli í tvíeykinu JóiPé og Króli. Króli skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 en ákvað fyrir nokkrum árum að draga sig í hlé frá tónlistinni til þess að sinna bæði leiklistinni og andlegri heilsu. Í síðustu viku sendi hann svo frá sér plötuna SCANDIPAIN ásamt Jóa og danska rapparanum Ussel. Blaðamaður ræddi við hann um listina, ástina og lífið. Tónlist 29. mars 2024 07:00
Páll Óskar genginn í það heilaga: „Besti dagur lífs okkar“ Söngvarinn Páll Óskar gekk í hjónaband með manni sínum, Edgar Antonio Lucena Angarita, við fallega athöfn heima í stofu í gær. Páll segist aldrei hafa verið jafn hamingjusamur. Lífið 28. mars 2024 10:59
Tónlist í gleði og sorg Sorg og ást eru systkini, án ástar er engin sorg og sorgin er ástarjátning þess sem hefur elskað og misst. Ástarlög og gleðisöngvar eiga því ekki síður við í útför en sálmar og lög sem lýsa sorg og trega. Skoðun 28. mars 2024 09:01
Fögnuðu ekki bara plötunni með Júlí Heiðari heldur lífinu sjálfu Útgáfupartý Júlí Heiðars Halldórssonar fór fram í Bragganum síðastliðinn föstudag. Margt var um manninn þar sem mannskarinn fagnaði plötunni og lífinu með tónlistarmanninum ástsæla. Hann átti nefnilega afmæli og tilefni til fögnuðar mikið. Tónlist 27. mars 2024 13:00