Fréttir

Fréttamynd

Grunnskólahátíð í Hafnarfirði

Í dag er Grunnaskólahátíðin í Hafnarfirði haldin af nemendum á unglingastigi. Sýnt verður örleikrit og atriði úr söngleikjum í íþróttahúsi Víðistaðaskóla kl. 13 og 15. Í kvöld verður síðan dansleikur fyrir unglinga í grunnskóladeildum skólanna í íþróttahúsinu við Víðistaðaskóla.

Innlent
Fréttamynd

Skrípaleikur með marggefin loforð

Í gær var tekin skóflustunga að 110 rúma hjúkrunarheimili í Reykjavík. Heimilið átti að vera komið í gagnið í byrjun þessa árs en búið er að lofa byggingu þess nokkrum sinnum, m.a. fyrir alþingiskosningarnar 2003. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingar. Hún deilir á loforðagleði ríkisstjórnarinnar í aðdraganda kosninga.

Innlent
Fréttamynd

Dow Jones í methæðum

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones fór í methæðir í gær eftir að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði verðbólgu vera vera að hjaðna. Fjárfestar, sem greina af orðum bankastjórans að litlar líkur séu á hækkun stýrivaxta í bráðu, urðu hæstánægðir enda hækkaði vísitalan um 0,69 prósentustig og endaði í 12.741,86 stigum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Atkvæðagreiðsla hefst vegna stækkunar álvers

Kosning um deiliskipulag sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík fer fram 31. mars. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst hins vegar í dag klukkan 15 að Strandgötu 6 í Hafnarfirði. Hægt verður að kjósa utan kjörfundar milli klukkan 9 og 16 alla virka daga.

Innlent
Fréttamynd

Bjórsala dróst saman í Evrópu

Áfengisframleiðinn Diageo skilaði 1,3 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Það svarar til rúmlega 172 milljarða íslenskra króna. Þetta er sjö prósenta samdráttur á milli ára og betri niðurstaða en ráð hafði verið gert í neikvæðri afkomuviðvörun sem fyrirtækið sendi frá sér fyrir skömmu. Fyrirtæki framleiðir drykki á borð við Smirnoff-vodka, Johnnie Walker-viskí, Gordon's Gin og Guinnes-bjór.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Brotið gegn mannréttindum

Jón Gerald Sullenberger, einn sakborninga í þeim þætti Baugsmálsins sem nú er til umfjöllunar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, segir að brotið sé gegn grundvallarmannréttindum sínum með því að meina sér að sitja í réttarsal á meðan teknar eru skýrslur af öðrum sakborningum í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Dánarvottorð fyrir fóstur

Stjórnvöld í Tennessee ríki í Bandaríkjunum hafa lagt til að dánarvottorð verði gefið út fyrir fóstur sem hefur verið eytt. Það mundi á sama tíma búa til skrá yfir þær konur sem farið hafa í fóstureyðingu.

Erlent
Fréttamynd

Lögfræðingar Libbys ljúka máli sínu

Lögfræðingar Lewis „Scooters“ Libbys hafa lokið máli sínu eftir aðeins þriggja daga vörn. Libby er sakaður um að hafa logið að rannsóknarmönnum sem voru að reyna að komast að því hver lak upplýsingum um Valerie Plame, útsendara CIA.

Erlent
Fréttamynd

Málsókn gegn MySpace vísað frá

Fyrirtækið News Corp. skýrði frá því í dag að fylkisréttur hefði vísað frá máli gegn MySpace vefsíðunni. Foreldrar tveggja stúlkna sem urðu fórnarlömb kynferðisafbrotamanna höfðuðu málið á þeim forsendum að MySpace hefði getað komið í veg fyrir atvikin. MySpace vefurinn á þó yfir höfði sér fleiri málsóknir af svipuðum toga.

Erlent
Fréttamynd

Skemmdarverkin í Hafnarfirði upplýst

Þrír piltar, 15 til 17 ára, voru handteknir fyrr í dag en þeir voru grunaðir um fjölda skemmdarverka í og við Hafnarfjörð síðastliðna nótt. Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum. Piltarnir viðurkenndu brot sín við yfirheyrslur í kvöld og telst málið nú upplýst að fullu. Þeir eru nú frjálsir ferða sinna.

Innlent
Fréttamynd

Arctic Monkeys sigursælir

Arctic Monkeys voru sigurvegarar Brit verðlaunanna sem fram fóru í Lundúnum í kvöld. Þeir unnu bæði verðlaun fyrir að vera besta breska hljómsveitin og að hafa gefið út bestu bresku plötuna.

Erlent
Fréttamynd

Los Angeles verður þráðlaus 2009

Borgarstjórinn í Los Angeles hefur ákveðið að borgaryfirvöld muni bjóða upp á frítt, eða mjög ódýrt, þráðlaust net fyrir alla borgarbúa. Verkefnið á að vera tilbúið árið 2009 og verður eitt stærsta þráðlausa net Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Framboðslistar VG í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík-norður samþykktir

Framboðslistar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi alþingiskosningar voru samþykktir á félagsfundi fyrir stundu. Ögmundur Jónasson skipar efsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi en Katrín Jakobsdóttir leiðir í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, er þar í öðru sæti.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu hald á fjögur tonn af kókaíni

Spænska lögreglan skýrði frá því í dag að hún hefði lagt hald á að minnsta kosti fjögur tonn af kókaíni í snekkju á Gíbraltarsundi. Lögreglan í Portúgal náði einu og hálfu tonni af sama efni í tengdri aðgerð nálægt eyjunni Madeira stuttu seinna. Spænska lögreglan fór um borð í snekkjuna Challenger í gær og fluttu hana til hafnar í Almeria til þess að leita að eiturlyfjum.

Erlent
Fréttamynd

Námuverkamenn í Mexíkó minnast fallinna félaga

Mexíkóskir námuverkamenn fara í verkfall 19. febrúar til þess að minnast þeirra 65 námuverkamanna sem létust í námusprengingu í fyrra. Talsmenn stéttarfélagsins skýrði ekki frá því hversu langt verkfallið yrði. Tilgangurinn með verkfallinu er að setja þrýsting á stjórnvöld og hvetja þau til þess að beita eigendur námunnar refsiaðgerðum. Stéttarfélagið er reyndar klofið í tvennt svo ekki er vitað hversu margir eiga eftir að taka þátt í verkfallinu.

Erlent
Fréttamynd

Fólki fækkar á Austurlandi og Norðurlandi

Hagstofa Íslands hefur nú sent frá sér nýtt Hagtíðindahefti í ritröðinni Mannfjöldi um Búferlaflutninga 1986-2006. Þar kemur fram að flutningsjöfnuður var neikvæður á öllum svæðum landsins fyrir utan höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Suðurland.

Innlent
Fréttamynd

Leiftrandi risasmokkur

Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af risasmokkfiski í sínum náttúrulegum heimkynnum, þær fyrstu í sögunni, að þeirra sögn. Á myndunum sést skepnan svamla fimlega um öngul vísindamannanna og af og til bregður fyrir daufu leiftri úr örmum hennar.

Erlent
Fréttamynd

Veitti saksóknara ítrekaðar ákúrur

Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga í yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Þriðja daginn í röð sat forstjóri Baugs fyrir svörum, nú varðandi meint bókhaldsbrot tengd Baugi.

Innlent
Fréttamynd

Tíunda hvert íslenskt barn einmana

Velsæld barna í iðnríkjunum er minnst í Bretlandi og Bandaríkjunum en best líður þeim á Norðurlöndunum. Heilbrigði barna er óvíða betri en hér á landi en fjölskyldu- og vinatengslum íslenskra barna er ábótavant. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Mokveiði úti fyrir Vestmannaeyjum

Mikil loðna er nú rétt úti fyrir Vestamannaeyjum en afar óvenjulegt er að loðna veiðist þar á þessum árstíma en loðnan sækir á þessar slóðir um mánaðamót febrúar og mars.

Innlent
Fréttamynd

Berdymukhamedov sór embættiseiðinn

Kurbanguly Berdymukhamedov sór í dag embættiseið sem forseti Mið-Asíulýðveldisins Túrkmenistans, við hátíðlega athöfn. Berdymukhamedov fær það erfiða hlutskipti að feta í fótspor Saparmurats Niyazov, sem þekktur var sem Turkmenbashi, eða faðir allra Túrkmena, en hann andaðist í desember síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Kjaramál kennara ekki mál ríkisstjórnar

Stjórnarandstaðan reyndi árangurslaust á Alþingi í dag að knýja fram svör frá ríkisstjórn um hvað hún hygðist gera í kjaramálum grunnskólakennara. Forsætisráðherra svaraði einfaldlega að launamál kennara væru verkefni sveitarfélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Evrópuþingið fordæmir fangaflugið

Evrópuþingið lagði í dag blessun sína yfir skýrslu þar sem ríkisstjórnir allmargra Evrópulanda eru fordæmdar fyrir að hafa veitt bandarísku leyniþjónustunni, CIA, heimildir til að taka þar grunaða hryðjuverkamenn höndum og flytja þá til staða þar sem þeir sættu illri meðferð.

Erlent
Fréttamynd

Ferjuhöfn á Bakka og ný Vestmannaeyjaferja á næstu 3 árum

Ríkið hyggst verja fimm milljörðum króna á næstu þremur árum til ferjuhafnar í Bakkafjöru og til smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, samkvæmt stefnumörkun samgönguáætlunar. Hafnargerðin á að hefjast á næsta ári og ljúka árið 2010. Guðjón Hjörleifsson alþingismaður spáir því að þessar framkvæmdir leiði til sameiningar Rangárþings og Eyja.

Innlent
Fréttamynd

Vilja banna hjónabönd samkynhneigðra í Nígeríu

Stjórnmálamenn í Nígeríu lögðu í dag fram frumvarp um að banna hjónabönd samkynhneigðra. Frumvarpið féll í góðan jarðveg þó svo fámennur hópur hefði talað fyrir réttindum samkynhneigðra. Samkynhneigð er þegar ólögleg í Nígeríu en frumvarpið myndi tryggja að þeir gætu ekki gift sig. Frumvarpið er tilkomið vegna lögleiðinga hjónabanda samkynhneigðra í vestrænum löndum undanfarið.

Erlent
Fréttamynd

Bush vongóður um friðsamlega lausn Íransdeilu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði síðdegis að hann væri þeirrar skoðunnar að Bandaríkin og samherjar þeirra nálguðust friðsama lausn á deilu sinni við Íran. Deilurnar snúast um kjarnorkuáætlun Írana. Bush sagði jafnframt að hann efaði að veinar viðræður ríkjanna tveggja myndu bera árangur.

Erlent
Fréttamynd

Forneskjulegar og niðurlægjandi skoðanir

Samtökin 78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skoðana sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið um að hægt sé að breyta kynhneigð fólks. Samtökin segja skoðanirnar forneskjulegar og niðurlægjandi og þær lýsi vanþekkingu á lífi samkynhneigðra.

Innlent
Fréttamynd

Þrír handteknir í Hafnarfirði

Þrír piltar á unglingsaldri voru handteknir í húsi í Hafnarfirði í dag vegna skemmdarverka sem unnin voru á tugum bifreiða í Hafnarfirði í nótt. Piltarnir eru 16-17 ára og hafa allir komið ítrekað við sögu lögreglu. Tilkynningar tóku að berast lögreglu í morgun um skemmdir á bílum. Aðallega er um að ræða bifreiðar og vinnuvélar af hesthúsasvæðinu í Almannadal og af iðnaðarsvæðinu austan við Álverið í Straumsvík.

Innlent