Fréttir

Fréttamynd

Afkoma Dell yfir væntingum

Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell skilaði 677 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 606 milljónir dala eða 42,8 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 47,8 milljarða íslenskra króna og er meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Standard & Poor's hækkar mat á NEMI

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað matseinkun norska tryggingafélagsins NEMI ASA í BBB úr BBB- . Matseinkunin var einnig tekin af lánshæfislista (e. CreditWatch) matsfyrirtækisins og segir jafnframt að horfur séu stöðugar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfirtökutilboð gert í flugfélagið Qantas

Ástralski fjárfestingabankinn Macquarie og bandaríska fjárfestingafélagið Texas Pacific hafa gert yfirtökutilboð í flugfélagið Qantas, sem er eitt það stærsta í Ástralíu. Ekki liggur fyrir hversu hátt tilboðið er en talið er að það hljóði upp á allt að 10,3 milljarða ástralska dali eða 563,7 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Trúarleiðtogi ákærður fyrir nauðgun

Í Utah fylki í Bandaríkjunum standa nú yfir réttarhöld yfir trúarleiðtoga einum en hann er ákærður fyrir aðild að nauðgun þar sem hann neyddi 14 ára stúlku til þess að giftast 19 ára strák, en þau eru systkinabörn. Söfnuðurinn sem hann leiðir trúir því að fyrir fjölkvæni verði maður verðlaunaður á himnum.

Erlent
Fréttamynd

Eggert ætlar með West Ham í meistaradeildina

Eggert Magnússon, verðandi formaður fótboltafélagsins West Ham í Lundúnum, sagði í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins að hann ætlaði félaginu að keppa um sæti í meistaradeild Evrópu. Hann tók þó fram um leið að hann aðhylltist þróun frekar en byltingu hjá félaginu og mest áhersla yrði lögð á að ala upp leikmenn hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra í heimsókn í Kauphöllinni í New York

Geir H. Haarde heimsótti í dag Kauphöllina í New York á sérstökum Íslandsdegi í henni. Þórður Friðjónsson forseti hinnar íslensku kauphallar var honum til halds og trausts sem og Björgólfur Thor Björgólfsson. Á heimsóknin að hvetja til fjárfestinga á íslenskum markaði. Hringdi Geir meðal annars bjöllunni sem þar er til þess að marka lok viðskiptadags Kauphallarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Búið að frelsa starfsmenn Rauða krossins

Búið er að leysa báða ítölsku starfsmenn Rauða krossins úr haldi en þeim var rænt fyrr í dag en palenstínsk öryggisyfirvöld skýrðu frá því rétt í þessu. Sögðu þau að náðst hefði samband við mannræningjana og í framhaldi af því hefði tekist að frelsa mennina tvo.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand í Horni Afríku

Allt að 1,8 milljón manns hafa þurft að flýja heimili sín eða orðið fyrir áhrifum vegna flóða í Kenía, Sómalíu og Eþíópíu, en það svæði er oft nefnt Horn Afríku, en miklar rigningar hafa geysað þar að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Dómstóll í máli al-Hariri væntanlegur

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt drög að sérstökum alþjóðlegum dómstól sem mun rétta í morði fyrrum forsætisráðherra Líbanons, Rafik al-Hariri. Þessar aðgerðir af hálfu öryggisráðsins, sem voru lagðar fyrir Kofi Annan í kvöld, þýða að líbanska ríkisstjórnin þarf eingöngu að leggja blessun sína yfir dómstólinn til þess að hann geti hafið störf sín.

Erlent
Fréttamynd

David Blaine hangir á bláþræði

Töframaðurinn David Blaine lét í dag hengja sig í 15 metra hæð yfir Times torgi í New York og mun hann hanga þar fram á föstudagsmorgunn er hann ætlar sér að losa sig sem snöggvast og hjálpa þannig fjölskyldum sem Hjálpræðisherinn þar í borg hefur ákveðið að styrkja til jólainnkaupa.

Erlent
Fréttamynd

Talið að átta hafi látið lífið í námuslysi í Póllandi

Talið er að allt að átta manns hafi látið lífið í námuslysi sem varð nálægt bænum Ruda Slaska en pólsk sjónvarpsstöð skýrði frá því rétt í þessu. Í fyrstu var talið að einn hefði látist og að 23 væru fastir í námunni en slysið varð vegna gassprengingar um einum kílómeter undir yfirborði jarðar. Pólska lögreglan gat ekki staðfest fjölda látinna.

Erlent
Fréttamynd

Rauði krossinn hættir starfsemi á Gaza um óákveðin tíma

Rauði krossinn hefur stöðvað starfsemi sína á Gaza svæðinu um óákveðin tíma þar sem tveimur starfsmönnum hans var rænt í dag en talsmaður Rauða krossins í Mið-Austurlöndum skýrði frá þessu fyrir stuttu. Unnu mennirnir fyrir ítalska Rauða krossinn.

Erlent
Fréttamynd

Bankaeigandi myrtur í Rússlandi

Meðeigandi lítils banka í Rússlandi var myrtur í Moskvu í dag. Þetta kom fram í fréttum frá Interfax fréttastofunni og hefur hún heimildarmenn innan rússnesku lögreglunnar. Maðurinn hét Konstantin Meshceryakov og var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt.

Erlent
Fréttamynd

Samþykkt að selja hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun

Samþykkt var á sjöunda tímanum í kvöld á borgarstjórnarfundi að selja hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Umræður tóku langan tíma og var tillagan samþykkt með meirihlutaatkvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokksins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Frjálslyndra greiddu hinsvegar atkvæði gegn sölunni.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríski flotinn tekur ákvarðanir

Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

Innlent
Fréttamynd

Annað tilræði í Gaza

Byssumaður skaut á og særði fyrrum ráðherra í stjórn Palestínu nú rétt í þessu. Ráðherrann heitir Abdel Aziz Shahin og er háttsettur í hinni hófsömu Fatah hreyfingu. Hann hefur líka verið mjög virkur í gagnrýni sinni á Hamas-samtökin að undanförnu. Ekki hefur enn tekist að staðfesta hversu alvarlegt ástand fyrrum ráðherrans er. Árásin átti sér stað á Gaza svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að smygla eitruðum eðlum og snákum til Taílands

Tollvörðum í Taílandi tókst í dag að koma í veg fyrir að filippseyskri konu tækist að smygla rúmlega hundrað baneitruðum snákum og eðlum til Taílands. Eitthvað sem líktist lifandi snák kom í ljós þegar farangur konunnar var gegnumlýstur.

Erlent
Fréttamynd

Morðvopn Palme mögulega fundið

Sænska lögreglan rannsakar nú byssu sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að myrða Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, árið 1986. Það voru kafarar á vegum sænska blaðsins Expressen sem fundu byssuna í vatni í Dalarna og afhentu lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingar eignast West Ham

Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna.

Innlent
Fréttamynd

Sýrlendingar neita sök

Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug.

Erlent
Fréttamynd

Páfinn að gefa út bók um Jesú

Benedikt Páfi hefur ákveðið að gefa út bók um ævi Jesú Krists. Upphaflega ætlaði hann sér að gefa út eina stóra bók en þar sem hann er ekki viss um að hann muni hafa orku og þrek til þess að klára hana ákvað hann að gefa fyrstu tíu kaflana út sem fyrstu bókina í ritröð um Jesú Krist.

Erlent
Fréttamynd

Jafnrétti kynjanna eykst á Íslandi

Samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum er Ísland í 4. sæti yfir þjóðir þar sem jafnrétti kynjanna er komið hvað lengst á veg. Svíþjóð skipar efsta sætið, Noregur annað sætið, Finnland það þriðja og Íslendingar það fjórða.

Erlent
Fréttamynd

Vefurinn um Litvinenko flækist enn

Ítalskur öryggissérfræðingur að nafni Mario Scaramella hélt fréttamannafund í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa verið maðurinn sem Alexander Litvinenko hitti á veitingastað skömmu áður en hann veiktist. Scaramella sagðist ekki hafa etið á veitingastaðnum.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingur enn í lífshættu eftir líkamsárás í Lundúnum

Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings.

Innlent
Fréttamynd

Leikstjórinn Robert Altman allur

Bandarískir leikstjórinn Robert Altman lést í gærkvöld á sjúkrahúsi í Los Angeles 81 árs að aldri. Frá þessu greindi framleiðslufyrirtæki hans í dag. Altman skipar sér á bekk með fremstu leikstjórum síðustu aldar. Meðal mynda sem hann leikstýrði voru Leikmaðurinn, Nashville og Gosford Park auk MASH, eða Spítalalífs, en þættir með sama nafni eru Íslendingum að góðu kunnir.

Erlent
Fréttamynd

HÍ og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins gera samstarfssamning

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins, og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor undirrituðu í dag samstarfssamning sem Greiningar- og ráðgjafarstöðin og Háskóli Íslands hafa gert með sér um kennslu og rannsóknir.

Innlent
Fréttamynd

OR leitar heitra vatnsæða í Fljótshlíð

Orkuveita Reykjavíkur og Rangárþing eystra hafa gert með sér samkomulag um jarðhitaleit í Fljótshlíð, en þar eru flestir bæir nú hitaðir með rafmagni. Fram kemur í tilkynningu frá aðilunum tveimur að forsenda slíkrar leitar sé að samkomulag náist við landeigendur, en sveitarfélagið mun þegar hefjast handa við að afla heimildar þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda dregst mikið saman hjá Alcan

Útstreymi gróðurhúsaloftegunda frá álveri Alcan í Straumsvík hefur minnkað um sjötu prósent fyrir hvert framleitt tonn af áli frá árinu 1990. Þetta kom fram á fundi hjá Samtökum atvinnulífins um útstreymi frá álverum á Íslandi sem fram fór fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hugsanlegt að Litvinenko hafi verið byrlað geislavirkt eitur

Hugsanlegt er að Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnari hjá KGB og rússnesku leyniþjónustunni, hafi verið byrlað geislavirkt eitur. Breska ríkisútvarpið hefur eftir eiturefnasérfræðingi að sjúkdómseinkenni Litvinenko bendi til þess að honum hafi ekki verið byrlað hundrað prósent hreint talíum heldur hafi það hugsanlega verið geislavirkt.

Erlent