Landbúnaður

Fréttamynd

Ísland reki lestina í Evrópu

Fulltrúar stærstu fyrirtækja í íslenskum landbúnaði komu saman í mars á þessu ári og stofnuðu Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL). Samtökin segja að rétta þurfi þann mikla aðstöðuhalla sem íslenskur landbúnaður búi við í samanburði við önnur evrópsk ríki.

Innlent
Fréttamynd

Ekki spretta grös við ein­samlan þurrk

Sú staða sem uppi er í heiminum í dag minnir okkur rækilega á hversu mikilvægt það er að tryggja fæðuöryggi í landinu. Innlend framleiðsla mun seint geta uppfyllt alla þá fjölbreytni sem eftirspurnin krefst.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð

Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða.

Innlent
Fréttamynd

Lofts­lags­vænni mjólkur­fram­leiðsla

Í dag er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla.

Skoðun
Fréttamynd

Fæðuöryggisstefna og landbúnaðarstefna

Nýlega voru lagðar fyrir ríkisstjórn Íslands tillögur að mótun fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland. Í gær, 30. maí, birtist grein á Vísi eftir framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda þar sem hann gerir þær tillögur að umtalsefni sínu. Nokkur atriði sem þar koma fram ber þó að skýra nánar og jafnvel leiðrétta.

Skoðun
Fréttamynd

Dásamlegt að vera sauðfjárbóndi

Botnótt og golsótt lömb eru í miklu uppáhaldi hjá sauðfjárbónda á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en á búin eru fjögur hundruð og tuttugu fjár. Lömbin eru mörkuð tveggja daga gömul.

Innlent
Fréttamynd

Hálft af hvoru lamb í Bárðardal

„Við vorum mjög hissa og áttum eiginlega ekki til orð, við höfum aldrei fengið svona lamb í okkar 50 ára búskapartíð, þetta er alveg magnað og mjög sérstakt,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir á bænum Halldórsstöðum í Bárðardal. Lamb, sem var að koma í heiminn á bænum, er svart öðrum megin og hvítt hinum megin. Nánast jöfn skipting alla leið.

Innlent
Fréttamynd

Vilja mislit, sæt og krúttleg lömb

Sauðburður eru nú að hefjast hjá sauðfjárbændum um land allt. Bændur í Ölfusi segja lang skemmtilegast að fá mislit lömb. Af þeim sjö kindum, sem eru bornar hjá þeim erum fimm þrílembdar.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskt grænmeti á Bessastöðum næstu daga

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands fór með fulla körfu af íslensku grænmeti heim í dag á Bessastaði eftir að hafa verið á opnu húsi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Þar afhenti hann Garðyrkjuverðlaunin 2022. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands mætti líka á opna húsið og afhenti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtæki kolefnisjafna sig með gróðursetningu

Skógræktin hefur varla undan að svara fyrirspurnum frá erlendum og innlendum fyrirtækjum, sem vilja kolefnisjafna sig með því að gróðursetja plöntur víðs vegar um landið. Með því eru fyrirtækin líka að búa sig undir að skila grænu bókhaldi eins og þeim verður skylt að gera eftir nokkur ár.

Innlent
Fréttamynd

Hvar er stuðningurinn?

Íbúalistinn fór vítt og breitt um dreifbýli Ölfuss laugardaginn 7. apríl, hitti fólk og heimsótti bæði fyrirtæki og stofnanir. Það var aðdáunarvert að verða vitni að þeim krafti og eldmóði sem einkenndi allt fólkið sem við hittum. Það stakk þó mjög í augu ástandið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum sem tilheyrir vissulega Sveitarfélaginu Ölfusi.

Skoðun
Fréttamynd

Snúum land­búnaði til betri vegar í Fjarða­byggð

Landbúnaður hefur lengi verið mér kær enda var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp á sauðfjárbúi þar sem ég var alin upp við það að vinna fyrir hlutunum og taka engu sem sjálfsögðu. Landbúnaði hefur því miður hnignað mikið á austfjörðum og ófáar jarðir farið í eyði síðustu áratugi.

Skoðun
Fréttamynd

Mat­væla­verð í hæstu hæðum sam­kvæmt FAO

Hinn 8. apríl, birti Matvæla- og landbúnaðarstofun Sameinuðu þjóðanna (FAO), vísitölu matvælaverðs í mars sl. Vísitalan hækkaði um 12,6% frá fyrra mánuði (um 17,9 stig). Þetta er geigvænleg hækkun og hefur vísitalan aldrei staðið hærra frá því hún var tekin upp árið 1990.

Skoðun
Fréttamynd

Grænn auðlindagarður í Reykholti í Biskupstungum

Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum ætla að sameinast um að nýta úrgang, sem verður til í gróðuhúsum þeirra og búa þannig til hringrásarkerfi í formi áburðar, sem nýtist stöðvunum. Í því skyni verður Grænn auðlindagarður stofnaður á svæðinu með þátttöku Bláskógabyggðar.

Innlent
Fréttamynd

Hverjir tryggja fæðu­öryggi á Ís­landi?

Þann 4. apríl sl. birtist fréttatilkynning frá matvælaráðuneytinu (tengill hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/04/04/Tollkvoti-vegna-innfluttra-landbunadarvara-fra-ESB-framlengdur/) um að framlengt hefði verið tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum ESB.

Skoðun
Fréttamynd

Grísir eru nú geltir með bólusetningu

Risa skref hefur verið stigið í svínarækt hér á landi því nú eru grísir ekki geltir lengur með skurðaðgerð, heldur eru þeir bólusettir gegn galtarlykt og galtabragði, sem samsvarar geldingu.

Innlent