Viðskipti

Fréttamynd

Hægir á einkaneyslu

Velta í dagvöruverslun í maí var 4,7 prósentum hærri en á sama tíma fyrir ári þegar áhrif verðbreytinga hafa verið undanskilin. Til samanburðar nam vöxtur dagvöruverslunar í maí 13 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir líkur á að heimilin hafi brugðist við breytingum í kaupmætti samhliða vaxandi verðbólgu og gengislækkun krónunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent

Hagnaður sænsku tískuvörukeðjunnar Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið ætlar í útrás til Kína á næsta ári og mun setja á laggirnar verslanir með föt fyrir bæði kynin. Verlsanirnar munu ekki verða reknar í nafni sænska fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn seðlabanka Bretlands ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum í landinu óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi eru 4,5 prósent og hafa haldist óbreyttir í 10 mánuði í röð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Launavísitalan hækkaði um 0,9 prósent

Launavísitalan í maí er 289,1 stig og hækkaði um 0,9 prósent frá fyrri mánuði. Vísitalan stóð í 286,4 stigum í apríl og hafði hækkað um 0,4 prósent á milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dagbrún eignast 96,47 prósent í EJS

Dagsbrún hefur gert samning við hóp hluthafa EJS um kaup á 21,45 prósentum hlutafjár hlutafé í EJS fyrir 85,8 milljónir króna að nafnvirði. Gengi hlutanna er 5,23. Hluthafar bréfa í EJS eru 343 talsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Abramovitsj kaupir í Rússlandi

Millhouse Capital, fjárfestingafélag rússneska milljarðamæringsins Romans Abramovitsj, eiganda breska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur samþykkt að kaupa allt að 41 prósents hlut í rússneska námu- og stálfyrirtækin Evraz Group. Hluturinn metinn á 3,2 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði rúmlega 240 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Allt í háaloft hjá Airbus

Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, ætlar að hittast til fundar og fjalla um stöðu mála. Tvisvar hefur verið tilkynnt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota frá fyrirtækinu nú síðast í liðinni viku. Margir væntanlegir kaupendur hafa vegna þessa snúið sér annað og gengi hlutabréfa í EADS hefur fallið um heil 26 prósent vegna þessa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný kauphöll í Bretlandi?

Samruni kauphallarinnar í New York (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext gæti leitt til þess að nýr hlutabréfamarkaður verði stofnaður í Lundúnum í Bretlandi til höfuðs kauphöllinni sem fyrir er í borginni. Þetta segir John Thain, forstjóri NYSE í samtali við breska blaðið Financial Times.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar milli mánaða

Vísitala byggingarkostnaðar fyrir júlí, reiknuð eftir verðlagi um miðjan júni, hefur hækkað um 0,27 prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,1 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Til samanburðar nam hækkun vísitölu byggingarkostnaðar fyrir júní 6,9 prósentum á 12 mánaða tímabili.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slóvenar taka upp evru á næsta ári

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur samþykkt að leyfa Slóveníu að ganga í myntbandalag sambandsins og taka upp evru sem gjaldmiðil í janúar á næsta ári. Slóvenía verður 13. landið á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vinnslustöðin selur í Stillu

Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum hefur selt allan hlut sinn, 45 prósent, í Stillu ehf fyrir 417 milljónir króna. Söluverðið fæst greitt með hlutabréfum í Vinnslustöðinni og peningum. Söluhagnaður Vinnslustöðvarinnar af þessum viðskiptum nemur 65 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil hækkun á hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa hækkaði um allt að 2,8 prósent á mörkuðum í Bandaríkjunum og í Evrópu í gær í kjölfar þess að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, kvaddi niður fréttir þess efnis að verðbólgudraugurinn væri á leiðinni vestra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Phoenix selur dótturfyrirtæki

Phoenix fjárfestingar hafa selt dótturfyrirtæki sitt, Laugarakur, sem hefur séð um rúmlega 70% byggingarframkvæmda í hinu nýja Akrahverfi í Garðabæ. Kaupverðið er trúnaðarmál en lauslegt mat er að fullklárað húsnæðið verði um 12 milljarða króna virði.

Innlent
Fréttamynd

Úrslitavafri

Norska vafrafyrirtækið Opera Software hefur sent frá sér nýjan vafra í farsíma sem er sérstaklega ætlaður áhugafólki um HM í fótbolta. Vafrinn heitir Opera Mini Goal 06.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búast við 40 þúsund gestum í Egilshöll í september.

Sýningin 3L EXPO verður haldin í Egilshöll dagana 7. til 11. september en VIVUS viðburðastjórnun stendur að sýningunni í samvinnu við 22 félagasamtök á öllum sviðum. Þetta er stærsta sýning sem haldin hefur verið á Íslandi en henni er beint að öllu sem tengist lífi, líkama og líðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

NIB tekur nýja stefnu

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) ætlar að leggja sérstaka áherslu á að efla samkeppnishæfi landa og fyrirtækja við Eystrasaltið auk þess að fjármagna umhverfisverkefni. Þetta er hluti af endurskipulagningu sem ráðist hefur verið í við bankann í tilefni af 30 ára afmæli hans á árinu. Þannig segir í tilkynningu bankans að bankinn muni einbeita sér að verkefnum á sviði orkumála, flutninga og umhverfistækni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methækkun hlutabréfa á Indlandi

Gengi hlutabréfa hækkaði um 6,9 prósent á mörkuðum á Indlandi í dag og er það methækkun hlutabréfa á einum degi. Gengi bréfanna hafði lækkað mikið síðastliðna þrjá daga og því var hækkuninni tekið fagnandi, að sögn sérfræðinga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Smásöluverslun jókst um 0,5 prósent

Velta í smásöluverslun í Bretlandi jókst um 0,5 prósent í maí, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands. Helsta ástæða hækkunarinnar er aukin viðskipti með fatnað og raftæki. Verslunareigendur í Bretlandi segjast hafa tekið eftir aukinni sölu plasma-sjónvarpa og fótboltabola með merki enska landsliðsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samningar Icelandair og sænska ríkisins

Icelandair hefur náð samningum við sænska ríkið um að fljúga með starfsmenn þess á milli Svíþjóðar og Íslands annars vegar, og hins vegar á milli Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Að sögn Sigmundar Halldórssonar, starfandi upplýsingafulltrúa Icelandair, er samningurinn stór áfangi fyrir félagið. Unnið hafi verið að honum í töluverðan tíma en hann verður undirritaður í Stokkhólmi á morgun. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um verðmæti samningsins en að sögn Sigmundar ræðst það fyrst og fremst af því hve mikið starfsmenn sænska ríkisins muni fljúga á áðurnefndum flugleiðum. Samningurinn er til eins árs en að sögn Sigmundar er það venja hjá sænska ríkinu hvað varðar flugsamninga að gera ekki lengri samninga en það.

Innlent
Fréttamynd

Krónubréf sjást aftur

Eftir nokkurt hlé var tilkynnt um útgáfu krónubréfa í byrjun vikunnar. Þá jók þýski þróunarbankinn KfW við útgáfu sína um fimm milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnir í harkalega lendingu

Þrjú af fjórum helstu einkennum niðursveiflunnar hér á landi árin 2001 og tvö eru farin að gera vart við sig núna, og það fjórða liggur í loftinu. Einkennin fjögur eru lækkandi gengi á hlutabréfum, eða lækkandi úrvalsvísitala, lækkandi gengi gjaldmiðilsins, eða krónunnar, lækkandi fasteignaverð og hækkandi vextir.

Innlent
Fréttamynd

Merck selur hlut sinn í Schering

Þýska lyfjafyrirtækið Merck hefur samþykkt að selja þýska lyfjaframleiðandanum Bayer AG 21,8 prósenta hlut sinn í Schering og auðvelda yfirtöku Bayer á Schering. Merck keypti óvænt bréf í Schering skömmu fyrir lokun markaða á föstudag í síðustu viku og hefði getað hindrað yfirtökuferlið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

1,3 prósenta atvinnuleysi í maí

Atvinnuleysi var 1,3 prósent í síðasta mánuði og er það óbreytt frá mánuðinum á undan. Alls voru 47.418 atvinnuleysisdagar skráðir á landinu öllu en það jafngildir því að 2.062 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Zara í Kringluna

Spænska tískukeðjan Zara opnar 600 fermetra verslun í Kringlunni í haust þar sem Next var áður til húsa. Zara rekur 1.500 fermetra verslun sem er eitt af flaggskipum Smáralindar. Hagar, sem hafa sérleyfi fyrir Zöru á Íslandi, hafa verið umsvifamiklir á sérvörumarkaði að undanförnu og fjárfest í mörgum verslunum í Kringlu og Smáralind.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HugurAx verður til

Með sameiningu hugbúnaðarfyrirtækjanna Hugar og AX hugbúnaðarhúss varð til eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins með um 125 starfsmenn. Sameinað fyrirtæki kallast HugurAx.

Viðskipti innlent