Erlent

Fréttamynd

Lítil breyting á bandarískum mörkuðum

Gengi hlutabréfa var svo til óbreytt við opnun markaða í Bandaríkjunum fyrir stundu. Þá hækkaði heimsmarkaðsverð á hráolíu en búist er við að Orkumálaráðneyti Bandaríkjanna greini frá því í vikulegri skýrslu sinni í dag að olíubirgðir hafi minnkað saman fimmtu vikuna í röð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tsvangirai á gjörgæslu

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi vegna gruns um höfuðkúpubrot. Á myndum má sjá að hann er með svöðusár á höfði, sem hann hlaut meðan hann var í vörslu lögreglunnar. Talsmaður hans segir að Tsvangirai muni fara í heilaskönnun og einnig þurfi hann að fá blóðgjöf vegna mikils blóðmissis af sárum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Tilbreyting í kynlífinu

Lestarstjórar í Þrándheimi, í Noregi, horfa nokkuð áhyggjufullir til sumarsins sem brátt fer í hönd. Þá þurfa þeir að takast á við nýja hættu í starfi sínu. Nýjasta sportið hjá ungum spennufíklum í Norður-Noregi er nefnilega að stunda ástaleiki á járnbrautarteinum. Vandamálið er orðið það alvarlegt að þegar lestarstjórar í Þrándheimi mæta á vakt um helgar, fá þeir aðvörun, ef vitað er til þess að verið sé að halda partí í almenningsgarðinum í Verdal.

Erlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Lehman Brothers

Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Borthers, fjórði stærsti fjárfestabanki vestanhafs, skilaði hagnaði upp á 1,13 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 76,83 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi 2006. Þetta er metafkoma í sögu bankans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðsnúningur hjá General Motors

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 950 milljóna dala, eða 64,6 milljarða króna, hagnaði í fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 6,6 milljarða dala, jafnvirði 448,7 milljarða króna, tap á sama tíma ári fyrr. Ljóst þykir að viðamikil endurskipulagning í rekstri fyrirtækisins og snörp beiting niðurskurðarhnífsins hafi skilað árangri á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækka í Evrópu

Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu lækkuðu nokkuð í dag. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í stórum fjármálafyrirtækjum á borð við Credit Suisse og Deutsche Bank. Lækkanirnar eru tengdar lækkunum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær en íbúðalánamarkaðurinn vestanhafs dró helstu vísitölur niður í gær. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,92 prósent í Kauphöll Íslands í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Reiðir neytendur

Einn er látinn, fjörutíu slasaðir og brunnir lögreglubílar liggja eins og hráviði á götum borgarinnar Zhusan í Mið-Kína, eftir að borgaryfirvöld hækkuðu fargjöld með strætisvögnum. Um 20 þúsund manns mættu til þess að mótmæla framan við ráðhús borgarinnar, og það endaði með miklum slagsmálum við lögregluna.

Erlent
Fréttamynd

Hefur efni á andabringum

Norðmaðurinn Andreas Höjvold, sem býr á Kristjánssandi, er ekki á flæðiskeri staddur þessa dagana og það getur hann meðal annars þakkað nafna sínum Önd. Andreas, sem er 34 ára gamall byrjaði að safna Andrésar Andar blöðum þegar hann var smágutti. Svo var hann búinn að fá nóg og seldi blaðasafnið sitt fyrir litlar 27 milljónir króna.

Erlent
Fréttamynd

Slæm staða á bandaríska íbúðalánamarkaðnum

Vanskil á fasteignalánamarkaði og eignaupptaka vegna ógreiddra lána hafa ekki veri með verra móti í Bandaríkjunum í 37 ár, samkvæmt upplýsingum frá samtökum banka á íbúðalánamarkaði þar í landi. Samtökin segja ástandið sérstaklega slæmt enda hefur þetta haft áhrif á fjármálastofnanir á Wall Street í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Græn stefna í Bretlandi

Bresk stjórnvöld ætla að draga úr losun koltvísýrings um 60% fyrir árið 2050. Frumvarpsdrög sem miða að því voru kynnt á breska þinginu í dag. Málið er þverpólitískt enda umhverfismál ofarlega á dagskrá hjá öllum stjórnmálaflokkum í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Búrhvalur drekkti sjómanni

Japanskur sjómaður týndi lífi þegar hann og tveir félagar hans reyndu að bjarga búrhval sem hafði villst af leið undan vesturströnd Japans í dag. Mennirnir þrír skullu í sjóinn þegar hvalurinn sló sér í bátana sem þeir voru á.

Erlent
Fréttamynd

Dolce & Gabbana hætta að auglýsa á Spáni

Tískufyrirtækið Dolce & Gabbana ætlar að hætta öllum auglýsingum í spænskum fjölmiðlum, til þess að verja frelsi sitt til sköpunar, eins og það er orðað. Spænsk yfirvöld höfðu farið fram á að nýjasta auglýsingaherferð fyrirtækisins verði bönnuð, þar sem hún niðurlægi konur.

Erlent
Fréttamynd

Skilur eftir sig látin ungbörn

Þýska lögreglan, í Flensborg, leitar nú ákaft að konu sem á tveim árum hefur skilið eftir sig tvö látin ungbörn, við dönsku landamærin. Ekki er vitað hvort konan er dönsk eða þýsk. Í síðustu viku fannst lík af nýfæddu barni á áningarstað við þjóðveginn rétt handan landamæranna. Það var vafið inn í handklæði og hafði verið sett í innkaupapoka úr plasti.

Erlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Goldman Sachs

Bandaríska fjármálafyrirtækið Goldman Sachs skilaði 3,2 milljarða dala hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, sem lauk í enda febrúar. Hagnaðurinn jafngildir 215,9 milljörðum íslenskra króna og er methagnaður í sögu fyrirtækisins. Þetta er hins vegar þvert á spár greinenda sem gerðu ráð fyrir því að tekjur Goldman Sachs myndi dragast lítið eitt saman.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rússar smíða nýjar eldflaugar

Yfirmaður rússneska flughersins upplýsti í dag að þeir væru að smíða nýja tegund loftvarnaeldflauga, sem væru bæði öflugri og nákvæmari en þær sem nú eru í vopnabúrinu. Jafnframt gagnrýndi hann Bandaríkjamenn harðlega fyrir að ætla að koma upp loftvarnakerfi í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Viacom ætlar í mál við Google

Bandaríska fjölmiðlasamsteypan Viacom Media hefur tilkynnt að það ætli að höfða mál á hendur netfyrirtækisins Google vegna brota á höfundarrétti. Google keypti YouTube á síðasta ári og segir Viacom að netveitan hafi sýnt þar sjónvarpsefni sem verndað er með höfundarréttarlögum.Samsteypan krefst eins milljarða dala, jafnvirði 67,5 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

150 nauðganir á dag

Samtök kaupsýslumanna í Suður-Afríku hafa hvatt ríkisstjórn landsins til þess að herða baráttuna gegn glæpum, en tíðni glæpa í landinu er með því hæsta í heiminum. Kaupsýslumennirnir bjóðast til að leggja sjálfir fram umtalsverða fjármuni.

Erlent
Fréttamynd

Tsvangirai á sjúkrahús

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, var í dag fluttur á sjúkrahús ásamt 49 félögum sínum, sem voru handteknir á bænasamkomu um síðustu helgi. Margir mannanna voru illa útleiknir eftir barsmíðar lögreglu, ekki síst Tsvangirai sem var með mikla höfuðáverka og átti erfitt með gang, þegar hann kom fyrir dómara, í dag. Mennirnir voru sendir á sjúkrahús beint úr réttarsalnum.

Erlent
Fréttamynd

Trylltur köttur

Kona á sextugsaldri, í Idaho í Bandaríkjunum, var flutt á sjúkrahús með meira en tuttugu bitsár eftir að heimilisköttur hennar trylltist og réðist á hana. Afbrýðisemi virðist hafa ráðið árás kattarins. Nágranni konunnar hafði komið með annan kött að dyrum hennar, því hann hélt að það væri heimiliskötturinn.

Erlent
Fréttamynd

Kastali Drakúla til sölu

Bran-kastali í Rúmeníu, betur þekktur sem heimili Drakúla greifa, er til sölu. Kaupandi þarf að reiða fram jafnvirði tæpra 7 milljarða íslenskra króna fyrir þennan 13. aldar kastala.

Erlent
Fréttamynd

Norska lögreglan segist hlusta

Norska lögreglan hefur, í fyrsta skipti birt yfirlit yfir klögumál á hendur lögregluþjónum og málsmeðferð þeirra. Samkvæmt skýrslunni viðurkennir lögreglan að í fjórum tilfellum af hverjum tíu hafi meðferð lögreglu verið ámælisverð eða óheppileg.

Erlent
Fréttamynd

Stal demöntum fyrir 2 milljarða

Belgíska lögreglan hefur boðið jafnvirði rúmlega 175 milljóna króna fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku manns sem stal demöntum úr banka í Antwerpen í síðustu viku. Demantarnir eru metnir á jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Nauðlending með bilað framhjól

Farþegaflugvél japanska All Nippon flugfélagsins var nauðlent í suð-vestur Japan snemma í morgun án þess að nokkurn sakaði. 56 farþegar og 4 manna áhöfn voru um borð. Flugvélin hringsólaði yfir flugvellinum í Kochi í tvær klukkustundir með bilaðan lendingarbúnað að framan. Þegar fullvíst var að hjól kæmi ekki niður var ákveðið að lenda á aftari hjólum. Nef vélarinnar seig svo niður í lendingunni.

Erlent
Fréttamynd

Tsvangirai leiddur fyrir rétt blár og marinn

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, var leiddur fyrir dómara í morgun ásamt fimmtíu bandamönnum sínum. Allir voru þeir handteknir á sunnudaginn. Töluvert sá á Tsvangirai að sögn vitna sem rennir stoðum undir ásakanir um harðræði lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Á von á barni með sex konum

Bandaríski plötuútgefandinn Rickey Lackey á von á barni með sex konum, að sögn blaðsins Cincinnati Enquierer. Þetta kom fram í réttarhöldum yfir hinum 25 ára gamla Rickey, sem hafði verið lögsóttur vegna 200 þúsund króna fjársvika. Hann hafði hinsvegar þegar borgað peningana til baka.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Aer Lingus minnkaði lítillega á milli ára

Hagnaður írska flugfélagsins Aer Lingus nam 90,4 milljónum evra, jafnvirði rétt rúmra 8 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á síðasta ári. Þetta er samdráttur upp á 1,3 prósent á milli ára og skrifast aðallega á hækkun á olíuverði. Barátta Aer Lingus við að verjast yfirtöku írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur kostað félagið 16 milljónir evra, rúma 1,4 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dönsku fríblöðin í sumarfrí

Tvö af dönsku fríblöðunum ætla að taka sér mánaðar sumarfrí í sumar og hætta útgáfu á meðan. Berlingske Tidende segir að blaðið 24 timer, sem Politikens hus gefur út loki væntanlega frá 7. júlí til 8. ágúst. Nyhedsavisen sem Mediafond 365 gefur út vill ekki upplýsa hvenær þar verður lokað. Búist er við að þriðja fríblaðið, Dato, fari einnig í sumarfrí.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar vara við tilslökunum

Utanríkisráðherra Ísraels hefur varað vesturlönd við því að slaka á skilyrðum sínum gagnvart nýrri þjóðstjórn Palestínumanna. Hún vill að haldið verði fast við kröfur um að þjóðstjórnin viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis og hafni ofbeldi. Tzipi Livni er nú í opinberri heimsókn í Kanada.

Erlent
Fréttamynd

Mikil samúð við útför barna í New York

Mikill mannfjöldi safnaðist saman í New York í dag til þess að fylgja til grafar níu börnum og einum fullorðnum, sem fórust í eldsvoða í Bronx hverfi í síðustu viku. Fólkið var allt innflytjendur frá Mali sem létu lífið í mannskæðasta bruna í borginni í sautján ár. Það var borið til grafar í einföldum krossviðarkistum og viðstaddir grétu þegar litlar kistur barnanna voru bornar inn í bænahús múslima.

Erlent
Fréttamynd

Óttast skiptingu NATO í A og B ríki

Framkvæmdastjóri NATO hefur áhyggjur af því að fyrirhugaða eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna skipti bandalaginu í tvennt. Annarsvegar þá sem kerfið verndi og svo hina. Jaap de Hoop Scheffer telur að þegar komi að vörnum bandalagsins eigi ekki að skipta aðildarríkjum í A-sveit og B-sveit innan NATO. Í sínum augum sé það órjúfandi öryggi allra ríkjanna sem sé grundvallaratriðið.

Erlent