Erlent

Fréttamynd

Lokun íþróttahúss mótmælt

Skólayfirvöld Menntaskólans við Sund segja ákvörðun Umhverfissviðs borgarinnar um tafarlausa lokun íþróttahúss skólans, vegna margvíslegra athugasemda, í engu samræmi við raunverulegt ástand, og mótmæla jafnframt vinnubrögðum skoðunarmanna.

Innlent
Fréttamynd

Möguleg valdaskipti í öldungadeild

Svo gæti farið að Repúblíkanaflokkur Bush Bandaríkjaforseta nái aftur meirihluta í Öldungadeild Bandaríkjaþings, og það án kosninga. Sem kunnugt er hafa Demókratar nú eins þingsætis meirihluta í deildinni.

Erlent
Fréttamynd

Verðlaunafé boðið fyrir upplýsingar

Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Samkynhneigðir njóti verndar í Færeyjum

Færeyska lögþingið samþykkti í dag að samkynhneigðir skuli njóta lagaverndar gegn háði og ofsóknum. Frumvarpið fer til þriðju umræðu í næstu viku þar sem fastlega er búist við að það verði samþykkt. Sams konar frumvarp var fellt með yfirgnæfandi meirihluta á síðasta ári. Færeyingar hlutu bágt fyrir þá afgreiðslu og málið var meðal annars tekið upp á síðasta þingi Norðurlandaráðs.

Erlent
Fréttamynd

Saka Frakka um ódæðisverk í Rúanda

Stjórnvöld í Rúanda hafa sakað franska hermenn um nauðganir og pyntingar í þjóðarmorðinu sem þar var framið árið 1994. Þau fullyrða einnig að Frakkar hafi þjálfað stjórnarherinn og lagt honum til stórskotalið. Frakkar segja hermenn sína ekkert rangt hafa gert.

Erlent
Fréttamynd

Fraktflugfélög að sameinast?

Bandarísku fraktflugfélögin United og Continental eru sögð eiga í viðræðum sem geti leitt til þess að félögin verði sameinuð. Viðræðurnar eru sagðar hafa farið í gang eftir að U.S. Airways gerði yfirtökutilboð í Delta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækkaðir í Noregi

Seðlabanki Noregs hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 25 punkta í 3,5 prósent. Vaxtahækkunin tekur gildi á morgun. Í rökstuðningi stjórnar bankans segir að ákvörðunin hafi verið tekin til að koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum. Þá gaf stjórnin í skyn, að vextirnir yrðu hækkaðir frekar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

800 þúsund Írakar í Sýrlandi

Sýrland hefur tekið á móti meira en 800 þúsund flóttamönnum frá Írak, síðan innrásin var gerð í landið árið 2003. Flóttamennirnir fá dvalarleyfi sín endurnýjuð árlega ef þeir hafa fastar tekjur, eiga eignir í Sýrlandi eða hafa skráð börn sín í sýrlenska skóla.

Erlent
Fréttamynd

Góðar löggur

Níu af hverjum tíu kvörtunum um framferði breskra lögregluþjóna, sem bornar voru fram á síðasta ári voru tilefnislausar, að mati sjálfstæðrar rannsóknarnefndar sem fær slíkar kvartanir til meðferðar. Kvörtunum fjölgar þó sífellt, og eru lögregluþjónum þyrnir í augum.

Erlent
Fréttamynd

Samkynhneigðir unnu sigur á færeyska lögþinginu

Færeyska lögþingið hefur samþykkt, með 17 atkvæðum gegn 13, að samkynhneigðir skuli njóta lagaverndar gegn háði og ofsóknum. Samskonar frumvarp var fellt með yfirgnæfandi meirihluta á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Gagnrýnir fjölgun í öryggissveitum

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, gagnrýndi í dag Mahmoud Abbas, forseta, fyrir að fjölga í liði öryggissveita á Gaza ströndinni. Hann sagði að rétta leiðin til þess að koma í veg fyrir ofbeldi væri að virða sigur Hamas í þingkosningunum, sem skiluðu þeim til valda.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í stríð í Sómalíu

Allt stefnir í alvarleg stríðsátök í Sómalíu eftir að íslamskir skæruliðar umkringdu borgina Baidoa í suð-vestur Sómalíu í morgun. Þar hefur bráðabirgðastjórn landsins hreiðrað um sig. Stjórnvöld í Eþíópíu viðurkenna að þau hafa flutt hergögn til stjórnvalda síðustu daga auk þess sem liðsmenn í eþíópíska hernum eru sagðir bíða átekta, tilbúnir til átaka ef látið verði sverfa til stáls.

Erlent
Fréttamynd

Lofar Bandaríkjamönnum persónuvernd á ný

Verðandi formaður laganefndar bandaríska þingsins lofaði í dag að berjast gegn því sem hann kallaði tilhneigingu Georges Bush til þess að fótum troða réttindi bandarískra þegna, í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum.

Erlent
Fréttamynd

Tilboð í Qantas fellt

Stjórn ástralska flugfélagsins Qantas hafnaði í dag yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie og fjárfestingafélagsins Texas Pacific. Tilboðið hljóðaði upp á 8,6 milljarða bandaríkjadali eða um 598 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Draga ekki úr olíuframleiðslu

Olíuframleiðsluríkin í OPEC virðist ætla að verða við beiðni neysluþjóða um að draga ekki frekar úr olíuframleiðslu, í vetur, til þess að koma í veg fyrir verðhækkanir sem hefðu neikvæð áhrif á efnahagsþróun í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Samkeppnishæfasta hagkerfið í Danmörku

Samkeppnishæfasta og kraftmesta hagkerfi innan Evrópusambandsins er í Danmörku, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar (WEF). Í fimmta sæti á lista WEF er Þýskaland, en Bretland og Frakkland skipa sjötta og níunda sæti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Orð Olmerts sögð rangtúlkuð

Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki.

Erlent
Fréttamynd

Airbus fær leyfi fyrir risaþotuna

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og í Evrópu hafa veitt evrópsku flugvélaverksmiðjum Airbus leyfi til að flytja farþega í A380 risaþotunni, sem kemur á markað næsta haust. Leyfið var veitt eftir 2.600 klukkustunda æfingaflug en meðal annars var flogið hingað til lands og lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun síðasta mánaðar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fáránlegt að leysa upp íraska herinn

Breskir hermálasérfræðingar eru hvassyrtir í fordæmingum sínum á Bandaríkjamönnum, eftir að í ljós kom að breska ríkisstjórnin gerði allt sem hún gat til þess að fá þá ofan af því að leysa upp Íraska herinn, og reka nánast alla opinbera starfsmenn.

Erlent
Fréttamynd

Eru Ísraelar að senda frá sér aðvörun um árás?

Fréttaskýrendur velta því fyrir sé hvort Ísraelar hafi verið að senda frá sér aðvörun, þegar Ehud Olmert forsætisráðherra ýjaði að því að Ísrael væri kjarnorkuveldi. Þeir velta því einnig fyrir sér hvort það hafi verið gert í samráði við Bandaríkjamenn.

Erlent
Fréttamynd

Interpol kemur að rannsókn á morði KGB njósnarans

Alþjóðalögreglan Interpol hefur verið beðin um aðstoð við rannsókn á morðinu á KGB njósnaranum Alexander Litvinenko, sem lést úr geislaeitrun í Lundúnum í síðasta mánuði. Talsmaður skrifstofu Interpol í Rússlandi, segir að þeir hafi verið beðnir um að samræma upplýsingaflæði milli Bretlands, Rússlands og Þýskaland, en öll þessi lönd eru að rannsaka morðið.

Erlent
Fréttamynd

Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum

Vaxtaákvörðunarnefnd Seðlabanka Bandaríkjanna kemur saman í dag og tekur ákvörðun um hvort breytinga sé þörf á stýrivaxtastigi í landinu. Greiningardeild Glitnis segir flesta benda til að nefndin ákveði að halda vöxtum óbreyttum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mitt popp

Bandarísk móðir í Oregon fylki hefur verið handtekin fyrir að særa son sinn á andliti og höndum, með stórum búrhníf. Sonurinn er tuttugu og eins árs gamall, en móðirin fjörutíu og níu. Syninum tókst að hringja í neyðarlínuna, og hjálpin barst áður en móðirin gat alveg gengið frá honum.

Erlent
Fréttamynd

Viðskiptahallinn minnkar í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli minnkaði snarlega á milli mánaða í október, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Halllinn nam 64,3 milljörðum bandaríkjadala eða 4.470 milljörðum króna í september en var 58,9 milljarðar dala eða tæplega 4.100 milljarðar króna í október. Lækkunin er að mestu tilkomin vegna lægra olíuverðs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Palestinsk börn gera uppreisn gegn fullorðnum

Palestinsk börn á Gaza ströndinni gerðu uppreisn í dag. Þau kveiktu í dekkjum og hótuðu grjótkasti, ef fullorðna fólkið hætti ekki að skapa glundroða á svæðinu. Hinn tólf ára gamli Saeed Salem sagði að þeir væru reiðir yfir bræðrunum þremur sem voru myrtir í gær, og þreyttir á öryggisleysinu sem hefur eyðilagt líf þeirra.

Erlent