Erlent

Fréttamynd

Mús rændi úr búðarkassa

Verslunareigandi í Villach í Austurríki botnaði hvorki upp né niður í því þegar seðlar fóru að hverfa úr búðarkassanum hans. Hann brá því á það ráð að beina öryggismyndavél að búðarkassanum og komst þá að raun um hver þjófurinn var, nefnilega mús sem hafði komið sér fyrir í búðinni.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar kosningar eina leiðin

Leóníd Kútsma, forseti Úkraínu segir að nýjar forsetakosningar kunni að vera eina leiðin til að losa þjóðina úr þeirri spennutreyju sem hún sé í. Ólga fer hratt vaxandi með hótunum um aðskilnað og sjálfsstjórn í austurhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Ný byltingarkennd tækni

Nýr byltingarkenndur tölvukubbur og örgjörvi verður notaður í nýja heimilismiðlara fyrir breiðbandstengingar og hágæðasjónvarpssendingar sem Sony ætlar að bjóða til sölu árið 2006.

Erlent
Fréttamynd

140 námumenn taldir af

Líklegt er talið að 140 námamenn sem sitja fastir inni í kolanámu í Norður-Kína séu allir látnir. Gríðarleg gassprenging varð í námunni í gær þar sem 300 manns unnu. Eitrað gas og reykur hefur hamlað björgunarstörfum og hafa björgunarmenn lagt mesta áherslu á að koma loftræstingu í gang.

Erlent
Fréttamynd

Hætta árásum á Ísraela

Hamassamtökin hafa hætt árásum á Ísraela fram yfir forsetakosningar Palestínumanna 9. janúar. Þetta sagði Sheik Hassan Yousef, leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum. Hann sagði samtökin jafnframt reiðubúin að íhuga formlegt vopnahlé við Ísraela.

Erlent
Fréttamynd

Efnahagskerfi Úkraínu gæti hrunið

Leonid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, segir að efnahagskerfi landsins kunni að hrynja á næstu dögum vegna ástandsins í landinu. Kútsma segir að færi svo yrði hvorki hægt að kenna sér né ríkisstjórn sinni um það, enda sé starfsumhverfi ríkisstjórnarinnar óboðlegt þessa dagana.

Erlent
Fréttamynd

Rúandískir hermenn sagðir í Kongó

Nokkur þúsund rúandískra hermanna hafa farið yfir landamærin inn í Kongó undanfarið að sögn vestræns sendimanns í Kongó. Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum stjórnvalda í Rúanda og Kongó undanfarið, Rúanda sendi her til þátttöku í borgarastríðinu í Kongó fyrir nokkrum árum og óttast Kongóstjórn að Rúanda láti aftur til sín taka.

Erlent
Fréttamynd

Samþykkir nýjar kosningar

Viktor Janúkovítsj, forsætisráðherra Úkraínu, segist munu samþykkja nýjar forsetakosningar ef sýnt þyki að brögðum hafi verið beitt. Ástandið í Úkraínu er vægast sagt eldfimt þessa dagana og það var ekki á það bætandi þegar Leonid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, lýsti því yfir í dag að efnahagskerfi landsins kynni að hrynja á næstu dögum vegna ástandsins.

Erlent
Fréttamynd

Laug ekki að þjóðinni

Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, segist ekki hafa logið vísvitandi að spænsku þjóðinni eftir hryðjuverkin í Madrid í mars þegar hann lýsti því yfir að hryðjuverkasamtök ETA bæru ábyrgð á verknaðinum.

Erlent
Fréttamynd

12 látnir eftir sjálfsmorðsárás

Að minnsta kosti tólf létust og tíu eru særðir eftir sjálfsmorðsárás fyrir utan írakska lögreglustöð í útjaðri Ramadí-borgar í Írak í morgun. Að sögn talsmanns sjúkahússins þangað sem hinir særðu voru fluttir eru um 90% fórnarlambanna lögreglumenn.

Erlent
Fréttamynd

Julia Roberts eignast tvíbura

Óskarsverðlaunaleikkonan Julia Roberts hefur eignast tvíbura með eiginmanni sínum, kvikmyndatökumanninum Danny Moder. Julia hefur legið á sjúkrahúsi undanfarinn mánuð vegna erfiðleika á meðgöngu. Nú hefur hún fætt dreng og stúlku sem nefnd hafa verið Phinnaeus og Hazel og heilsast öllum vel.

Lífið
Fréttamynd

Kosningarnar fyrir Hæstarétti

Hæstiréttur Úkraínu hóf í morgun að fjalla um forsetakosningarnar umdeildu sem fram fóru í landinu fyrir rúmri viku en hann á að úrskurða hvort þær skuli ógildar. Þúsundir stuðningsmanna beggja fylkinga standa með hrópum og köllum við réttinn. Ólga vex enn í landinu með hótunum um aðskilnað og sjálfsstjórn í austurhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Gasleki á norskum olíuborpalli

Hátt í tvöhundruð starfsmenn á norska olíuborpallinum Snorra-A í Norðursjó voru fluttir í land í gærkvöldi og í nótt vegna gasleka undir pallinum. Olíuframleiðslu hefur verið hætt tímabundið á pallinum en þrjátíu og sex menn eru enn um borð og vinna hörðum höndum við að ná tökum á gaslekanum.

Erlent
Fréttamynd

Hafa samráð við Palestínumenn

Ísraelsmenn munu rýma landnemabyggðir á Gaza-ströndinni í samráði við palestínsk stjórnvöld að sögn Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri taka þátt í heilögu stríði

Myndband hryðjuverkasamtakanna al-Qaeida fær fleiri og fleiri danska múslima til að taka þátt í svokölluðu heilögu stríði. Múslimum í Danmörku finnst umræðan í sinn garð óvæginn en forsætisráðherra landsins segir heilaga ritningu múslima ekki hafna yfir gagnrýni.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð manna fastir inni í námu

Hátt í tvö hundruð námamenn eru fastir inni í kolanámu, langt niðrí iðrum jarðar, eftir gríðarlega gassprengingu í námu í norðurhluta Kína í nótt. Óttast er að ekki takist að bjarga mönnunum. Slys eru tíð í kolanámum í Kína og hafa kínversk yfirvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir að tryggja ekki öryggi starfsmanna.

Erlent
Fréttamynd

Janukovitsj verði rekinn úr starfi

Stjórnarandstaðan í Úkraínu krefst þess að Viktor Janukovitsj, forsætisráðherra landsins, verði rekinn úr starfi. Mótmælendur hrópuðu "niður með Kútsjma". Hæstiréttur fjallar í dag um áfrýjun Viktors Júsjenko vegna kosningaúrslitanna.

Erlent
Fréttamynd

Reynt að ráða Bush af dögum

Stærsti skæruliðahópur í Kólumbíu áformaði að ráða George Bush af dögum þegar hann var þar í heimsókn á mánudaginn var. Ströng öryggisgæsla er talin hafa komið í veg fyrir tilræðið.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæli hjá starfsmönnum Jaguar

Hundruð starfsmanna sportbílaframleiðandans Jagúar mótmæltu því um helgina að framleiðslu bílanna yrði hætt í stærstu verksmiðju fyrirtækisins í Englandi.

Erlent
Fréttamynd

Átu ljón

Íbúar í þorpi nokkru í Zimbababve lögðu sér ljón til munns í vikunni sem leið. Ljónið hafði ráðist á skepnur í þorpinu og étið og þótti íbúum þá rétt að launa ljóninu greiðann með því að skella því á grillið. Að sögn vonuðust margir þorpsbúanna til þess að fá hugrekki og styrk ljónsins í kjölfar átunnar.

Erlent
Fréttamynd

Borgarastyrjöld vofir yfir

Borgarastyrjöld er yfirvofandi í Úkraínu eftir að héraðsstjórnir í austurhluta landsins hótuðu að skilja sig frá vesturhlutanum og krefjast sjálfsstjórnar, vegna deilunnar um forsetakosningarnar.  

Erlent
Fréttamynd

Óttast um tvöhundruð námumenn

Óttast er um afdrif hátt í tvö hundruð námumanna, sem sitja fastir inni í kolanámu eftir gríðarlega gassprengingu í norðurhluta Kína í gærkvöldi. Um þrjú hundruð kolanámumenn voru við störf þegar sprengingin varð, en rúmlega hundrað tókst að forða sér. Mikill reykur á slysstaðnum hefur hamlað björgunarstarfi.

Erlent
Fréttamynd

Kosið í Rúmeníu

Rúmenar ganga í dag að kjörborðum, þar sem kosið verður til forseta í landinu. Þeir sem til þekkja segja kosningarnar þær mikilvægustu og umtöluðustu í landinu síðan árið 1989 eftir fall kommúnismans. Á næstu tveim árum munu Rúmenar klára aðildarviðræður við Evrópusambandið og stefna að inngöngu árið 2007 ásamt nágrönnum sínum Búlgaríu.

Erlent
Fréttamynd

7 slökkviliðsmenn létust

Sjö slökkviliðsmenn létu lífið í Sviss í gær, þegar þak á bílastæðahúsi féll ofan á þá, þar sem þeir voru við slökkvistörf. Þá er tveggja slökkviliðsmanna saknað og að sögn lögreglu er lítil von til þess að þeir finnist á lífi. Fjórir slökkviliðsmenn komust þó lífs af og eru við ágæta heilsu.

Erlent
Fréttamynd

Ferðamenn á ný til Afganistan

Ferðaþjónusta er aftur að lifna við í Afganistan eftir áratugalöng átök í landinu. Afganistan var vinsæll áfangastaður ferðamanna á áttunda áratug síðustu aldar, en síðastliðin ár og áratugi hefur lítið farið fyrir ferðamönnum á svæðinu vegna áratugalangra átaka.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi manns lokast inni

Um 166 manns lokuðust neðanjarðar inn í námu eftir gríðarlega öfluga gas sprengingu í Kína í gær án nokkura leiða til að ná sambandi við umheiminn. Um 300 námuverkamenn voru í námunni sem er í Shaanxi héraði þegar sprengingin átti sér stað en um 127 námumenn sluppu.

Erlent
Fréttamynd

ESB vill að kosið verði á ný

Evrópusambandið segir að eina leiðin fyrir Úkraínu út úr því ófremdarástandi sem geysað hefur í landinu eftir forsetakosningarnar, sé að boða til nýrra kosninga. Þjóðþing landsins ógilti í gær úrslit kosninganna, en samkvæmt þeim sigraði Janúkóvits, forsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Sharon reiðubúinn til viðræðna

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segist reiðubúinn til viðræðna við Mahmoud Abbas, einn af leiðtogum Palestínumanna, til að reyna að ná samkomulagi um framtíð Gasa svæðisins.

Erlent
Fréttamynd

Boðað verði til nýrra kosninga

Evrópusambandið segir að boða verði til nýrra forsetakosningu í Úkraínu til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld. Hæstiréttur landsins úrskurðar um lögmæti kosninganna á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Dó brennivínsdauða á flóttanum

Liðlega þrítugur finnskur karlmaður rændi í gær hótel í bænum Turku í vesturhluta landsins, drakk sig öfurölvi og dó síðan brennivínsdauða í leigubíl þar sem lögreglan handtók hann. Ræninginn hafði hótað starfsmanni í afgreiðslu hótelsins með vopni og heimtað fé og áfengi.

Erlent