Innlent

Fréttamynd

Krónan óbreytt í dagslok

Gengi krónunnar breyttist ekkert eftir sveiflur innan dags og endaði í 178,4 stigum. Það styrktist um tæp tvö prósent í gær. Í gær endaði krónan í 178,30 stigum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan rýfur 4.300 stiga múrinn

Gengi hlutabréfa í hinum færeyska Eik banka hækkaði um 9,38 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Spron fylgdi á eftir með hækkun upp á 6,06 prósent. Þá hækkaði gengi Existu um 4,98 prósent og Atorku um 3,27 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþingsbréfin hækka í Svíþjóð

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í Nasdaq OMX-kauphallarsamstæðunni í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 1,48 prósent í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum sem hafa staðið á grænu eftir þann rauða lit sem einkenndi lækkun víða um heim í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um fjögur prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í Teymi, sem féll um 17,65 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

DeCode yfir hálfum dal á hlut

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hækkað um 14,8 prósent frá því viðskipti hófust á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og er það nú komið í 55 sent á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan féll um þrjú prósent - aldrei veikari

Gengi krónunnar féll um þrjú prósent í dag og fór gengisvísitalan í hæstu hæðir. Gjalddagar krónubréfa á næstu tveimur mánuðum kunna að skýra fallið, sem hleypur á sex prósentum síðastliðna tvo viðskiptadaga, segir Þorbjörn Atli Sveinsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Kaupþings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyjabanki hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 0,59 prósent í dag en í Straumi um 0,35 prósent. Þetta er eina hækkun dagsins í Kauphöllinni í dag sem var að mestu í rauðum lit lækkunar líkt og á erlendum hlutabréfamörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hávaxtamyntir fengu skell

Fátt liggur fyrir um skell krónunnar í dag annað en hugsanlegt fall hávaxtamynta. Seðlabankinn segir fáar skýringar á fallinu en Glitnir segir hávaxtamyntir hafa fengið skell.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan tók sveig niður

Krónan veiktist um 2,7 prósent á síðustu tveimur klukkustundum viðskiptadagsins í dag eftir styrkingu framanaf. Gengisvísitalan, sem hafði legið framanaf undir 169 stigum fór í 176,6 stig síðla dags.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum leiddi hækkanahrinu dagsins

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum rauk upp um 11,26 prósent í Kauphöllinni í dag. Exista hækkaði um 7,6 prósent og gengi viðskiptabankanna um 4,6 til 3,22 prósent. Mest hækkaði gengi bréfa í Glitni en minnst í Kaupþingi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn hækkar DeCode

Gengi hlutabréfa í DeCode hækkaði um tæp 25 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag. Það þarf að hækka um 89 prósent til að komast í einn dal á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista rýkur upp annan daginn í röð

Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um 9,42 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í morgun. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem hefur hækkað um 8,28 prósent og Kaupþingi, sem hefur hækkað um 3,64 prósent. Þá hefur gengi Glitnis hækkað um 3,35 prósent og Spron um 3,3 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist hratt

Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,1 prósent og liggur gengisvísitalan við 170 stigin. Bandaríkjadalur kostar nú 89,3 krónur en hann hefur staðið í rúmum 90 krónum í tæpan hálfan mánuð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista hækkaði um 17,3%

Exista toppaði mikla hækkanahrinu í Kauphöllinni í dag með hækkun upp á 17,3 prósent. Gengi bréfa í Spron hækkaði um 10 prósent, Færeyjabanka um 8,8 prósent en í Atlantic Petroleum og Atorku um sex prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Glitni um 5,44 prósent og í Bakkavör um 5,33 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

DeCode stígur upp af botninum

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 17,5 prósent í upphafi viðskiptadagsins á Nasdaq-markaðnum í dag og er það komið úr lægsta gengi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista rauk upp um 14,4 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um rúm 14,4 prósent í mikilli uppsveiflu í Kauphöllinni í byrjun dags. Gengi flestra annarra fjármálafyrirtækja hefur rokið upp um allt að 6,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn falla bréfin í DeCode

Gengi hlutabréfa í líftæknifyrirtækinu DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 4,76 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði í 40 sentum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip komið undir fimm kallinn

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 8,6 prósent í dag og endaði í 4,35 krónum á hlut. Það hefur fallið um fimmtíu prósent á einni viku. Þetta er langmesta fall dagsins. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, um 8,18 prósent en það er mesta hækkun dagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

DeCode-bréfin skjótast upp

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, stökk upp um 16,7 prósent við upphaf viðskiptadagsins á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í félaginu féll um sextán prósent í gær og endaði í 42 sentum á hlut.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Færeyingar efstir og neðstir

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,85 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma féll gengi bréfa í Færeyjabanka um 2,28 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erfiðleikar ræddir í fjölmiðlum

„Umræðan um þetta mál hófst í fjölmiðlum, en samkvæmt okkar reglum á að tilkynna þetta hjá okkur," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Ákveðið hefur verið að sekta Nýsi um eina og hálfa milljón króna. Málið tengist upplýsingum um að Nýsir hefði ekki greitt af bréfum sem skráð eru í Kauphöllina. Þær komu fram í fréttum um miðjan júní, en tilkynning barst Kauphöll 18. sama mánaðar.

Viðskipti innlent