Spænski boltinn

Fréttamynd

Real Betis bikarmeistari á Spáni

Real Betis tryggði sér í gærkvöld spænska konungsbikarinn í knattspyrnu þegar liðið sigraði Osasuna 2-1 í framlengdum úrslitaleik í Madríd.

Sport
Fréttamynd

Barcelona ekki á eftir Henry

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur tekið af allan vafa og segir félagið ekki vera á höttunum eftir franska framherjanum Thierry Henry hjá Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Owen fer ekki frá Madrid

David Beckham heldur því fram að félagi sinn í enska landsliðinu og Real Madrid, sé ekki á förum frá félaginu, þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis á síðustu vikum.

Sport
Fréttamynd

Ofurkæti Börsunga brýst út

Einar Logi Vignisson hefur skrifað um boltann í Suður-Evrópu í Fréttablaðinu á sunnudögum í vetur og þessi sinni rennir hann yfir spænsku deildina og gerir upp tímabilið.

Sport
Fréttamynd

Kluivert til Valencia

Hollenski landsliðsframherjinn Patrick Kluivert, sem leikið hefur með Newcastle undanfarin misseri, hefur samþykkt að skrifa undir þriggja ára samning við spænska liðið Valencia. Samningur Kluiverts við Newcastle rennur út í sumar.

Sport
Fréttamynd

Nistelrooy í skiptum fyrir Eto´o?

Götublaðið <em>The Sun</em> greinir frá því að Manchester United hafi boðið Barcelona Ruud Van Nistelrooy í skiptum fyrir Samuel Eto´o. Ólíklegt er talið að Barcelona þekkist boðið en Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Eto´o verði aldrei seldur.

Sport
Fréttamynd

Edu til Valencia

Fyrrum miðvallarleikmaður Arsenal, Brasilíumaðurinn Edu, mun skrifa undir fimm ára samning við spænska stórliðið Valencia, en félagið greindi frá þessu í dag.

Sport
Fréttamynd

Villareal og Betis í forkeppnina

Síðasta umferðin í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fór fram um helgina. Villareal og Real Betis tryggðu sér 3. og 4. sætið í deildinni og taka því þátt í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli í lokaleik Barcelona

Real Sociedad og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í lokaumferðinni spænsku úrvalsdeildimnni í knattspyrnu og Real Madrid vann Real Zaragossa á útivelli með þremur mörkum gegn einu. Michel Owen, Roberto Carlos og Ronaldo skoruðu mörk Real Madrid. Barcelona, sem þegar hafði tryggt sér spænska meistaratitilinn, lauk keppni með 84 stig en Real Madrid varð fjórum stigum á eftir í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Figo heilsar mér ekki lengur!

Þjálfari Real Madrid, Vanderlei Luxemburgo upplýsti á blaðamannafundi í dag að samband hans við portúgalska landsliðsmanninn Luis Figo sé við frostmark. Figo hefur ekki heilsað þjálfaranum frá því hann missti byrjunarliðssæti sitt í liðinu snemma í apríl sl.

Sport
Fréttamynd

Segist ekki hafa boðið í Zlatan

Real Madrid neitar að hafa boðið 30 milljónir punda í Svíann Zlatan Ibrahimovich hjá Juventus. Real hefur ekki unnið titil í tvö ár sem er talið óviðunandi á þeim bænum. Liðið eru orðað við fleiri stjörnur, þar á meðal Rio Ferdinand og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Barcelona ekki á eftir Ferdinand

Barcelona neitaði í dag þeim orðrómi að varnarmaðurinn sterki, Rio Ferdinand, væri á leið til félagsins og sögðu sögusagnirnar vera úr lausu lofti gripnar.

Sport
Fréttamynd

Viljandi gult hjá Beckham?

Real Madrid og Atletico Madrid gerðu markalaust jafntefli í fremur bragðdaufum nágrannaslag í spænsku úrvalsdeildinni. David Beckham krækti sér í gult spjald í leiknum og það viljandi að talið er því hann verður í leikbanni í lokaumferðinni og getur því farið með enska landsliðinu til Bandaríkjanna um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Jose Mari vill fá Abbiati

Spænski framherjinn hjá Villarreal, Jose Mari, hefur skorað á félagið að fá varamarkvörð AC Milan, Cristiano Abbiati, til liðs við félagið. Villarreal er á höttunum eftir nýjum markverði þar sem Jose Reina, núverandi markvörður þeirra, mun að öllum líkindum skrifa undir hjá Liverpool í sumar.

Sport
Fréttamynd

Beckham viðrar óánægju sína

Enski landsliðsfyrirliðinn hefur viðrað óánægju sína með að fara í gegnum annað tímabilið án bikars hjá Real Madrid. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur ekki unnið til verðlauna síðan hann flutti sig til Spánar fyrir tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Etoo ekki til sölu

Forseti Barcelona, Joan Laporta, sagði í dag að hann myndi aldrei selja Samuel Etoo þrátt fyrir orðróm um áhuga Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Van Bommel semur við Barcelona

Hollendingurinn Mark van Bommel skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við spænsku meistarana Barcelona. Bommel er 28 ára og var fyrirliði PSV Eindhoven og varð fjórum sinnum hollenskur meistari með liðinu. Hann verður 17. Hollendingurinn sem spilar með Barcelona en sá fyrsti var Johan Cruyff árið 1973.

Sport
Fréttamynd

"Zidane sá besti" segir Pele

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane sé besti knattspyrnumaður síðasta áratugar. Pele sem nú er 64 ára er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þar sem hann er að kynna nýja heimildarmynd um feril sinn sem besti knattspyrnumaður sögunnar.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti titlinn Barcelona í sex ár

Barcelona varð í gærkvöldi spæsnkur meiststari í knattspyrnu í 17. sinn og í fyrsta sinn í sex ár þegar liðið gerði jafntefli við Levante, 1-1. Alberto Rivera náði forystunni fyrir Levante í fyrri hálfleik en Samuel Eto'o jafnaði fyrir Barcelona í síðari hálfleik. Eitt stig dugði Börsungum til að landa fyrsta meistaratitlinum frá árinu 1999.

Sport
Fréttamynd

Osasuna í úrslit bikarkeppninnar

Osasuna komst í gærkvöld í úrslit í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Atletico Madrid í síðari leik liðanna, en Osasuna vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu og mætir Real Betis í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Beckham meiddur

David Beckham meiddist á æfingu og gæti misst af leik Real Madrid gegn Sevilla á laugardaginn. Hinn þrítugi enski landsliðsfyrirliði, sem hefur verið í fínu formi að undanförnu, gat ekki æft í dag né í gær.

Sport
Fréttamynd

Stutt í endalok ferils Zidanes

Knattspyrnusnillingurinn Zinedine Zidane segir að svo geti farið að hann leggi skóna á hilluna áður en samningur hans við Real Madríd rennur út árið 2007. Hann segir alveg ljóst að hann hætti knattspyrnuiðkun þegar samningurinn rennur út en svo geti farið að styttra væri í það.

Sport
Fréttamynd

Sevilla á eftir Luis Fabiano

Spænska liðið Sevilla eru komnir í kapphlaupið um brasilíska framherjann Luis Fabiano hjá Porto ef marka má fréttir frá Portúgal.

Sport
Fréttamynd

Kvikmynd væntanleg um Real Madrid

Spænska knattspyrnustórveldið Real Madrid gefur á næstu dögum út fyrstu kvikmyndina í fullri lengd um félagið. Myndin sem ber titilinn "Real, The Movie" verður kynnt í nokkrum löndum í sumar á ferðalagi liðsins um heiminn. Myndin skiptist bæði í leikna og raunverulega kafla úr herbúðum liðsins.

Sport
Fréttamynd

Hierro hættur

Fyrrum leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins, Fernando Hierro, hefur tilkynnt að hann muni leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil.

Sport
Fréttamynd

Real burstaði Santander

Real Madríd burstaði Racing Santander, 5-0, í spænska fótboltanum í gærkvöldi og minnkaði forystu Barcelona í þrjú stig. Michael Owen skoraði fyrsta markið en Ronaldo og Raul skoruðu síðan tvö mörk hvor.

Sport
Fréttamynd

Barca vill ekki tjá sig um Pires

Barcelona hefur neitað að tjá sig um Robert Pires og þær sögusagnir að Frakkinn sé á leiðinni til félagsins. Pires á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og hefur verið tjáð að hann muni aðeins fá árs framlengingu þegar sá samningur rennur út.

Sport
Fréttamynd

Betis - Sevilla á Sýn í kvöld

Klukkan 20 í kvöld verður leikur Betis og Sevilla í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu sýndur beint á Sýn. Liðin koma bæði frá Sevilla og berjast hart um að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Betis er í 7. sæti en Sevilla í 3. sæti.

Sport
Fréttamynd

Auglýsing á búning Barcelona

Barcelona mun, í fyrsta skiptið í sögu félagsins, bera auglýsingu framan á búning sínum á næsta tímabili en félagið skrifaði í dag undir fimm ára samning við kínversku ríkisstjórnina.

Sport