Handbolti

Fréttamynd

Arnór skoraði sex mörk fyrir FCK

Arnór Atlason skoraði sex mörk fyrir FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, er liðið vann góðan sjö marka sigur á Viborg á heimavelli, 33-26.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsta stigið hjá Kragerö

Magnús Ísak Ásbergsson og félagar í norska úrvalsdeildarliðinu Kragerö unnu sitt fyrsta stig í deildinni í kvöld með því að ná jafntefli gegn Haugaland.

Handbolti
Fréttamynd

Loksins sigur hjá HK Malmö

Sænska úrvalsdeildarliðið HK Malmö vann í kvöld sinn fyrsta sigur í síðustu ellefu deildarleikjum í Svíþjóð er liðið vann mikilvægan sigur á Trelleborg, 36-28.

Handbolti
Fréttamynd

Undankeppnin í Asíu endurtekin

Alþjóðahandboltasambandið, IHF, hefur ákveðið að endurtaka skuli undankeppni Asíu fyrir Ólympíuleikanna í handbolta vegna ásakana um spillingu.

Handbolti
Fréttamynd

Staffan undir hnífinn

Fyrrum stórskyttan Staffan Olsson hjá sænska landsliðinu í handbolta þarf að taka sér frí frá þjálfun Hammarby á næstu vikunum. Kappinn þarf að fara í aðgerð þar sem skipta þarf um hjartaloku, en það er galli sem fannst þegar hann var á unglingsaldri. Hann fer í aðgerðina í næsta mánuði en ætlar svo að snúa aftur á hliðarlínuna eftir um 6-8 vikur.

Handbolti
Fréttamynd

FCK heldur sínu striki

FCK vann í dag öruggan sigur á AaB í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og styrkti þar með stöðu sína á toppnum.

Handbolti
Fréttamynd

Ciudad tapaði fyrir Barcelona

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real í spænsku úrvalsdeildinni máttu í kvöld sætta sig við tap gegn Barcelona 26-24 í hörkuleik í toppslagnum. Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Cidad sem er þó enn efst í deildinni og hefur tveggja stiga forystu á Börsunga sem eru í öðru sæti.

Handbolti
Fréttamynd

Jafnt hjá Kolding og Skjern

Sex leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kolding og Skern skildu jöfn 30-30 þar sem Vignir Svavarsson skoraði 6 mörk fyrir gestina í jöfnum og æsispennandi leik.

Handbolti
Fréttamynd

Tíu íslensk mörk er GOG tapaði

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk og Snorri Steinn Guðjónsson fjögur er GOG tapaði fyrir AaB á útivelli, 32-29, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri skoraði tvö fyrir heimsliðið

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk í gær þegar heimsúrval handboltamanna lagði landslið Egypta með 40 mörkum gegn 39 í leik sem spilaður var í tilefni af 50 ára afmæli egypska handknattleikssambandsins.

Handbolti
Fréttamynd

GOG í bikarúrslit í 12. sinn

Íslendingalið GOG Svendborg tryggði sér um helgina sæti í bikarúrslitaleiknum í danska handboltanum með því að leggja Silkeborg 31-27 í undanúrslitum. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 7 mörk fyrir GOG og Snorri Steinn Guðjónsson 3.

Handbolti
Fréttamynd

Glæsilegur sigur hjá Íslandi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er svo gott sem komið í umspil um sæti í úrslitakeppni EM í handbolta eftir sigur á Bosníu í dag, 27-22.

Handbolti