
Hótel á Íslandi

Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða
Reitir fasteignafélag hefur fest kaup á félaginu L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fermetra hótel við Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi. Heildarvirði eru 1.990 milljónir króna, og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handfæru fé og lánsfé.

Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst
Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að ganga berserksgang á hótelherbergi á Hótel Stracta á Hellu í janúar 2023.

„Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“
Ferskur alvöru snjór sem kemur úr loftinu og snjór á veggjum í einu spaherbergi Hótel Keflavíkur svokölluðu snjóherbergi er eitt af því sem nú er hægt að upplifa í glænýrri heilsulind hótelsins.

Sigurlaug selur alla hluti sína í ION Hotels og fasteignafélaginu Hengli
Sigurlaug Sverrisdóttir, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ION Hotels undanfarin tólf ár, hefur selt alla hluti sína í félögunum Hengill Fasteignir og ION Hotels. Fyrir söluna átti Sigurlaug um 23 prósenta óbeinan hlut í fasteignafélaginu á meðan hún fór með fjórðungshlut i félaginu sem heldur utan um hótelreksturinn.

Ísland þarf ekki að gefa afslátt
Álagsstýring er mikilvægt stjórntæki sem stuðlað getur að sjálfbærni í ferðaþjónustu og um leið aukið á þau verðmæti sem greinin getur skapað. Náttúra Íslands er aðdráttaraflið og því skiptir miklu máli að upplifunin af henni verði eftirminnileg og einstök. Til að íslensk ferðaþjónusta geti verið sú hágæðavara sem allir í orði kveðnu telja eftirsóknarvert þarf stýringu sem felur í sér sanngjarna og hóflega gjaldtöku og setningu þolmarka.

Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli
Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli hefur verið tekin á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun kostar um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars.

Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi
Arkitekt sem teiknaði nýbyggingar á Vatnsstíg segir grundvallarmisskilnings gæta um þaksvalir á Íslandi. Þar sé oftast besta skjólið, þvert á það sem margir halda. Sjálfur leggur hann alltaf upp með að teikna þaksvalir á sínar byggingar.

Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum
Arkitekt og verkstjóri á Vatnsstíg, þar sem nýtt hótel og íbúðarhús hafa gjörbreytt ásýnd götunnar, segja verkið eitt það allra erfiðasta sem þeir hafa ráðist í á ferlinum. Skipulag á reitnum hafi reynst afar flókið - og ekki má heldur gleyma mannlega þættinum.

„Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“
Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic
Eigendur sveitahótelsins á Hestheimum í Ásahreppi á Suðurlandi vita varla í hvorn fótinn þau eiga að stíga þessa dagana vegna gleði. Ástæðan er sú að hótelið þeirra var valið eitt af hundrað sérstökustu hótelum í heimi í fjögur hundruð síðna bók, sem National Georgraphic var að gefa út.

Hótel Selfoss verður Marriott hótel
Hótel Selfoss hefur skrifað undir samning við Marriott International um að hótelið verði Four Points by Sheraton hótel, eitt af yfir 30 framúrskarandi vörumerkjum Marriott Bonvoy.

Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“
Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur.

Skógaskóli verður hótel
Fyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hefur keypt hús Héraðsskólans á Skógum af íslenska ríkinu. Til stendur að reka þar gistingu með morgunmat.

Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“
„Það gerast alls konar hlutir sem eru mannlegir og sjálfvirknivæðingin ræður ekkert við,“ segir Þórhildur Edda Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply.

Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í síðustu viku að vísa til bæjarstjórnar tillögu um byggingu nýs baðlóns á Skanshöfða í Vestmannaeyjum. Byggja á lónið og hótelið ofan á hrauni sem rann úr eldgosinu í Heimaey árið 1973.

Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu?
Í Morgunblaðinu í síðustu viku birti Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), svargrein við annarri grein undirritaðs sem Kristófer taldi ómálefnalega vegna aðdróttana um atvinnuróg annars vegar og hins vegar vegna staðhæfingar um að Kristófer ynni gegn hagsmunum ferðaþjónustunnar. Best er að hver dæmi fyrir sig hvað er málefnalegt og hvað ekki.

Myndaveisla: Skvísur landsins létu stressið líða úr sér
Lana Björk Kristinsdóttir, eigandi lífsstíls- og íþróttamerkisins Kenzen, bauð sannkölluðum ofurskvísum í notalega samverustund á spa-svæði The Reykjavik Edition, á dögunum í tilefni opnunar pop-up verslunar merkisins á hótelinu.

Ráðist á starfsfólk hótels
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður hafa ráðist á starfsfólk hótels í póstnúmerinu 105.

Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi
Hótelgestur sem kom hingað til lands og var ósáttur með hótelherbergið sitt, og endaði á að fara úr landi talsvert fyrr en fyrirhugað var, fær ekki endurgreitt. Það er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem vísaði kröfu gestsins frá.

Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar
Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri.

Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka
Kærunefnd jafnréttismála féllst ekki á að Hótel Grímsborgir hafi brotið gegn lögum með uppsögn kokks en hann sakaði hótelið um að hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka hans og vegna þjóðernisuppruna hans.

Snúum leiknum í ávinning fyrir alla
Ein af aðalforsendum að geta opnað Grindavík á nýjan leik er að til staðar sé öflugt atvinnulíf. Án fyrirtækja er lítill grundvöllur fyrir opnun bæjarins. Stjórnvöld lögðu á það áherslu strax í upphafi náttúruhamfaranna í Grindavík að leita leiða til að styðja við atvinnulíf bæjarins. Hvernig hefur það gengið og hvar stöndum við í dag?

Hótel Geysir hagnaðist um meira en hálfan milljarð í fyrra
Rekstur Hótel Geysis gekk afar vel á árinu 2023, segir stjórn félagsins, og horfur góðar fyrir árið í ár. Hótelið keypti jörðina Neðri-Dal í Bláskógabyggð í fyrra sem skapar tækifæri á frekari þróun á ferðatengdri þjónustu á svæðinu.

Tapaði 1,2 milljörðum á fyrri hluta ársins
Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir (EBITDA) var 735 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt samstæðuárshlutareikningi félagsins en var 1.290 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Tap varð af rekstrinum sem nam 1.201 milljónum króna.

Samstarfi um milljarðauppbyggingu slitið
Íslandshótel og Skógarböðin hafa slitið samstarfi um uppbyggingu og rekstur hótels við Skógarböðin í Eyjafirði sem áætlað var að opna á vormánuðum 2026. Viljayfirlýsing um samstarf var undirrituð í ársbyrjun en reiknað var með fjárfestingu upp á um fimm milljarða króna.

Þrettán þúsund krónur fyrir nótt í tjaldi
Á vefsíðunni Booking.com má finna auglýsingu þar sem boðið er upp á gistingu í Hornafirði í fullútbúnu tjaldi, og er verðið í kringum þrettán þúsund krónur. Gistingin virðist almennt falla vel í kramið á gestum, en umsagnir eru flestar jákvæðar.

Bókanir undir væntingum en ekki hægt að tala um hrun
Gistinætur á Íslandi í maí voru um fimmtán prósent færri en á sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn í hótelgistingu var 7,1 prósent og var mestur á Austurlandi, eða um 24 prósent. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að bókunarstaðan sé undir væntingum, en ekki sé hægt að tala um hrun.

Skúli í Subway reisir glæsihótel við Jökulsárlón
Nýtt hótel sem nefnist Hótel Jökulsárlón, eða Glacier Lagoon Hotel á ensku, er risið á Reynivöllum við Jökulsárlón í Suðursveit í Hornafirði. Skúli Gunnar Sigfússon, sem oft er kenndur við Subway, er eigandi.

Einstök upplifun í sveitasælu
Hótel Grímsborgir er sannkölluð perla við Gullna Hringinn, staðsett á bökkum Sogsins með mikla náttúrusýn í allar áttir. Í ár voru opnuð ný og glæsileg fimm herbergja Deluxe hús sem hægt er að leigja fyrir hópa sem og einstaklinga.

Tónleikahald á Kex hostel heyrir brátt sögunni til
Gistiheimilið og veitingastaðurinn Kex hostel hefur frá opnun staðarins árið 2011 verið einn vinsælasti tónleikastaður Reykjavíkur. Miklar breytingar eru í farvatninu hjá hostelinu, en til stendur að færa veitingastaðinn niður á neðri hæðina, og breyta efri hæðinni allri þannig að þar verði svefnpláss. Tónleikahald á efri hæðinni mun því leggjast af.