Stj.mál

Fréttamynd

Sátt um frumvarpið

Ríkisstjórnarfundi lauk nú rétt fyrir klukkan 19. Að sögn formanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, er sátt um frumvarpið í ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn ætlar ekki að gefa eftir

Það skýrist í kvöld hvort stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Svo virðist sem mikið beri í milli. Framsóknarmenn vilja alls ekki fara yfir 30 prósenta mörkin.

Innlent
Fréttamynd

Enn ríkir óvissa

Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks reyna að ná samkomulagi um þátttökuskilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnarfundur í dag. Þingmenn Framsóknar harðir á sínu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnarfundur á morgun

Ríkisstjórnarfundur verður haldinn á morgun, sunnudag, klukkan 18 þar sem stefnt er að því að afgreiða lagafrumvarp um þjóðaratkvæðgreiðslur. Á vef Morgunblaðsins segir að Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafi hist í dag til að ljúka gerð frumvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Enginn fundur enn

Ríkisstjórnin hefur enn ekki verið kölluð saman til aukafundar til að útkljá deilu ríkisstjórnarflokkanna um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í gær að fundur yrði líklega boðaður aftur í dag, frekar en á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarfundur væntanlega í dag

Ríkisstjórnin stefnir að því að halda aukafund í dag til að útkljá deilu ríkisstjórnarflokkanna um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ekki hefur þó verið boðað til fundarins en margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru fjarverandi.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn gekk af fundi

Ráðherrar Framsóknarflokksins gengu af ríkisstjórnarfundi eftir aðeins fimmtán mínútur. Rætt var um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlamálið og drög að frumvarpi þar um. Engin sátt er í málinu. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu enn á fundi í Stjórnarráðinu fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarflokkurinn upp við vegg

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja átökin í dag snúast um hversu mikið sé hægt að beygja Framsóknarflokkinn. Formaður Vinstri grænna segir að Framsókn sé búin að kaupa forsætisráðherrastólinn svo dýru verði að hana muni ekkert um smávegis í viðbót.

Innlent
Fréttamynd

Kerry heimsækir landsbyggðina

Atkvæði í sveitum og minni bæjum kunna að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Þar vann George Bush stórsigur fyrir fjórum árum og John Kerry mun leggja höfuðáherslu á að ná til landsbyggðarfólks í kosningabaráttu sinni nú.

Erlent
Fréttamynd

Niðurstaða frumvarpsins að fæðast

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir niðurstöðu um frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vera að fæðast á ríkisstjórnarfundi sem hófst klukkan 14. Hægt er að hlusta á stutt viðtal, sem fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar átti við ráðherrann þegar hann var að ganga inn fundinn, með því að smella á hlekkinn hér til hliðar.

Innlent
Fréttamynd

Bullandi ágreiningur segir Össur

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir bullandi ágreining vera á milli stjórnarflokkanna um frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna eftir að ráðherrar Framsóknarflokksins yfirgáfu skyndilega ríkisstjórnarfund, aðeins fimmtán mínútum eftir að hann hófst í Stjórnarráðinu, klukkan rúmlega tvö í dag.  

Innlent
Fréttamynd

Til marks um vantraustið

"Þessi vandræðalega uppákoma þar sem ráðherrar annars stjórnarflokksins storma út af fundi er til marks um það innbyrðis vantraust sem er farið að einkenna ríkisstjórnina," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. Það segir hann sjást af því að tveimur sólarhringum fyrir sumarþing sé aðalmálið enn ekki tilbúið.

Innlent
Fréttamynd

Algjör falleinkunn

"Það er ekki hægt að gefa þessu nema algjöra falleinkunn," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um að ríkisstjórnin hafi enn ekki komið sér saman um frumvarp til að leggja fyrir þingið um hvernig staðið skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarflokkarnir funda stíft

Ríkisstjórnarfundi, þar sem leggja átti fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu, var óvænt frestað í morgun vegna þess að frumvarpið var ekki tilbúið. Stjórnarflokkarnir hafa enn ekki náð saman í málinu en ríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður að nýju klukkan 14 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Enginn árangur af stjórnarfundi

Ríkisstjórnarflokkunum tókst ekki að koma sér saman um hvernig standa eigi að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin í dag. Fundur ríkisstjórnarinnar skilaði engum árangri og er stefnt að því að ljúka gerð frumvarps um þjóðaratkvæðagreiðslur um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Unnið áfram í frumvarpinu í dag

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ekki sé búið að ná samkomulagi um frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu og þess vegna hafi ríkisstjórnarfundinum, sem hófst klukkan 14 í dag í Stjórnarráðinu, verið slitið skyndilega.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnarfundur í fyrramálið

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að ágreiningur stjórnarflokkanna um frumvarpið sé ekki verulegur og ekki beri mikið í milli um efnisatriði þess, þ. á m. um þátttökulágmark í atkvæðagreiðslunni. Davíð segist ennfremur ekki búast við nýjum ríkisstjórnarfundi fyrr en í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnarfundi frestað

Ríkisstjórnarfundi, sem átti að hefjast klukkan hálf ellefu og fjalla átti um frumvarp um framkvæmd væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur verið frestað til klukkan 14 í dag. Skýringin sem gefin var í forsætisráðuneytinu var að frumvarpið væri ekki tilbúið.  

Innlent
Fréttamynd

Skilyrði verða sett

Drög að frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslu verður lagt fram á ríkisstjórnarfundi í dag. Þar verða skilyrði um að ákveðið hlutfall kosningabærra manna þurfi til að fella lög úr gildi. Framsóknarmenn sættast á kröfur Sjálfstæðisflokksins um að sett verði skilyrði en vilja að þau verði sem hóflegust.

Innlent
Fréttamynd

Hugsanlega sæst á skilyrði um 1/3

Enn á ný standa stjórnarflokkarnir frammi fyrir því að þurfa að ná lendingu í stórmáli sem flokkarnir eru í aðalatriðum ósammála um. Nú eru það lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklegt þykir að flokkarnir sættist á skilyrði um þriðjung.

Innlent
Fréttamynd

Enn óvissa í varnarmálum Íslands

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að staða varnarliðsins á Miðnesheiði hafi ekki breyst á fundi aðildarríkja NATO. Ísland tekur sífellt aukinn þátt í öryggisstarfi NATO en er ekki að hervæðast, segir ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Edwards vinælasta varaforsetaefnið

Fjórir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. George W. Bush og John Kerry eru nánast hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnunum. Mikið veltur á vali frambjóðendanna á varaforsetaefni.

Erlent
Fréttamynd

Útkoma Björns vekur mesta athygli

"Þetta staðfestir að Geir H. Haarde hefur yfirburðastöðu," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

93% ætla að kjósa um fjölmiðlalög

93% landsmanna telja líklegt að þeir taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. RÚV skýrði frá þessu í gær. Rúmlega sex af hverjum tíu sögðust ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum en þrír af hverjum tíu sögðust munu greiða atkvæði með þeim.

Innlent
Fréttamynd

Barroso reiðubúinn að taka við

Forsætisráðherra Portúgals, José Manuel Durao Barroso, tilkynnti nú áðan að hann væri reiðubúinn að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins af Ítalanum Romano Prodi í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Þarf fleiri en kusu Ólaf Ragnar

Níutíu og fjögur þúsund kjósendur þarf til að fella fjölmiðlalögin úr gildi í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu, verði þess krafist að minnst 44% atkvæðisbærra manna greiði atkvæði gegn þeim. Það eru mun fleiri en kusu Ólaf Ragnar Grímsson um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Geir krónprinsinn

Birgir Hermannsson segir niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins ekki koma á óvart. "Geir H. Haarde er krónprins Sjálfstæðisflokksins," segir Birgir.

Innlent
Fréttamynd

Barroso tekur við í haust

José Barroso, forsætisráðherra Portúgals, hefur þekkst boðið um að verða forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Aðildarríkin sættust á þessa niðurstöðu eftir hörð átök. Barroso tekur við stöðunni í haust og fær það hlutverk að sannfæra borgara álfunnar um gagnsemi Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Samstarf gegn hryðjuverkum

Mikið hefur verið fjallað um aukið samstarf ríkja gegn hryðjuverkum á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem nú fer fram. Lagt hefur verið til að auka upplýsingaflæði á milli aðildarríkja bandalagsins og samstarfsríkja til að sporna við alþjóðlegum hryðjuverkum.

Erlent
Fréttamynd

Þarf fleiri en kusu Ólaf Ragnar

Fleiri þurfa að kjósa gegn fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu til að fella lögin úr gildi en kusu Ólaf Ragnar Grímsson forseta lýðveldisins þriðja kjörtímabilið í röð, verði þess krafist að minnst 44% atkvæðabærra manna synji lögunum.

Innlent