Bandaríkin

Fréttamynd

Þúsundum starfs­manna sagt upp

Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kvartar undan tekjutapi Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dómari segir að vakta eigi fyrirtæki Trumps

Óháður aðili verður fenginn til að vakta fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Dómari í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu í dag í tengslum við lögsókn ríkissaksóknara New York gegn fyrirtækinu.

Erlent
Fréttamynd

Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda.

Erlent
Fréttamynd

Musk leitar nýrra tekjulinda fyrir Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk vinnur hörðum höndum að því að auka tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, sem hann keypti nýverið. Mestar tekjur Twitter eru til komnar vegna auglýsingasölu en því vill Musk breyta. Þá þarf hann að auka tekjur fyrirtækisins vegna mikilla skulda sem það tók á sig við yfirtöku hans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Herforingjar ræddu mögulega notkun kjarnorkuvopna

Æðstu leiðtogar rússneska hersins ræddu mögulega notkun smárra kjarnorkuvopna í Úkraínu og hvort rússneski herinn gæti gagnast á því. Umræðan leiddi til aukinna áhyggja í Bandaríkjunum og víðar og þykir til marks um að Rússar séu verulega ósáttir við gang „sértæku hernaðaraðgerðarinnar“ svokölluðu.

Erlent
Fréttamynd

Rithöfundurinn Julie Powell er látin

Rithöfundurinn Julie Powell, sem best er þekkt fyrir að hafa eldað allar uppskriftir í bók kokksins Juliu Child, „Mastering the Art of French Cooking“ er látin 49 ára að aldri. Powell lést úr hjartastoppi á heimili sínu í New York.

Lífið
Fréttamynd

Biden tekur olíufélögin á beinið fyrir svívirðilegan gróða

Bandaríkjaforseti segir olíufélögin græða svívirðilega á kostnað tugmilljóna manna sem þjáist vegna stríðsins í Úkraínu. Þau hafi brugðist samfélaginu á sama tíma og þau maki krókinn. Auki þau ekki framleiðsluna og lækki verð til neytenda geti þau búist við að skattahækkunum og öðrum aðgerðum.

Erlent
Fréttamynd

Takeoff skotinn til bana

Bandaríski rapparinn Takeoff var skotinn til bana í Houston í Texas í dag. Fjöldi fólks hefur vottað rapparanum virðingu sína á samfélagsmiðlum í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Úkraínumenn vakna við loftvarnaflautur og sprengingar

Loftvarnaflautur ómuðu víða í Úkraínu í morgun og sprengingar hafa heyrst í Kænugarði. Fregnir herma að um hafi verið að ræða sjö til átta sprengingar en að sögn Anton Gerashchenko, ráðgjafa Úkraínuforseta, skutu Rússar um það bil 40 eldflaugum á hin ýmsu skotmörk í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki.

Erlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa beitt sér fyrir endur­komu Ye

Elon Musk, sem varð í gær eini eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, segist ekki hafa beitt sér fyrir því að tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hafi fengið að koma aftur á miðilinn eftir að hafa verið úthýst þaðan fyrr í mánuðinum vegna hatursorðræðu hans í garð gyðinga.

Erlent
Fréttamynd

Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“

Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 

Erlent
Fréttamynd

Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar

Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu.

Erlent