Sport

Kenny Miller til Milan í janúar?

Skoski landsliðsmaðurinn Kenny Miller hjá Glasgow Rangers er orðaður við ítalska stórveldið AC Milan. Miller er þrítugur sóknarmaður og hefur verið funheitur á yfirstandandi tímabili.

Fótbolti

Redknapp: Hefðum átt að nota Jordan

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham segir að enska undirbúningsnefndin sem stóð að umsókn Englands um HM árið 2018 hafi gert mistök að nota ekki fyrirsætuna umdeildu Jordan sem „aðalvopnið“ í kynningarátakinu.

Enski boltinn

Fannar Ólafsson: Ætlum alla leið

„Við ætluðum okkur að kvitta fyrir tapið í Hveragerði og ég held að við höfum gert það nokkuð örugglega," sagði Fannar Ólafsson, leikmaður KR, eftir að hans lið sigldi örugglega áfram í bikarnum með 99-74 sigri gegn Hamri úr Hveragerði.

Körfubolti

Bikarmeistarar Snæfells úr leik

Njarðvík, Tíndastóll og KR tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í kvöld. Njarðvík lagði Snæfell í Fjárhúsinu í háspennuleik. Það er því ljóst að Snæfell ver ekki bikarmeistaratitilinn í ár.

Körfubolti

Carlton Cole: Liverpool truflaði mig

Carlton Cole, sóknarmaður West Ham, hefur aðeins verið skugginn af sjálfum sér það sem af er tímabili. Hann skoraði þó tvívegis í deildabikarsigrinum gegn Manchester United í síðustu viku og gæti verið að komast í gang.

Enski boltinn

Kaka byrjaður að æfa á ný

Brasilíumaðurinn Kaka hefur ekkert spilað með Real Madrid á þessu tímabili vegna hnéaðgerðar sem hann gekkst undir í sumar. Hann er þó farinn að geta æft með félögum sínum á nýjan leik.

Fótbolti

Real Madrid á eftir Milito

Svo gæti farið að framherjinn Diego Milito leiki aftur undir stjórn José Mourinho því ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Real Madrid ætli sér að gera tilboð í leikmanninn í janúar.

Fótbolti

Barcelona lagði Kiel

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel lutu í lægra haldi gegn Barcelona í Meistaradeildinni í dag en leikurinn fór fram á Spáni. Lokatölur 32-29.

Handbolti

Akureyri komið í undanúrslit

Akureyri, topplið N1-deildarinnar, átti ekki í vandræðum með að leggja Víking, sem er við botninn í 1. deildinni, í Fossvoginum í dag. Lokatölur urðu 18-34 og eru norðanmenn því komnir áfram í bikarnum.

Handbolti

LeBron segist enn vera vinur Gibson

Það var mikill hiti í mönnum þegar LeBron James heimsótti sinn gamla heimavöll síðasta fimmtudag. Nokkuð var látið með það hvernig James kom fram við sína gömlu félaga á bekknum.

Körfubolti

Sir Alex vill 25 mörk frá Berbatov

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, vill að búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov skili 25 mörkum á þessu tímabili. Berbatov skoraði fimm mörk gegn Blackburn fyrir viku.

Enski boltinn

Houllier vill fá Owen á Villa Park

Samningur Michael Owen hjá Manchester United rennur út næsta sumar. Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Aston Villa, fer ekki leynt með áhuga sinn á leikmanninum og vill fá hann til sín.

Enski boltinn

Liverpool aftur orðað við Remy

Liverpool vill fá sóknarmanninn Loic Remy frá Marseille. Enska félagið var orðað við Remy áður en hann ákvað að ganga í raðir Marseille í sumar og hefur ekki gefist upp í tilraunum sínum til að landa leikmanninum.

Enski boltinn

Enginn leikur hjá stelpunum

Ekkert verður af vináttulandsleik Íslands og Spánar sem fram átti að fara í Danmörku í dag. Verkfall flugvallarstarfsmanna á Spáni gerði það að verkum að spænska liðið komst ekki til Danmerkur.

Handbolti