Enski boltinn

Barton má fara frá Newcastle

Enski miðjumaðurinn og ólátabelgurinn Joey Barton má yfirgefa Newcastle á frjálsri sölu eftir að hafa farið mikinn á twitter síðasta sólarhringinn þar sem hann hefur gagnrýnt eigendur og stjórnendur Newcastle og rifist við stuðningsmann félagsins.

Enski boltinn

Balotelli: Ég þoli ekki Manchester-borg

Það má ekki líta af Mario Balotelli og þá er hann kominn í vandræði. Balotelli stóð sig vel með Manchester City í úrslitaleik Dublin-bikarsins í gær, skoraði mark og fékk hrós frá stjóranum Roberto Mancini eftir leikinn. Hann talaði hinsvegar "af sér" í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.

Enski boltinn

Chelsea gæti boðið í Luka Modric í þriðja sinn

Ron Gourlay, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni taka ákvörðun um það í vikunni hvort að þeir bjóði í þriðja sinn í Luka Modric hjá Tottenham eða gefi það alveg upp á bátinn að reyna að kaupa Króatann frá nágrönnum sínum.

Enski boltinn

Mörkin úr leik Arsenal og Boca Juniors á Emirates mótinu

Arsenal og Boca Juniors frá Argentínu skildu jöfn 2-2 á Emirates mótinu sem fram fer í London á heimavelli Arsenal. New York Red Bulls frá Bandaríkjunum hafði betur, 1-0, gegn franska liðinu Paris SG í fyrri leiknum í keppninni í dag. Mörkin úr leik Arsenal og Boca Juniors má sjá í fréttinni sem birtist á Stöð 2 í kvöld.

Enski boltinn

Arsenal missti niður tveggja marka forskot

Arsenal og Boca Juniors gerðu 2-2 jafntefli í Emirates-bikarnum í knattspyrnu í Lundúnum síðdegis í dag. Arsenal komst í 2-0 en argentínska liðið jafnaði leikinn. Í fyrri leik dagsins vann New York Red Bulls óvæntan 1-0 sigur á Paris Saint Germain.

Enski boltinn

Antonio Valencia mun skrifa undir nýjan samning við Man Utd

David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að Antonio Valencia muni skrifa undir langtímasamning í næstu viku. Valencia, sem er frá Ekvador, er aðeins hálfnaður með samninginn sem hann skrifaði undir til fjögurra ára árið 2009 þegar hann var keyptur frá Wigan fyrir um 19 milljónir punda eða sem nemur 3,6 milljörðum kr.

Enski boltinn

Bankaði upp á hjá Ferguson með DVD disk og fékk að spreyta sig

Max Lonsdale er ekki þekktasta nafnið í fótboltaheiminum. Hann virðist vera með bein í nefinu því hinn 18 ára gamli leikmaður er nú á reynslu hjá Manchester United eftir að hann bankaði upp á hjá Alex Ferguson og lét hann fá DVD disk sem innihélt hápunkta úr ýmsum leikjum hjá Lonsdale. Sir Alex tók vel á móti drengnum sem var látinn fara frá Macclesfield Town á síðustu leiktíð og Lonsdale er nú til reynslu hjá enska meistaraliðinu.

Enski boltinn

Fer Tevez til Inter í skiptum fyrir Eto‘o?

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City og Inter frá Ítalíu eru í viðræðum um leikmannaskipti samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Telegraph. Viðræðurnar snúast um að Argentínumaðurinn Carlos Tevez fari til Inter í skiptum fyrir Samuel Eto‘o, landsliðsframherjann frá Kamerún

Enski boltinn

Steven Gerrard missir af upphafi keppnistímabilsins

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun missa af upphafi keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni vegna sýkingar í nára. Gerrard, sem er 31 árs gamall, er á sýklalyfjum og dvelur á sjúkrahúsi og er búist við að hann verði þar í nokkra daga.

Enski boltinn

Aston Villa keypti N'Zogbia fyrir um 2 milljarða kr.

Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa virðast hafa tröllatrú á miðjumanninum Charles N'Zogbia því hann skrifaði undir fimm ára samning við liðið í gær en hann var áður í herbúðum Wigan. N'Zogbia er 25 ára gamall franskur landsliðsmaður. Hann segir í viðtali á heimasíðu félagsins að hann hafi tekið stórt skref á ferlinum þar sem að Aston Villa sé stórt félag sem ætli sér stóra hluti á næstu árum.

Enski boltinn

WBA fær Foster að láni frá Birmingham

Ben Foster fær tækifæri til þess að leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð þrátt fyrir að hafa upplifað fall með Birmingham í lokaumferðinn s.l. vor. Markvörðurinn verður lánaður til grannaliðsins WBA sem einnig er staðsett í Birmingham og er lánssamningurinn til eins árs. Birmingham fær Boaz Myhill í staðinn frá WBA.

Enski boltinn

Wenger gæti róað stuðningsmenn með kaupum á Jagielka og Mata

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðið í ströngu í sumar við að reyna að halda sínum bestu leikmönnum, Cesc Fábregas og Samir Nasri, hjá félaginu. Nú lítur út fyrir það að Wenger ætli loksins að fara reyna að styrkja leikmannahópinn fyrir alvöru með því að kaupa tvo sterka leikmenn til félagsins.

Enski boltinn

Knattspyrnusamband Malasíu biðst afsökunar en þó með fyrirvara

Knattspyrnusamband Malasíu hefur beðið enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea afsökunar eftir að hrópað var að Ísraelsmanninum Yossi Benayoun í vináttuleik í síðustu viku. Leikurinn fór fram á þjóðarleikvanginum í Kuala Lumpur í Malasíu og voru forsvarsmenn Chelsea ósáttir við hegðun heimamanna.

Enski boltinn

Arsenal að missa þolinmæðina gagnvart Barcelona

Peter Hill-Wood stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal segir að forráðamenn Barcelona þurfi að ákveða sig mjög fljótlega hvað þeir ætli sér að gera varðandi Cesc Fabregas. Sagan endalausa um væntanleg vistaskipti spænska miðjumannsins hefur staðið yfir í nokkur misseri og segir Hill-Wood að spænska meistaraliðið þurfi að gera upp hug sinn áður en tækifærið rennur þeim úr greipum.

Enski boltinn

Goodwillie gæti fetað í fótspor Butt og Dicks

David Goodwillie framherji Dundee United í skosku knattspyrnunni er líklega á leið í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu. Eftirnafnið Goodwillie mun fylla í skarðið á skorti á skemmtilegum eftirnöfnum sem leikmenn á borð við Julian Dicks og Nicky Butt hafa skilið eftir sig.

Enski boltinn