Lífið

Vaknaði berrassaður úti í móa og tjaldið horfið

Fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af tveimur gestum Þjóðhátíðar sem höfðu ansi hreint ólíkar sögur að segja af fatnaði. Annar var klæddur í sitt fínasta púss en hinn rifjaði upp þegar hann vaknaði berrassaður úti í móa síðast þegar hann var á Þjóðhátíð.

Lífið

Miss Universe Iceland: Nýbúin að læra að gera tattoo

Jóna Vigdís Guðmundsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Southwestern Iceland. Jóna Vigdís starfar sem húðflúrslistakona á stofunni Lifandi list og stefnir á að útskrifast sem viðskiptafræðingur í framtíðinni. Hún segir keppnina gott tækifæri til að fara út fyrir þægindarammann og sigrast á feimninni.

Lífið

Nichelle Nichols er látin

Leikkonan Nichelle Nichols er látin 89 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið liðsforingjann Nyota Uhura í upprunalegu Star Trek þáttunum á árunum 1966 til 1969 og svo í sex myndum um áhöfn USS Enterprise.

Lífið

Ver­búðin lifandi á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyjum

Þorsteinn Þór Traustason ákvað að endurverkja Verbúðina í hvíta tjaldi sínu á þjóðhátíð í ár. Það má líkja því við að stíga inn í tímavél að heimsækja skrautlegt tjaldið. Þorsteinn segir markmiðið að láta fólki sem heimsæki tjaldið líða eins og það sé komið heim til ömmu sinnar í kleinur.

Lífið

Sveppi og Steindi rifu sig úr að ofan á stóra sviðinu

Laugardagurinn á Þjóðhátíð náði hápunkti þegar FM95Blö stigu á svið þar sem Sveppi og Steindi rifu sig úr að ofan við mikil fagnaðarlæti. Brekkan safnaðist saman á dansgólfinu til þess að fylgjast með félögunum taka öll sín bestu lög.

Lífið

„Mætti halda að Kim Larsen og Bítlarnir séu mættir“

Taska Erps Eyvindarsonar, Blaz Roca, var komin í leitirnar þegar blaðamaður sló á þráðinn og heyrði í honum hljóðið. Hann stígur á svið ásamt Rottweiler hundum í kvöld og segir stemninguna í eyjum svo mikla að það mætti halda að Kim Larsen, Elvis og Bítlarnir muni koma fram í Herjólfsdal í kvöld.

Lífið

Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith

Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu.

Lífið

Tilhugalífið með eiginkonunni stendur upp úr

Hafsteinn Þorsteinsson er Eyjamaður sem segir samveruna, gleðina og hamingjuna vera það sem einkennir hátíðina ár hvert og segir það hafa verið alvöru sorg þegar hún var lögð niður síðustu tvö árin. 

Lífið

Mikil stemning í Eyjum

Stemningin á Þjóðhátíð er stórkostleg þar sem hún fer fram í fyrsta skipti síðan árið 2019. Veðrið leikur við gesti hátíðarinnar sem njóta þess að fylgjast með skemmtilegri dagskrá, rölta á milli hvítu tjaldanna og spóka sig um í sólinni.

Lífið

„Yfirleitt klárast hann“

Hrafnhildur Andrésdóttir stendur vaktina í veitingatjaldi ÍBV í dalnum um helgina og segir lundann yfirleitt seljast upp á hátíðinni en hún segir krakkana vera spennta að smakka.

Lífið

„Það er enginn að fara að lifa þessu lífi fyrir þig“

Helga Hvanndal Björnsdóttir er heimspekimenntaður landvörður sem býr yfir ólæknandi ferðaþrá og hefur ferðast víðs vegar um heiminn. Á undanförnum árum hefur Helga Hvanndal verið búsett á ýmsum stöðum, erlendis og í afskekktri íslenskri náttúru, og segir morgunkaffið eina örugga fasta liðinn í hennar lífi. Hún starfaði sem sushi kokkur í dágóðan tíma áður en ævintýraþráin heltist yfir hana og segir bæði sushi og pizzu vera hennar uppáhalds mat. Helga Hvanndal er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið

„Alltaf síðan ég fæddist“

Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir hefur aldrei misst af Þjóðhátíð á allri sinni lífstíð. Jafnvel þegar hátíðin féll niður tvö ár í röð vegna Covid var helgin haldin hátíðlega á Lóðahátíð sem fangaði andann.

Lífið

Spennt fyrir íslensku tónlistinni

Eva Doyle kom til Íslands í maí frá Írlandi þess að sinna sjálfboðastörfum en endaði á Þjóðhátíð þar sem hún er spennt að kynnast íslenskri tónlist betur.

Lífið

John Travolta með krakkana á Íslandi

John Travolta virðist einn þeirra sem ferðaðist um okkar fallegu eyju í sumar ef marka má Instagram-færslu sem hann birti í gær. Svo virðist sem hann hafi komið hingað með alla fjölskylduna og vinafólk fyrr í sumar á einni einkaþotunni sinni.

Lífið

Brekku­söngur í mið­bænum í kvöld

Það er margt um að vera yfir verslunarmannahelgina en það verður ekki bara stuð og stemming úti á landi. Í miðborginni verður sungið í brekkunni í Ingólfsstræti þegar spænsk þjóðlagasveit syngur fyrir gesti barsins Spánska klukkan átta í kvöld.

Lífið

Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár

Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti.

Lífið

Var­dy tapaði knatt­spyrnu­eigin­konu­málinu

Knattspyrnueiginkonan Rebekah Vardy tapaði meiðyrðamáli sínu á hendur knattspyrnueiginkonunni Coleen Rooney. Konurnar tvær eru hafa tekist á í þrjú ár eftir að Rooney komst að njósnum Rebekuh um einkalíf Rooneyhjónanna.

Lífið

Lætur ekkert stoppa sig

Elsa Rún Stefánsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Central Reykjavík. Elsa er dugleg að ögra sjálfri sér og takast á við áskoranir og segir keppnina hafa aukið sjálfstraust hennar til muna. Hún hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika á lífsleiðinni, fengið heilablæðingu tvisvar sem dæmi, en lætur ekkert stoppa sig og vill veita öðrum innblástur til að fylgja sínu.

Lífið

Verslunarmanna Helgi

Helgi Björnsson ætlar að rifja upp streymistaktana á laugardagskvöldið kemur og verður með landsmönnum í beinni frá Tjörninni á tónleikunum: „Verslunarmanna Helgi“.

Lífið

LXS raun­veru­leika­þættir á leiðinni

Nýir íslenskir raunveruleikaþættir þar sem fylgst verður með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í LXS vinkonuhópnum eru væntanlegir á Stöð 2 í haust. Hópurinn samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu.

Lífið

Bernard Cribbins látinn

Breski leikarinn Bernard Cribbins er látinn, 93 ára að aldri. Á umfangsmiklum leiklistarferli sem náði yfir sjö áratugi var hann meðal annars þekktur fyrir að fara með hlutverk Tom Campbell í kvikmynd um Doctor Who og Wilfred Mott í þáttaröðinni um doktorinn fræga.

Lífið

Will Smith skeit á skó Chris Rock

Leikarinn Kevin Hart gaf uppistandaranum Chris Rock geitina Will Smith að gjöf þegar þeir héldu uppistand saman nýverið. Á sviðinu tók geitin upp á því að gera nýjum eiganda sínum grikk og skíta á hvíta skó hans.

Lífið