Lífið

Kristmundur Axel með tvö lög á Íslenska listanum

Rapparinn Kristmundur Axel hefur með sanni átt öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf að undanförnu og kom meðal annars fram á Hlustendaverðlaununum í ár. Hann er mættur á Íslenska listann á FM með ekki bara eitt heldur tvö lög.

Tónlist

Fór einhleyp í brúðkaupsferð til Íslands

Lacie Gooch er ung kona frá Nebraska sem varð fyrir áfalli þegar unnusti hennar sagði henni upp, degi fyrir brúðkaupið. Parið hafði ráðgert að fara í brúðkaupsferð til Íslands, sem fyrrum tengdaforeldrar Lacie höfðu greitt fyrir. Lacie stóð nú uppi ein, en ákvað að taka til sinna ráða.

Lífið

„Veit um tvær stelpur sem eru skírðar í höfuðið á laginu mínu“

„Ég byrjaði í tónlist þegar ég var pínulítill. Pabbi er söngvari og ég var fimm ára þegar ég byrjaði að spila á gítar,“ segir tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson, sem skrifaði átján ára gamall undir plötusamning í Austurríki. Hann hefur verið að gera góða hluti þar undanfarin ár, er með milljónir spilanna á streymisveitunni Spotify og hefur spilað víða á tónleikum. Blaðamaður hitti hann í kaffi og tók púlsinn á honum.

Tónlist

Árni Tryggva allur

Árni Tryggvason, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, andaðist í gær 99 ára gamall. Örn Árnason sonur hans greinir frá andláti föður síns á Facebook og fleiri minnast fallins meistara leiksviðsins.

Menning

Bjargaði lífi sínu með þrjóskunni

Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir Newman fékk brjóstakrabbamein og hefur sagt frá því hvernig hún þurfti að berjast fyrir því að fá almennilega skoðun þegar hún fann hnút í öðru brjóstinu.

Lífið

Píparinn stefnir á sigur í Skúrnum

Hinn 19 ára gamli Alexander Orri úr Reykjanesbæ er þriðji flytjandinn sem er kynntur til sögunnar í Skúrnum. Hann starfar sem pípari en hóf að fikta við tónlist ellefu ára gamall þegar hann eignaðist dj borð og fann strax að tónlistasköpun myndi fylgja honum út lífið.

Lífið samstarf

Segir eitt að djamma niðri í bæ en allt annað að djamma á há­lendinu

Ljósmyndarinn Benjamin Hardman heillaðist af Íslandi frá fyrstu heimsókn og var staðráðinn í að flytja hingað, sem hann svo gerði. Hann er hugfanginn af landslaginu og grípur stórbrotin augnablik á filmu í starfi sínu sem ljósmyndari og tökumaður en það er honum afar minnisstætt að hafa heimsótt hálendið í fyrsta skipti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning