Lífið

„Maður er að rifna af monti“

Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum.

Lífið

Simmi Vill birtir fyrstu myndirnar af ástinni

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaður, og kærastan hans Hafrún Hafliðadóttir nutu lífsins saman í fríi erlendis á dögunum. Simmi birti skemmtilega myndafærslu úr fríinu á Instagram í gær. 

Lífið

Mundi ekki af­mælis­dag eigin­konunnar

Snorri Másson fjölmiðlamaður lenti í því að gleyma afmælisdegi eiginkonu sinnar Nadine Guðrúnar Yaghi. Hann sagði fullum hálsi í hlaðvarpsþætti sínum þar sem stjörnumerki og -speki voru til umræðu að eiginkona hans ætti afmæli fjórtánda mars og væri því hrútur en hvorugar þessara staðhæfinga eru réttar.

Lífið

Með gervifót og hafði aldrei gengið í há­hæluðum skóm

Suðurnesjamærin Matthildur Emma Sigurðardóttir er átján ára gömul. Hún er lærður förðunarfræðingur og hefur mikinn áhuga á módelstörfum. Matthildur sem er með gervifót segist lengi hafa beðið eftir tækifærinu til að fá að taka þátt í Ungfrú Ísland sem er nú að raungerast 14. ágúst næstkomandi.

Lífið

Úr­val ein­hleypra bænda á „Bænder“

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag, má finna heilsíðu þar sem finna má „hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins.“ Þar hafa nokkrir bændur birt af sér myndir og auglýst eftir maka. Yfirskrift síðunnar er „Bænder,“ sem er skemmtilegur orðaleikur þar sem snúið er upp á nafn vinsæla stefnumótaforritsins Tinder.

Lífið

Vala Ei­ríks og Óskar Logi greina frá kyninu

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústssonar úr Vintage Caravan eiga von á dreng í nóvember. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. Vala greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram á dögunum.

Lífið

Shelley Duvall látin

Bandaríska leikkonan Shelley Duvall er látin. Hún lést í dag, fjórum dögum eftir 75 ára afmælisdaginn sinn. Duvall er þekktust fyrir leik sinn í bíómyndunum Shining og Annie Hall.

Lífið

Draumaferðin til Ís­lands komst sí­fellt í upp­nám

Draumaferð ungs pars frá Detroit-borg í Bandaríkjunum til Íslands komst í uppnám eftir að hver flugferðin á eftir annarri brást þeim. Parið komst eftir miklar raunir til Íslands í síðustu viku og gat loksins slegið upp langþráðri brúðkaupsveislu.

Lífið

Eftir­lætis kjúklingasalat Lindu Ben

Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi girnilegri uppskrift að kjúklingasalati með sætum kartöflum, döðlum og sinnepsdressingu með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir réttinn bragðgóðan og vera í miklu uppáhaldi hjá henni og fjölskyldunni.

Lífið

Ofurhetjan Sólon keypti glæsihús Maríu Gomez

Einar Björn Þórarinsson, Ofurhetjan Sólon, og sambýliskona hans Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona hafa fest kaup á glæsilegu raðhúsi Maríu Gomez lífstílsbloggara og Ragnars Más Reynissonar við Ásbúð 88 í Garðabæ. Einar og Íris greiddu 158,7 milljónir fyrir húsið.

Lífið

Rómantísk bylgja í lestri með hækkandi sól

Áhugavert er að sjá hvernig viðburðir og árstíðir breyta hegðun okkar og neysluvenjum í bókalestri. Þegar sólin hækkar og daginn fer að lengja virðist fólk fara að lesa sögur sem létta sálina og greinilegt er að sumarið kveikir í ástarglóðum en hjá hlustendum Storytel má sjá aukningu í vinsældum ljúflestrarbóka á þessum árstíma.

Lífið samstarf

Albert og Guð­laug hætt saman

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru hætt saman eftir níu ára samband. Al­bert er leikmaður Genoa á Ítal­íu og hef­ur spilað með landsliði Íslands.

Lífið

Ein­stök upp­lifun í sveita­sælu

Hótel Grímsborgir er sannkölluð perla við Gullna Hringinn, staðsett á bökkum Sogsins með mikla náttúrusýn í allar áttir. Í ár voru opnuð ný og glæsileg fimm herbergja Deluxe hús sem hægt er að leigja fyrir hópa sem og einstaklinga.

Lífið samstarf

Dreymir um eigið kanínuathvarf

Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum.

Lífið

Gríðar­lega gefandi að fá að hitta aðra í sömu sporum

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, heldur sumargleði í Viðey í kvöld. Verkefnastjóri hjá félaginu segir gríðarlega mikilvægt að félagsmenn fái tækifæri til að vera í kringum hvern annan, og starfsemi Krafts gefi þeim það tækifæri.

Lífið

Ætlar að hætta eftir uppistandstúrinn

Skemmtikrafturinn Ellen DeGeneres virðist tilbúinn til að kveðja sviðsljósið, en hún segir að uppistandið sem hún flytur nú víða um Bandaríkin verði hennar síðasta. Hún kveðst vera „búin“ í skemmtanabransanum og hún muni ekki koma fram á nýjan leik, þegar ferðalaginu er lokið.

Lífið

„Ég fer ekki í búr eins og dýr“

Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl Abu-Samrah hefur skorað á fjölmiðlamanninn Stefán Einar Stefánsson í glímu vegna ummæla sem hann lét falla í hlaðvarpsþætti fyrr í vikunni. Hann birti færslu á samfélagsmiðla þar sem hann biður fólk um að læka færsluna ef það vill sjá þá tvo takast á í „búrinu.“ Stefán segir að ef menn vilji koma honum í búr þá sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma.

Lífið

Iceguys dansandi í hand­járnum

Það er mikið um að vera hjá strákasveitinni Iceguys ef marka má Instagram hjá meðlimunum síðastliðna daga. Þar hafa þeir meðal annars gefið til kynna að von sé á nýju efni úr smiðju strákanna 19. júlí næstkomandi. 

Tónlist

Óbrjótanleg lúxusglös í úti­leguna

Koziol Superglas glösin eru gerð úr óbrjótanlegu hátækniplasti sem á sér engan líkan hvað varðar endingu og styrkleika. Superglas eru einstök nýsköpun frá þýska vörumerkinu Koziol sem margir hönnunarunnendur kannast við.

Lífið samstarf

Kanónur með list­ræna þrennu á Flat­eyri

Menningarlífið iðar á Vestfjörðum en þrír þekktir myndlistarmenn opna sýningar á verkum sínum á Flateyri næstkomandi laugardag og eru sýningarnar opnar öllum. Listamennirnir eru Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, Hrafnkell Sigurðsson og Kristján Björn Þórðarson.

Menning

Erfiðast að flytja til Ís­lands án mömmu sinnar

Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Lífið

Retro Stefson koma aftur saman

Hljómsveitin Retro Stefson hefur verið starfrækt frá árinu 2006 en þó ekki komið opinberlega fram sem sveit í átta ár. Nú er það að breytast en fréttamaður hitti á nokkra meðlimi sveitarinnar og fékk að heyra frá risastórri tilkynningu. 

Tónlist

Ye sagðist vera hættur í tón­list

Fyrr í kvöld birti rapparinn Rich the kid skjáskot af skilaboðum sem hann hafði fengið frá Ye, áður Kanye West, þar sem hann sagðist ætla hætta hafa tónlist að atvinnu. Kvaðst hann ekki vita hvað tæki við. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Rich the kid svo um það að Ye væri meðflytjandi á plötu hans sem kemur út á föstudaginn.

Lífið

Fyrsta stiklan úr Gladiator II

Fyrsta stikla stórmyndarinnar Gladiator II undir leikstjórn sjálfs Ridley Scott hefur litið dagsins ljós. Myndin er sjálfstætt framhald af Skylmingaþrælnum sem kom út árið 2000 og tekinn er upp þráðurinn einhverjum 25 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar.

Bíó og sjónvarp