Sport

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Michael Schumacher skrifaði nafn sitt með hjálp eiginkonu sinnar, Corrinu, á hjálm til styrktar góðu málefni.

„Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“
Lando Norris, ökumaður McLaren, var með böggum hildar eftir að hafa endað í 6. sæti í tímatökunni fyrir kappaksturinn í Barein.

Onana ekki með gegn Newcastle
André Onana mun ekki verja mark Manchester United gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“
Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur ekki farið vel af stað hjá Ferrari og verður sá níundi af stað í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 síðar í dag. Hann segir bílinn ekki vera vandamálið, hann verði sjálfur að gera betur.

Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur
Júlíus Magnússon er með brákaðan sköflung og verður frá um óákveðinn tíma, nokkrar vikur hið minnsta. Hann meiddist í fyrri hálfleik í leik gegn Malmö síðustu helgi, en fór ekki af velli fyrr en í seinni hálfleik.

Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360
Stífa dagskrá má finna á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan sunnudaginn. Nóg er um að vera á mörgum vígstöðum; lokadagur Masters, önnur umferð Bestu deildar karla, úrslitakeppni Bónus deildar kvenna, Formúla 1 og öll lokaumferðin í NBA, meðal annars.

VAR í Bestu deildina?
Sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport veltu því fyrir sér hvort taka ætti upp myndbandsdómgæslu í Bestu deild karla.

Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters
Rory McIlroy setti mótsmet á Masters fyrr í dag þegar hann varð fyrsti kylfingar sögunnar til að klára fyrstu sex holurnar allar á þremur höggum.

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, vill meina að Christian Norgaard, varnarmaður Brentford, hefði átt að fá rautt spjald fyrir tæklingu sem átti sér stað í 1-1 jafntefli liðanna fyrr í dag. Norgaard fékk gult spjald fyrir og segir engan illan ásetning að baki.

Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus
Þórir Jóhann Helgason kom inn af varamannabekk Lecce og lagði upp mark í 2-1 tapi á útivelli gegn Juventus í 32. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark
Barcelona heimsótti Leganes í 31. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og slapp með 0-1 sigur eftir sjálfsmark. Leganes kom boltanum svo í netið hinum megin en jöfnunarmarkið fékk ekki að standa.

Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum
Melsungen mun leika til úrslita gegn Kiel á morgun í þýsku bikarkeppninni í handbolta. Íslendingaliðin Veszprém og Pick Szeged munu svo síðar mætast í úrslitaleik ungversku bikarkeppninnar í handbolta.

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Eddie Howe, þjálfari Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, var lagður inn á spítala í gærkvöldi og mun missa af leik liðsins gegn Manchester United á morgun.

Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora
Kristian Hlynsson lagði upp og Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði mark í 3-1 sigri Sparta Rotterdam gegn Heerenveen.

Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Haukar knúðu fram oddaleik með því að hafa betur gegn Grindavík 81-86 í æsispennandi fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld.

Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern
Bayern Munchen og Borussia Dortmund gerðu 2-2 jafntefli í 29. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Öll fjögur mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Bæjarar voru með sigur í hendi sér en þurftu að sætta sig við eitt stig eftir óvænt mark varnarmannsins Waldemars Anton.

Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Arsenal og Brentford gerðu 1-1 jafntefli í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal tók forystuna en fékk á sig jöfnunarmark skömmu síðar og situr nú tíu stigum á eftir toppliði Liverpool, sem á leik til góða gegn West Ham á morgun.

Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum
Fótboltalið Völsungs fagnaði 98 ára félagsins með því að komast áfram í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni á útivelli gegn Tindastóli. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en 7-8 fyrir Völsung eftir vítaspyrnukeppnina.

Ari og Arnór mættust á miðjunni
Ari Sigurpálsson og Arnór Ingvi Traustason mættust á miðjunni í leik Elfsborg og Norrköping, sem lauk með 2-0 sigri Elfsborg í þriðju umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði
Elvar Már Friðriksson gat fagnað fyrsta sigrinum síðan um miðjan janúar með félagsliði sínu Maroussi, sem vann 90-85 í leik sínum gegn Lavrio í neðri hluta grísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Elvar endaði stiga- og stoðsendingahæstur í leiknum.

Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri
Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp annað mark Vålerenga þegar liðið sigraði Lyn, 3-2, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Jason skoraði í svekkjandi jafntefli
Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrir Grimsby í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Harrogate. Grimsby er í sjöunda sætinu og vill alls ekki detta neðar í League Two deildinni síðustu fjórar umferðirnar.

Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð
Team Tvis Holstebro, sem Arnór Atlason stýrir, kemur fullt sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina í danska handbolta eftir að hafa unnið síðustu fimm leiki sína í deildarkeppninni.

Haukur bikarmeistari í Rúmeníu
Haukar Þrastarsson varð bikarmeistari með rúmenska handboltaliðinu Dinamo Búkarest eftir afar öruggan 39-27 sigur gegn Potaissa Turda í úrslitaleik.

Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum
Fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmark Everton gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 0-1, Everton í vil.

Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur
Kolstad átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum um norska meistaratitilinn í handbolta karla. Kolstad rúllaði yfir Halden í dag, 23-40.

Adam Ægir á heimleið
Val er að berast liðsstyrkur í Bestu deild karla en Adam Ægir Pálsson er að snúa aftur á Hlíðarenda eftir nokkurra mánaða dvöl á Ítalíu.

Mikael lagði upp sigurmark Venezia
Venezia vann afar mikilvægan sigur á Monza, 1-0, í fallbaráttu ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
KR-ingar eru ósáttir við tveggja leikja bannið sem Aron Sigurðarson var úrskurðaður í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla um síðustu helgi og vinnubrögð aganefndar KSÍ.

Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu
Orri Steinn Óskarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks þegar Real Sociedad tapaði fyrir Mallorca, 0-2, í spænsku úrvalsdeildinni í dag.