Erlent

Stórfótur slær í gegn á YouTube

Nýtt myndband sem sumir vilja meina að sýni goðsagnaveruna Bigfoot, eða Stórfót, fer nú eins og eldur í sinu um Netheima. Ung kona frá Washington ríki í Bandaríkjunum var í göngutúr með vinum sínum í skógi nálægt Spokane og tók upp myndskeið af göngugörpunum. Þegar hún kom heim og horfði á myndbandið sá hún sér til mikillar undrunar stóra apalega veru hlaupa í bakgrunninum.

Konan, sem heitir Samantha, setti myndbandið á YouTube þar sem það hefur slegið í gegn. Tæplega 700 þúsund manns hafa rýnt í myndbandið og velt því fyrir sér hvort þarna sé í raun um stórfót að ræða eða bara mann í górillu-búningi.

Dæmi nú hver fyrir sig..






Fleiri fréttir

Sjá meira


×