Búa sig undir að Grikkland verði lýst gjaldþrota 22. júlí 2011 07:50 Lönd á evrusvæðinu búa sig nú undir að stóru matsfyrirtækin þrjú lækki lánshæfiseinkunn sína á Grikklandi niður í D eða gjaldþrot. Yrði það í fyrsta sinn sem land innan Evrópusambandsins er lýst gjaldþrota. Fjallað er um málið á BBC en bæði Moody´s og Standard & Poor´s hafa sagt að endurskipulagning á skuldum Grikklands væri ígildi greiðslufalls og að matsfyrirtækin myndu endurskoða lánshæfiseinkunnir sínar í ljósi þess. Enginn vafi leikur á að neyðaraðstoðin sem ákveðin var á fundi leiðtoga evrusvæðisins í gærdag felur í sér endurskipulagningu á skuldum Grikklands, það er lánstíminn verður lengdur og vextir lækkaðir. Þá munu skuldir verða felldar niður í einhverjum mæli. Fari svo að Grikkland fái einkunnina D hefði það víðtækar afleiðingar fyrir bankakerfi Evrópu. Nefna má að bankarnir yrðu að afskrifa tugi milljarða evra af lánum í bókum sínum sem tapað fé og þar með myndi eiginfjárhlutfall þeirra fara undir lögboðin mörk. Grískir bankar yrðu sennilega gjaldþrota þar sem þeir gætu ekki notað grískar ríkisábyrgðir til að fá lán frá evrópska seðlabankanum. Slíkt hefði svo aftur þau áhrif að gera þyrfti upp hundruðir milljarða dollara af skuldatryggingasamningum. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lönd á evrusvæðinu búa sig nú undir að stóru matsfyrirtækin þrjú lækki lánshæfiseinkunn sína á Grikklandi niður í D eða gjaldþrot. Yrði það í fyrsta sinn sem land innan Evrópusambandsins er lýst gjaldþrota. Fjallað er um málið á BBC en bæði Moody´s og Standard & Poor´s hafa sagt að endurskipulagning á skuldum Grikklands væri ígildi greiðslufalls og að matsfyrirtækin myndu endurskoða lánshæfiseinkunnir sínar í ljósi þess. Enginn vafi leikur á að neyðaraðstoðin sem ákveðin var á fundi leiðtoga evrusvæðisins í gærdag felur í sér endurskipulagningu á skuldum Grikklands, það er lánstíminn verður lengdur og vextir lækkaðir. Þá munu skuldir verða felldar niður í einhverjum mæli. Fari svo að Grikkland fái einkunnina D hefði það víðtækar afleiðingar fyrir bankakerfi Evrópu. Nefna má að bankarnir yrðu að afskrifa tugi milljarða evra af lánum í bókum sínum sem tapað fé og þar með myndi eiginfjárhlutfall þeirra fara undir lögboðin mörk. Grískir bankar yrðu sennilega gjaldþrota þar sem þeir gætu ekki notað grískar ríkisábyrgðir til að fá lán frá evrópska seðlabankanum. Slíkt hefði svo aftur þau áhrif að gera þyrfti upp hundruðir milljarða dollara af skuldatryggingasamningum.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira