Viðskipti erlent

Markaðir í góðum plús eftir leiðtogafund evrusvæðisins

Hlutabréfamarkaðir í Asíu í nótt voru allir í góðum plús í framhaldi af því að leiðtogar evrusvæðisins komu sér saman um frekari aðgerðir til að draga úr skuldakreppunni á svæðinu.

Markaðir í Bandaríkjunum enduðu einnig í grænum tölum í gærkvöldi. Það lítur einnig út fyrir að markaðir í Evrópu muni opna í dag með grænum tölum miðað við utanmarkaðsviðskipti með hlutabréf í morgun.

Evran hefur styrkst í nótt og hefur ekki verið sterkari gagnvart dollaranum í tvær vikur. Þá hefur heimsmarkaðsverð á olíu tekið kipp upp á við. Brent olían er komin yfir 118 dollara á tunnuna og hækkar áfram. Bandaríska léttolían er við það að skríða yfir 100 dollara markið í þessum skrifuðu orðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×