Viðskipti erlent

Moody´s varar við lækkun á lánshæfiseinkunn Spánar

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Spánar á athugunarlista með neikvæðum horfum.

Lánshæfiseinkunn Spánar er nú Aa2 og segir Moody´s að hún verði ekki lækkuð nema um einn flokk komi til þess á annað borð.

Moody´s telur að sú viðbótarneyðarastoð sem Grikkir fengu nýlega setji aukinn þrýsting á efnahag Spánar. Þá hefur matsfyrirtækið einnig áhyggjur af því hve lítill hagvöxtur er á Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×