Rússar neyðast til að lækka skatta á olíu- og gasvinnslu 27. janúar 2012 12:43 Deepsea Delta-borpallurinn er meðal þeirra sem borað hafa á Shtokman-svæðinu í Barentshafi. Það eru ekki aðeins íslensk stjórnvöld sem neyðast til að breyta skattareglum vegna olíu- og gasvinnslu. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tilkynnt að endurskoða þurfi rússnesku skattalöggjöfina vegna olíu- og gasvinnslu á hafsbotni. Með því vonast þau til að uppbygging hefjist á rússneska Shtokman-svæðinu í Barentshafi, djúpt norðaustur af Múrmansk. 24 ár eru liðin frá því þar fundust álitlegar gaslindir en þrjú olíufélög, hið rússneska Gazprom, hið franska Total og norska Statoil, tilkynntu sameiginlega í síðasta mánuði að skattalöggjöf Rússlands væri þess eðlis að þau treystu sér ekki til að leggja í gríðarmiklar fjárfestingar til að hefja þar gasvinnslu. Ríkisstjórnir Rússlands og Noregs vilja báðar stuðla að aukinni vinnslu úr Barentshafinu og er Statoil áfjáð í að taka þátt í verkefnum beggja megin miðlínunnar. Á árlegri tvíhliða ráðstefnu Rússa og Norðmanna í Osló í vikunni um nýtingu Barentshafsins lýsti aðstoðarauðlindaráðherra Rússlands því yfir að endurskoða þyrfti skattalöggjöfina í því skyni að auka samkeppnishæfni kolvetnis í rússneskri lögsögu, að því er norska Aftenbladet greindi frá. Fram að kom að rússneska löggjöfin væri miðuð við olíu- og gasvinnslu á landi, en væri óhagstæð vinnslu af hafsbotni, sem væri margfalt dýrari. Undirbúningur að nýtingu Shtokman-gaslindanna hófst upp úr 1990. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að gasið yrði flutt með skipum í fljótandi formi til Bandaríkjanna en síðar var ákveðið að stefna að því að selja gasið til Evrópu og leggja svokallaða Nord Stream-gasleiðslu frá Múrmansksvæðinu til Pétursborgar. Fyrst þarf þó að leggja 600 kílómetra langa neðansjávargasleiðslu frá Shtokman til Kola-skaga. Gazprom áætlar að kostnaður við uppbygginguna verði um 12 milljarðar bandaríkjadala, eða sem svarar 1.500 milljörðum íslenskra króna. Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Það eru ekki aðeins íslensk stjórnvöld sem neyðast til að breyta skattareglum vegna olíu- og gasvinnslu. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tilkynnt að endurskoða þurfi rússnesku skattalöggjöfina vegna olíu- og gasvinnslu á hafsbotni. Með því vonast þau til að uppbygging hefjist á rússneska Shtokman-svæðinu í Barentshafi, djúpt norðaustur af Múrmansk. 24 ár eru liðin frá því þar fundust álitlegar gaslindir en þrjú olíufélög, hið rússneska Gazprom, hið franska Total og norska Statoil, tilkynntu sameiginlega í síðasta mánuði að skattalöggjöf Rússlands væri þess eðlis að þau treystu sér ekki til að leggja í gríðarmiklar fjárfestingar til að hefja þar gasvinnslu. Ríkisstjórnir Rússlands og Noregs vilja báðar stuðla að aukinni vinnslu úr Barentshafinu og er Statoil áfjáð í að taka þátt í verkefnum beggja megin miðlínunnar. Á árlegri tvíhliða ráðstefnu Rússa og Norðmanna í Osló í vikunni um nýtingu Barentshafsins lýsti aðstoðarauðlindaráðherra Rússlands því yfir að endurskoða þyrfti skattalöggjöfina í því skyni að auka samkeppnishæfni kolvetnis í rússneskri lögsögu, að því er norska Aftenbladet greindi frá. Fram að kom að rússneska löggjöfin væri miðuð við olíu- og gasvinnslu á landi, en væri óhagstæð vinnslu af hafsbotni, sem væri margfalt dýrari. Undirbúningur að nýtingu Shtokman-gaslindanna hófst upp úr 1990. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að gasið yrði flutt með skipum í fljótandi formi til Bandaríkjanna en síðar var ákveðið að stefna að því að selja gasið til Evrópu og leggja svokallaða Nord Stream-gasleiðslu frá Múrmansksvæðinu til Pétursborgar. Fyrst þarf þó að leggja 600 kílómetra langa neðansjávargasleiðslu frá Shtokman til Kola-skaga. Gazprom áætlar að kostnaður við uppbygginguna verði um 12 milljarðar bandaríkjadala, eða sem svarar 1.500 milljörðum íslenskra króna.
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira