Enski boltinn

Fyrsti sigur Bournemouth í efstu deild

Leikmenn Bournemouth fagna Callum Wilson sem skoraði þrennu, en hann er til hægri á myndinni.
Leikmenn Bournemouth fagna Callum Wilson sem skoraði þrennu, en hann er til hægri á myndinni. vísir/getty
Fimm leikjum er lokið í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Bournemouth skoraði sín fyrstu mörk í ensku úrvalsdeildinni og vann einnig sinn fyrsta sigur.

Það var dramatík hjá Crystal Palace og Aston Villa, en sigurmarkið kom tveimur mínútum fyrir leikslok. Það gerði Bakary Sako fyrir Palace sem er með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Norwich og Stoke skildu jöfn 1-1, en nýliðarnir í Norwich eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikine. Stoke er hins vegar með tvo eftir fyrstu þrjá leikina.

Nýliðar Bournemouth voru þar í heimsókn, en þar var sjö marka leikur. Callum Wilson skoraði þar þrennu, en hann skoraði fyrsta mark Bournemouth í efstu deild og tryggði þeim sinn fyrsta sigur í úrvalsdeildinni.  

Crystal Palace - Aston Villa 2-1

1-0 Scott Dann (71.), 1-1 Pape Ndiaye Souare - sjálfsmark (77.), 2-1 Bakary Sako (88.)

Norwich - Stoke 1-1

0-1 Mame Biram Diouf (11.), 1-1 Russell Martin (28.)

West Ham - Bournemouth 3-4

0-1 Callum Wilson (11.), 0-2 Callum Wilson (28.), 1-2 Mark Noble - víti (48.), 2-2 Cheikhou Kouyate (53.), 2-3 Marc Pugh (66.), 2-4 Callum Wilson (80.), 3-4 Modibo Maiga (83.).

Rautt spjald: Carl Jenkinson - West Ham (79.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×