Fótbolti

Kínverjar gætu eignast bæði Mílanó-félögin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jindong Zhang er stjórnarformaður Suning Commerce Group.
Jindong Zhang er stjórnarformaður Suning Commerce Group. vísir/getty
Kínverski fjárfestingarhópurinn Suning Commerce Group ætlar sér stóra hluti í knattspyrnuheiminum og er nú að ná meirihluta í ítalska félaginu Inter.

Hópurinn er að kaupa 70 prósent hluta í félaginu. 40 prósent koma frá núverandi eiganda og forseta félagsins, Erick Thohir, og 30 prósent koma frá Massimo Moratti, fyrrum forseta Inter.

Thohir ætlar að halda 30 prósenta hlut í félaginu og verður áfram forseti.

Þessi fjárfestingahópur á einnig kínverska félagið Jiangsu Suning sem Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen spiluðu með. Þar var eytt háum fjárhæðum á dögunum.

Kínverjar gætu reyndar verið að eignast fótboltann í Mílanó-borg því Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, er einnig í viðræðum við Kínverja um kaup á Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×