Handbolti

Félagar Arons skoruðu 44 mörk gegn Íslendingaliðinu Kristianstad

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í leik með Barcelona á síðustu leiktíð.
Aron í leik með Barcelona á síðustu leiktíð. vísir/getty
Aron Pálmarsson og félagar rústuðu Íslendingaliði Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Munurinn endaði í nítján mörkum, 44-25.

Það var jafnræði með liðunum þangað til um miðjan fyrri hálfleikinn er Barcelona breytti stöðunni úr 10-10 19-13 en þannig var staðan í hálfleik.

Í síðari hálfleik settu spænsku meistararnir í fluggír og Svíarnir fundu engin svör. Niðurstaðan nítján marka sigur, algjört burst, 44-25.

Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir Svíana og þeir Arnar Freyr Arnarsson og Teitur Örn Einarsson sitt hvort markið. Kristianstad er án stiga í riðlinum eftir þrjá leiki.

Aron komst ekki á blað í leiknum en reikna má með að hann hafi verið hvíldur í leiknum þar sem hann tók ekki skot að marki Svíana. Barcelona er með fjögur stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×