Handbolti

Óðinn skoraði tvö í bursti í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð þar sem hann lék frábærlega.
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð þar sem hann lék frábærlega. vísir/vilhelm
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk fyrir GOG sem rúllaði yfir Álaborg í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, 34-25.

Það var strax fljótt í hvað stefndi því er tuttugu mínútur voru liðnar af toppslagnum voru GOG-menn með tíu marka forskot.

Í hálfleik var munurinn á liðunum svo ellefu mörk, 20-9, en Álaborg lagaði stöðuna í hálfleik. Niðurstaðan níu marka sigur GOG, 34-25.

Óðinn Þór skoraði tvö mörk fyrir GOG sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með tíu stig eftir fyrstu sex leikina.

Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú fyrir Álaborg og Janus Daði Smárason tvö. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari en liðið er í öðru sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×