Fótbolti

Tók Willum 34 mínútur að koma sér á blað í Hvíta-Rússlandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Willum í leik með Blikum á síðustu leiktíð.
Willum í leik með Blikum á síðustu leiktíð. VÍSIR/BÁRA
Willum Þór Willumsson er kominn á blað í Hvíta-Rússlandi með Bate Borisov en hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Isloch í bikarnum í dag.

Willum gekk í raðir Bate í síðasta mánuði og hefur hægt og rólega verið að koma sér inn í hlutina hjá nýju félagi í nýju landi. Hann var í byrjunarliðinu í dag og það tók hann ekki nema 34 mínútur að koma sér á blað.

Tveimur mínútum síðar jafnaði Isloch metin og staðan var 1-1 í hálfleik. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur urðu 1-1 niðurstaðan.

Leikurinn var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitunum í bikarnum í Hvíta-Rússlandi. Síðari leikurinn fer fram næsta fimmtudag og þar skerst úr hvort liðið fer áfram í undanúrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×