Fótbolti

Hélt hreinu annan leikinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ögmundur í leik með íslenska landsliðinu.
Ögmundur í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Ögmundur Kristinsson hélt marki sínu hreinu þegar AEL Larissa vann 2-0 sigur á Levadiakos í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var fyrsti deildarsigur Larissa síðan liðið vann Smyrnis, 3-0, þann 12. janúar síðastliðinn.

Ögmundur hefur haldið hreinu í tveimur leikjum í röð. Í síðustu umferð gerði Larissa markalaust jafntefli við OFI Crete á útivelli.

Með sigrinum í dag komst Larissa upp í 11. sæti deildarinnar. Liðið er fimm stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×