Fótbolti

Rostov án sigurs í sex deildarleikjum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar stóð fyrir sínu í vörn Rostov.
Ragnar stóð fyrir sínu í vörn Rostov. vísir/getty
Íslendingaliðið Rostov gerði markalaust jafntefli við Arsenal Tula í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Rostov hefur ekki unnið í sex deildarleikjum í röð. Liðið er í 7. sætinu með 26 stig, þremur stigum frá Evrópusæti.

Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson voru í byrjunarliði Rostov. Sá síðarnefndi var tekinn af velli á 77. mínútu. Viðar Örn Kjartansson var ekki í leikmannahópi Rostov í dag.

Íslendingaliðinu hefur gengið bölvanlega að skora á tímabilinu. Rostov hefur einungis skorað 15 mörk í 19 deildarleikjum. Aðeins þrjú neðstu liðin hafa skorað færri mörk. 

Rostov hefur hins vegar aðeins fengið á sig tólf mörk, næstfæst allra liða í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×