Strax á áttundu mínútu átti Jón Dagur frábæran sprett upp vinstri vænginn. Hann fór illa með varnarmann, kom sér yfir á hægri fótinn og gaf fyrir á fjærstöng þar sem hinn 19 ára Albert Grønbæk skallaði knöttinn í netið.
Jón Dagur Þorsteinsson pic.twitter.com/nTo1MF8t52
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) April 22, 2021
Staðan orðin 1-0 og reyndust það hálfleikstölur. Jón Dagur nældi sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli á 84. mínútu. Alexander Ammitzboll tryggði sigur svo AGF með marki í uppbótartíma leiksins, lokatölur 2-0.
AGF er þar með komið upp í 3. sæti en FC Kaupmannahöfn er í 4. sæti en á leik til góða.