Spænska blaðið Mundo Deportivo, sem er frá Barcelona, slær því upp í morgun að Barcelona hafi áhuga á því að fá Raheem Sterling frá Manchester City þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.
Barcelona hefur þá aðeins möguleika á því að fá Sterling á láni en leikmaðurinn er með samning við Manchester City út 2022-23 tímabilið.
In the papers this morning...
— BBC Sport (@BBCSport) October 5, 2021
Xavi to take over from Koeman
Everton with an eye on Donny van de Beek after failed summer move
Man Utd tracking Franck Kessie
Raheem Sterling a Barcelona target
And plenty more!
Barcelona missti auðvitað bæði Lionel Messi og Antoine Griezmann í sumar og þá hafa þeir Sergio Agüero og Ousmane Dembélé verið að glíma við meiðsli.
Það hefur ekki verið rismikill sóknarleikur hjá Barcelona liðinu í upphafi tímabils og þeir hafa hvorki skorað né náð skoti á mark í fyrstu tveimur leikjunum í Meistaradeildinni.
Raheem Sterling hefur aðeins skorað eitt mark í tíu leikjum í öllum keppnum með Manchester City á leiktíðinni. Sterling hefur aðeins byrjað 3 af 9 leikjum í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni og var tekin af velli í tveimur af þremur byrjunarliðsleikjum sínum.
"THERE IS MONEY TO SIGN"
— FCBarcelonaFl (@FCBarcelonaFl) October 4, 2021
Barça has 16 million 'fair-play' euros if they want to strengthen the team in January with objectives like Sterling and Dani Olmo pic.twitter.com/8NEgBJsSWo
Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæma fjárhagsstöðu Barcelona en það lítur þó út fyrir það samkvæmt frétt Mundo Deportivo að verði þó einhverjir peningar í boði fyrir nýja leikmenn í janúar.
Sterling hefur verið orðaður við Barcelona áður en nú færist aftur kraftur í það fótboltaslúður með þessum fréttum frá Spáni.
Það er þó ekki aðeins rætt um mögulega komu hins 26 ára gamla Raheem Sterling heldur einnig gæti spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo verið á leiðinni til Börsunga. Olmo er 23 ára vængmaður sem spilar með RB Leipzig í Þýskalandi.