Southampton og Man United í sérflokki þegar kom að því að spila táningum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 08:30 Armando Broja og Tino Livramento hófu síðasta tímabil ensku úrvalsdeildarinnar sem táningar. Sá síðarnefndi er enn aðeins 19 ára gamall. Robin Jones/Getty Images Á síðustu leiktíð var Southampton eina félag ensku úrvalsdeildarinnar sem spilaði leikmönnum yngri en tvítugt í samtals meira en 2000 mínútur. Á sama tíma fengu engir leikmenn undir tvítugt tækifæri hjá Chelsea, Burnley, Leicester City og Newcastle United. Íþróttamiðillinn The Athletic hefur tekið saman hvaða félög í ensku úrvalsdeildinni spiluðu táningum - það er leikmönnum undir tvítugt - hvað mest á liðnu tímabili. Southampton er algjörlega í sérflokki með 2222 mínútur samtals. Að vissu leyti getur Southampton þakkað Chelsea fyrir þessar 2222 mínútur þar sem þær koma aðallega frá tveimur leikmönnum og hvorugur er uppalinn hjá félaginu. Hinn 19 ára gamli Tino Livramento var keyptur frá Chelsea fyrir tímabilið og endaði á að spila stóra rulla í hægri bakverði liðsins. Hann meiddist illa undir lok tímabils en hafði fram að því spilað nær alla leiki liðsins. Þá kom Armando Broja á láni frá Chelsea en hann náði að spila þónokkrar mínútur áður en hann varð tvítugur þann 10. september á síðasta ári. Í öðru sæti listans er Manchester United með alls 1527 mínútur. Mason Greenwood hóf tímabilið sem lykilmaður liðsins en eftir að í ljós kom að hann hafði beitt þáverandi kærustu sían bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi var hann settur til hliðar. Litlar sem engar líkur er á því að hann spili aftur fyrir félagið. Hinn sænski Anthony Elanga fékk þá óvænt tækifæri og spilað töluvert magn af leikjum á síðari hluta tímabilsins. Ásamt honum fengu táningarnir Hannibal Mejbri, Shola Shoretire og Alejandro Garnacho mínútur hér og þar. Hér má sjá listann sem The Athletic tók saman.The Athletic Líkt og má sjá á myndinni hér að ofan þá var Norwich City í 3. sæti listans á meðan Liverpool væri mögulega hærra ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Harvey Elliott. Manchester City er í 10. sæti, Arsenal sæti neðar og Tottenham Hotspur í 16. sæit með aðeins þrjár mínútur alls. Þá fengu táningar aldrei tækifæri með Burnley, Chelsea, Leicester City og Newcastle United á síðustu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Íþróttamiðillinn The Athletic hefur tekið saman hvaða félög í ensku úrvalsdeildinni spiluðu táningum - það er leikmönnum undir tvítugt - hvað mest á liðnu tímabili. Southampton er algjörlega í sérflokki með 2222 mínútur samtals. Að vissu leyti getur Southampton þakkað Chelsea fyrir þessar 2222 mínútur þar sem þær koma aðallega frá tveimur leikmönnum og hvorugur er uppalinn hjá félaginu. Hinn 19 ára gamli Tino Livramento var keyptur frá Chelsea fyrir tímabilið og endaði á að spila stóra rulla í hægri bakverði liðsins. Hann meiddist illa undir lok tímabils en hafði fram að því spilað nær alla leiki liðsins. Þá kom Armando Broja á láni frá Chelsea en hann náði að spila þónokkrar mínútur áður en hann varð tvítugur þann 10. september á síðasta ári. Í öðru sæti listans er Manchester United með alls 1527 mínútur. Mason Greenwood hóf tímabilið sem lykilmaður liðsins en eftir að í ljós kom að hann hafði beitt þáverandi kærustu sían bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi var hann settur til hliðar. Litlar sem engar líkur er á því að hann spili aftur fyrir félagið. Hinn sænski Anthony Elanga fékk þá óvænt tækifæri og spilað töluvert magn af leikjum á síðari hluta tímabilsins. Ásamt honum fengu táningarnir Hannibal Mejbri, Shola Shoretire og Alejandro Garnacho mínútur hér og þar. Hér má sjá listann sem The Athletic tók saman.The Athletic Líkt og má sjá á myndinni hér að ofan þá var Norwich City í 3. sæti listans á meðan Liverpool væri mögulega hærra ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Harvey Elliott. Manchester City er í 10. sæti, Arsenal sæti neðar og Tottenham Hotspur í 16. sæit með aðeins þrjár mínútur alls. Þá fengu táningar aldrei tækifæri með Burnley, Chelsea, Leicester City og Newcastle United á síðustu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira