Leynd hvílir yfir upphæðinni sem Sádar greiða KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 16:01 Aron Einar Gunnarsson leikur sennilega sinn hundraðasta A-landsleik gegn Sádi-Arabíu á sunnudaginn. Getty/Robbie Jay Barratt Knattspyrnusamband Íslands hyggst ekki greina frá því hve margar milljónir sambandið fær fyrir að samþykkja að karlalandslið Íslands spili vináttulandsleikinn við Sádi-Arabíu á sunnudaginn. Ísland og Sádi-Arabía mætast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en gagnrýnt hefur verið að KSÍ skuli samþykkja boð Sáda, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem framin eru í landinu. Eitt dæmi um þau brot eru aftökur í landinu en fyrr á þessu ári, þann 12. mars, lét konungdæmið aflífa 81 manns á einum degi. Pyntingar eru notaðar sem refsing í landinu, tjáningarfrelsi heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í viðtali við Vísi í sumar að hún skyldi vel að ekki væru allir sáttir við ákvörðunina um að samþykkja boð Sáda. „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ sagði Vanda. „Þeir [Sádar] höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ sagði Vanda og bætti við að KSÍ hefði ráðfært sig við utanríkisráðuneytið áður en boð Sáda var samþykkt. Vanda gaf ekki upp hve háa upphæð Sádar hefðu greitt KSÍ vegna leiksins, heldur sagði aðeins að þeir myndu greiða allan kostnað. Þó er ljóst að við það bætist aukaupphæð en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti við Fótbolta.net í dag að það væri trúnaðarmál hve há sú upphæð væri. Undirbúa sig fyrir HM með leiknum við Ísland Sádar hafa frá því lok september spilað fimm vináttulandsleiki og eftir leikinn við Ísland mæta þeir Panama og loks Króatíu, áður en þeir halda til Katar og spila þar á HM. Fyrsti leikur liðsins á HM er gegn Argentínu 22. nóvember. Íslenska landsliðið er ekki með sinn sterkasta hóp að þessu sinni en hópurinn er að stóru leyti skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni á Íslandi. Þó eru einnig í liðinu leikmenn sem spila erlendis, eins og til að mynda fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið er mætt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og æfði þar í dag. A few pics from today´s training in UAE. pic.twitter.com/ldfPRmrQtR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 3, 2022 Ein breyting hefur orðið á íslenska hópnum sem Arnar Þór Viðarsson valdi í síðasta mánuði því Júlíus Magnússon var kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar. Í hópnum eru tíu leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Eftir leik sinn við Sádi-Arabíu heldur íslenska liðið áfram til Suður-Kóreu og leikur þar annan vináttulandsleik við heimamenn, í Seúl 11. nóvember. Fótbolti Sádi-Arabía KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Sjá meira
Ísland og Sádi-Arabía mætast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en gagnrýnt hefur verið að KSÍ skuli samþykkja boð Sáda, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem framin eru í landinu. Eitt dæmi um þau brot eru aftökur í landinu en fyrr á þessu ári, þann 12. mars, lét konungdæmið aflífa 81 manns á einum degi. Pyntingar eru notaðar sem refsing í landinu, tjáningarfrelsi heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í viðtali við Vísi í sumar að hún skyldi vel að ekki væru allir sáttir við ákvörðunina um að samþykkja boð Sáda. „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ sagði Vanda. „Þeir [Sádar] höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ sagði Vanda og bætti við að KSÍ hefði ráðfært sig við utanríkisráðuneytið áður en boð Sáda var samþykkt. Vanda gaf ekki upp hve háa upphæð Sádar hefðu greitt KSÍ vegna leiksins, heldur sagði aðeins að þeir myndu greiða allan kostnað. Þó er ljóst að við það bætist aukaupphæð en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti við Fótbolta.net í dag að það væri trúnaðarmál hve há sú upphæð væri. Undirbúa sig fyrir HM með leiknum við Ísland Sádar hafa frá því lok september spilað fimm vináttulandsleiki og eftir leikinn við Ísland mæta þeir Panama og loks Króatíu, áður en þeir halda til Katar og spila þar á HM. Fyrsti leikur liðsins á HM er gegn Argentínu 22. nóvember. Íslenska landsliðið er ekki með sinn sterkasta hóp að þessu sinni en hópurinn er að stóru leyti skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni á Íslandi. Þó eru einnig í liðinu leikmenn sem spila erlendis, eins og til að mynda fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið er mætt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og æfði þar í dag. A few pics from today´s training in UAE. pic.twitter.com/ldfPRmrQtR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 3, 2022 Ein breyting hefur orðið á íslenska hópnum sem Arnar Þór Viðarsson valdi í síðasta mánuði því Júlíus Magnússon var kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar. Í hópnum eru tíu leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Eftir leik sinn við Sádi-Arabíu heldur íslenska liðið áfram til Suður-Kóreu og leikur þar annan vináttulandsleik við heimamenn, í Seúl 11. nóvember.
Fótbolti Sádi-Arabía KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti