Slóvakía og Rúmenía sættust á stig sem sendir þau á­fram

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bæði lið gátu fagnað í leikslok enda komin áfram í 16-liða úrslit.
Bæði lið gátu fagnað í leikslok enda komin áfram í 16-liða úrslit. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Rúmenía og Slóvakía skildu jöfn 1-1 í lokaleik E-riðils. Rúmenía stendur því uppi sem sigurvegari E-riðilsins, Slóvakía hafnar í 4. sæti með fjögur stig og bæði lið því örugg áfram í 16-liða úrslit. 

Rúmenar áttu fyrstu marktilraun leiksins á 11. mínútu. Lukas Haraslin þeyttist þá upp vinstri vænginn, keyrði inn völlinn og tók skot með hægri fæti sem Martin Dubravka þurfti að hafa sig allan við að verja.

Slóvakía komst yfir á 25. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Juraj Kucka sem rataði til Ondrej Duda og hann skallaði boltann í markið.

Forystan hélst ekki lengi því rétt rúmum tíu mínútum síðar gaf Slóvakía frá sér vítaspyrnu. Brotið var rétt á mörkum þess að vera víti en línan er hluti af teignum og ákvörðun dómara stóð því eftir myndbandsskoðun.

Razvan Marin steig á punktinn og jafnaði með þrumuskoti í efra vinstra hornið, algjörlega óverjandi vítaspyrna og hálfleikstölur 1-1.

Slóvakar áttu frábæran spilkafla um miðjan seinni hálfleik (63-65 mín færin). Fyrst var það upp hægri vænginn og endaði með skoti David Strelec sem markmaðurinn varði með fætinum.

Mínútu síðar var það svo á vinstri vængnum sem Lukas Haraslin átti frábært skot en það flaug rétt framhjá markinu.

Það var fátt um góð marktækifæri það sem eftir lifði leiks, bæði lið sátt við stigið sem dugði þeim áfram í 16-liða úrslit.

E-riðilinn er sá allra jafnasti á mótinu, öll lið enduðu með 4 stig. Rúmenía endar í efsta sæti eftir innbyrðis sigur gegn Belgíu, sem endaði í 2. sæti. Slóvakía endar í þriðja sæti þar sem þeir eru með betri markatölu en Úkraína. Slóvakía er öruggt áfram í 16-liða úrslit sem eitt af fjórum bestu þriðja sætis liðunum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira