Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Aron Guðmundsson skrifar 10. desember 2024 09:32 Júlíus er að upplifa frábæra tíma sem fyrirliði Frederikstad í Noregi. Liðið náði frábærum árangri sem nýliði í norsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili og tryggði sér síðan norska bikarmeistaratitilinn á laugardaginn síðastliðinn með taugatrekkjandi sigri gegn Molde í úrslitaleiknum. Þar var það Júlíus sem tryggði bikarmeistaratitilinn. fredrikstadfk.no „Þetta hlýtur að vera besta árið mitt hingað til,“ segir Júlíus Magnússon, nýkrýndur bikarmeistari í Noregi með liði Frederikstad sem er að upplifa hamingjuríka tíma innan sem utan vallar. Hann er á leiðinni með félaginu í Evrópukeppni. Júlíus, sem er fyrirliði Fredrikstad, tryggði liðinu norska bikarmeistaratitilinn, þann fyrsta síðan árið 2006, með því að skora úr síðustu vítaspyrnu liðsins í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum gegn Molde á laugardaginn síðastliðinn. Frederikstad er með sigursælustu félögum Noregs en risinn hefur verið sofandi undanfarna áratugi. „Ég vissi það fyrir að ég myndi taka þessa fimmtu vítaspyrnu ef að henni kæmi,“ segir Júlíus í samtali við Vísi um markið úr vítaspyrnunni sem tryggði Frederikstad bikarmeistaratitilinn. „Maður vonaðist til þess að markvörðurinn okkar myndi verja einhverjar spyrnur þannig að maður þyrfti ekki að stíga á punktinn en það var samt einhvern veginn meira stressandi að horfa á liðsfélagana taka vítaspyrnu heldur en að gera það sjálfur.“ Þegar að þú ert kominn í þennan gír, ert svona rosalega nálægt þessu, þá ertu ekkert að hugsa neitt rosalega mikið. Kýlir bara á þetta og gerir þitt besta. Það gekk í þetta sinn. Þetta var ólýsanlegt. Það var geðshræring sem átti sér stað í kjölfarið og þá sérstaklega miðað við þær aðstæður sem uppi voru. Molde er stærra liðið, með miklu meiri pening á bak við sig og við komum inn í þennan leik sem minni spámaðurinn. Það voru hins vegar aðstæður sem höfðu verið uppi í norsku úrvalsdeildinni hjá okkur á tímabilinu. Við slógum út góð lið á leiðinni í úrslitaleikinn og þegar að maður tekur allt með í jöfnuna er þetta bara extra sætara. Maður er enn að átta sig á þessu en við erum virkilega vel að þessu komnir. Liðið átti þetta fullkomlega skilið. Þetta var engin heppni. Við áttum skilið að vinna þennan leik þrátt fyrir að hann hafi verið lokaður. Mér finnst við eiga fullan rétt á þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Norges Fotballforbund (@norgesfotballforbund) Taugatrekkjandi atlaga að bikarnum Gengi Frederikstad í norska bikarnum var dramatískt í meira lagi. Í átta liða úrslitunum fór leikur liðsins gegn Vålerenga í framlengingu, undanúrslitaleikurinn gegn KFUM Oslo fór í vítaspyrnukeppni og sömu sögu var að segja af úrslitaleiknum um nýliðna helgi. Fyrir úrslitaleikinn gegn Molde var leikur liðanna frá því fyrr á tímabilinu, sem endaði með 6-1 sigri Molde, leikmönnum Frederikstad ofarlega í huga. „Það var algjör undantekningar leikur hjá liðinu. Fyrir þann leik höfðum við verið í góðu flæði en komum næstum því bara kokhraustir inn í hann þar sem að Molde hafði tapað í Evrópudeildinni fyrr í vikunni og voru særðir. Þeir voru hins vegar tilbúnir í að sýna hversu góðir þeir væru og gjörsamlega káluðu okkur. Við litum alveg á þann leik í vikunni fyrir þennan úrslitaleik, greindum hvað við þyrftum að vera vakandi fyrir því þegar að andstæðingar Molde mæta ekki vel inn stilltir til leiks á móti þeim eru þeir mjög góðir. Það var nákvæmlega það sem að við litum á því við vorum það alls ekki í fyrri leiknum. Við vildum bara hefna fyrir þennan leik og það er ekki til betri staður fyrir það heldur en hreinn úrslitaleikur. Þetta var mjög lokaður leikur, lítið af opnum færum. Þeir fengu eitt dauðafæri í byrjun leiks en svo fannst mér við taka yfir leikinn þegar að leið á. Tilfinning mín var sú að leikmenn Molde væru bara búnir á því. Svo stigum við fast á bensíngjöfina undir lokin þegar að flestir hjá þeim voru byrjaðir að fá krampa. Við fengum tvö til þrjú mjög góð færi til að alveg í lokin, hefðum geta stolið þessu þar. En bara mjög lokaður leikur tveggja liða sem vildu ekki gefa færi á sér. Voru að bíða eftir mistökum frá andstæðingnum. Taktískt.“ „Guði sé lof“ Fulkommin endapunktur og frábært tímabil Fredrikstad sneri aftur í norsku úrvalsdeildina og lauk tímabilinu í sjötta sæti, aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti sem var þó tryggt að lokum með sigri í bikarnum. Risinn virðist vaknaður á nýjan leik. „Maður var svekktur að hafa ekki náð Evrópusæti í deildinni. Auðvitað er það skrítið að segja að maður sé svekktur með það en við vorum bara það nálægt Evrópusæti, tveimur stigum frá því. Það sýnir bara hversu gott tímabil þetta var. Guði sé lof náðum við í þetta Evrópusæti í gegnum bikarinn því það skiptir bara rosalega miklu máli. Þetta er bara alveg eins og á Íslandi. Liðin skera sig frá öðrum þegar að þau komast í þessi Evrópusæti varðandi fjármuni og annað. Það getur skipt gríðarlegu máli. Svona virkar bara fótboltinn. Bikarinn á loft hjá fyrirliðanum Júlíusi MagnússyniVísir/Getty Félagið í heild sinni hefur verið sofandi risi í langan tíma. Maður sér það kannski einna helst á útileikjum í deildinni sem og í leik eins og bikarúrslitunum þegar að einn fimmti hluti eða einn sjötti af íbúafjölda bæjarins mætir á leikinn. Svo tók við enn stærri fögnuður þegar komið var til baka í bæinn sjálfan. Maður finnur fyrir miklum fótboltahugsunarhætti í öllum hér. Meira að segja hjá mörgum sem horfa yfir höfuð ekkert mikið á fótbolta en fylgist samt með Frederikstad því það er félagið þeirra. Maður finnur mjög sterkt fyrir því.“ Liðið fór langt fram úr þeim markmiðum sem sett voru fyrir tímabilið. „Þetta er eiginlega búið að vera of gott til að vera satt næstum því miðað við hversu mikla peninga við lögðum í þetta miðað við önnur lið og allt svoleiðis. Það sýnir bara hversu vel þjálfaðir við erum. Hversu vel við höfum æft. Við sáum það mjög oft í leikjum okkar á tímabilinu að við vorum að klára leikina í enda leiks eða ná að jafna þá þegar að við áttum ekki svo góðan dag. Það býr mikill karakter í þessu liði sem skilar þessum árangri. Sjötta sæti og bikartitill eftir að hafa komið upp í efstu deild fyrir tímabilið er ansi sterkt. Við þurfum núna að horfa enn þá lengra enn þetta.“ Leikmenn Frederikstad fögnuðu dátt í leikslokVísir/Getty Frederikstad fer í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili. Sigur þar fleytir liðinu áfram í umspilið og er þar komið í lykilstöðu upp á annað hvort sæti í deildarkeppni Evrópu- eða Sambandsdeildarinnar. „Við erum bara mjög nálægt því að fá þetta lengra tímabil eins og Víkingur er að fá núna heima. Það yrði ansi stórt. Sérstaklega þegar að maður er í þessu og þetta er það sem manni langar hvað mest að gera.“ „Var klárlega ákveðin áhætta“ Talandi um Víkinga. Júlíus á sérstaka tengingu við það félag eftir að hafa verið leikmaður þess og voru margir sem undruðust á því þegar að hann gekk til liðs við Frederikstad árið 2023. Félagið var þá í næstefstu deild og kaus Júlíus að fara þangað þrátt fyrir að vera með tilboð frá félögum í efstu deild. „Eftiráhyggja hefur þetta klárlega gengið eins vel upp og hægt er. Þetta var klárlega ákveðin áhætta að fara út í þetta lið og í þessa deild á sínum tíma því að í fyrra voru engin teikn á lofti um að liðið væri að fara fljúga upp. Ég fann hins vegar fyrir því eftir að hafa skoðað þennan möguleika betur, séð hvaða þjálfari var að taka við og hvaða leikmenn félagið væri að sækja, að það væri verið að leggja vel í þetta. Svo skoðaði maður sögu félagsins og þá tikkaði þetta í mörg box upp á að geta náð árangri.“ Júlíus Magnússon, leiðtoginn í liði Frederikstad@fredrikstadfk Og ekki nóg með það þá varð hann fljótt fyrirliði liðsins. „Það gefur manni miklu meira sjálfstraust inn í liðið. Auðvitað smá viðbrigði að koma út í lið og til lands þar sem að maður þarf að læra tungumálið, hvað þá að fá svo fyrirliðabandið og þurfa þá að geta tjáð sig á öðru tungumáli. Nokkrum tungumálum í leik meira að segja sem gerir þetta enn þá meira krefjandi og skemmtilegt fyrir vikið.“ Spenntur fyrir föðurhlutverkinu Bikarmeistari, leiðir liðið einnig til góðs árangurs í norsku úrvalsdeildinni. Maður skyldi halda að árið gæti vart orðið betra fyrir Júlíus en stærstu fréttirnar í hans lífi undanfarið ár hafa án efa verið þau tíðindi að hann er að verða faðir en Júlíus og unnusta hans Thelma Rut fengu þær fregnir fyrr á árinu að þau ættu von á sínu fyrsta barni. „Þetta er búin að vera smá geðshræring síðan í sumar síðan að við fengum þær fréttir. Líka bara að vera mikið viðloðandi landsliðið og upplifað mikla velgengni með liðinu og að fara verða pabbi. Þetta hlýtur að vera besta árið mitt hingað til.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Rut Ólafsdóttir (@thelmarutolafs) Hvernig leggst föðurhlutverkið í þig? „Mjög vel. Mjög spenntur að takast á við þetta því ég held að það sé ansi gefandi, þegar að þú ert fótboltamaður og það einbeittur á eitt, að geta allt í einu sett aðra hluti í samhengi og sett sjálfan þig í annað og þriðja sæti vegna þess að það eru mun mikilvægari hlutir til staðar sem taka meiri tíma frá þér. Ég held það sé bara ansi gott fyrir hausinn og almenna vellíðan að geta fengið að hugsa um eitthvað annað. Held að það taki bara fullt af stressi og áhyggjum af manni þegar að nálgast leik og svona. Maður horfir allt öðruvísi á lífið þegar að þú ert kominn með lítið barn í heiminn.“ Leið illa að fara frá Víkingi Horfir á alla leiki með Víkingum. Eins og fyrr sagði er Júlíus mikill Víkingur. Þrátt fyrir að vera í Noregi fylgist hann vel með gangi mála í Víkinni en félagið er nú í góðri stöðu í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu og horfir hýru auga til sætis í næstu umferð keppninnar. Júlíus í leik með Víkingum á sínum tíma „Ég horfi á hvern einasta leik hjá liðinu og skiptir ekki máli hvort það sé keppnis- eða æfingarleikur. Ógeðslega gaman að fylgjast með þeim. Maður öfundar þá líka. Sérstaklega þegar að þeir unnu tvöfalt í fyrra og komust í Evrópu. Þetta kitlar alveg, að vera einmitt í þessu eftir að hafa verið í Evrópu einu sinni með þeim. Það er bara ótrúlega gaman að sjá liðið gera vel og á sama tíma er maður ótrúlega ánægður fyrir þeirra hönd og ánægður að hafa tekið þetta skref út vegna þess að manni leið svolítið illa þegar að maður fór fyrst út. Fannst maður vera að skilja liðið eftir í erfiðri stöðu. Þeir gerðu hins vegar mjög vel í framhaldinu, unnu tvöfalt og það gerði þetta allt saman enn betra fyrir vikið.“ Samkeppnin í landsliðinu hörð Júlíus hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið, reglulegur hluti af leikmannahópi liðsins en ekki tekist af alvöru að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið. Honum líður ekki eins og það sé verið að sofa á sér og hæfileikum sínum. Samkeppnin í liðinu inn á miðjunni sé einfaldlega mjög mikil. „Það eru bara frábærir leikmenn í þessu landsliði. Þeir eru komnir lengra en ég á ferlinum. Búnir að taka skref frá þeim stað sem ég er á núna. Búnir að taka lengri skref og fleiri. Ég þarf að vinna mér inn fyrir meiri spilatíma og sýna hvað ég get með árangri hjá félagsliði og öðru. Á sama tíma verð ég svo að grípa mín tækifæri þegar þau koma og ef eitthvað skyldi koma upp á verð ég bara að vera klár vegna þess að svoleiðis virkar þetta. Þú þarft bara að vera klár ef kallið skyldi koma. Það ætla ég að reyna gera.“ Júlíus Magnússon hefur spilað fimm A-landsleiki.Getty/Jonathan Moscrop Framundan er stórt og mikilvægt ár fyrir íslenska landsliðið. Allt hefst þetta með einvígi við Kósovó um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar og svo á seinni helmingi ársins tekur undankeppni HM 2026 við. „Það eru teikn á lofti með það fyrir augum að geta náð árangri og skapað okkar eigin árangur. Eftir að gömlu karlarnir náðu öllum þessum árangri þurfa einhverjir að taka við. Strákarnir sem eru að koma upp, ég nefni sem dæmi Hákon Arnar og Orra Stein, eru bara toppklassa leikmenn. Við höfum ekki haft þessa leikmenn í þessum liðum í nokkur ár og þeir geta klárlega verið mikil innspýting í landsliðið á næstu árum.“ Norski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Íslendingar erlendis Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Júlíus, sem er fyrirliði Fredrikstad, tryggði liðinu norska bikarmeistaratitilinn, þann fyrsta síðan árið 2006, með því að skora úr síðustu vítaspyrnu liðsins í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum gegn Molde á laugardaginn síðastliðinn. Frederikstad er með sigursælustu félögum Noregs en risinn hefur verið sofandi undanfarna áratugi. „Ég vissi það fyrir að ég myndi taka þessa fimmtu vítaspyrnu ef að henni kæmi,“ segir Júlíus í samtali við Vísi um markið úr vítaspyrnunni sem tryggði Frederikstad bikarmeistaratitilinn. „Maður vonaðist til þess að markvörðurinn okkar myndi verja einhverjar spyrnur þannig að maður þyrfti ekki að stíga á punktinn en það var samt einhvern veginn meira stressandi að horfa á liðsfélagana taka vítaspyrnu heldur en að gera það sjálfur.“ Þegar að þú ert kominn í þennan gír, ert svona rosalega nálægt þessu, þá ertu ekkert að hugsa neitt rosalega mikið. Kýlir bara á þetta og gerir þitt besta. Það gekk í þetta sinn. Þetta var ólýsanlegt. Það var geðshræring sem átti sér stað í kjölfarið og þá sérstaklega miðað við þær aðstæður sem uppi voru. Molde er stærra liðið, með miklu meiri pening á bak við sig og við komum inn í þennan leik sem minni spámaðurinn. Það voru hins vegar aðstæður sem höfðu verið uppi í norsku úrvalsdeildinni hjá okkur á tímabilinu. Við slógum út góð lið á leiðinni í úrslitaleikinn og þegar að maður tekur allt með í jöfnuna er þetta bara extra sætara. Maður er enn að átta sig á þessu en við erum virkilega vel að þessu komnir. Liðið átti þetta fullkomlega skilið. Þetta var engin heppni. Við áttum skilið að vinna þennan leik þrátt fyrir að hann hafi verið lokaður. Mér finnst við eiga fullan rétt á þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Norges Fotballforbund (@norgesfotballforbund) Taugatrekkjandi atlaga að bikarnum Gengi Frederikstad í norska bikarnum var dramatískt í meira lagi. Í átta liða úrslitunum fór leikur liðsins gegn Vålerenga í framlengingu, undanúrslitaleikurinn gegn KFUM Oslo fór í vítaspyrnukeppni og sömu sögu var að segja af úrslitaleiknum um nýliðna helgi. Fyrir úrslitaleikinn gegn Molde var leikur liðanna frá því fyrr á tímabilinu, sem endaði með 6-1 sigri Molde, leikmönnum Frederikstad ofarlega í huga. „Það var algjör undantekningar leikur hjá liðinu. Fyrir þann leik höfðum við verið í góðu flæði en komum næstum því bara kokhraustir inn í hann þar sem að Molde hafði tapað í Evrópudeildinni fyrr í vikunni og voru særðir. Þeir voru hins vegar tilbúnir í að sýna hversu góðir þeir væru og gjörsamlega káluðu okkur. Við litum alveg á þann leik í vikunni fyrir þennan úrslitaleik, greindum hvað við þyrftum að vera vakandi fyrir því þegar að andstæðingar Molde mæta ekki vel inn stilltir til leiks á móti þeim eru þeir mjög góðir. Það var nákvæmlega það sem að við litum á því við vorum það alls ekki í fyrri leiknum. Við vildum bara hefna fyrir þennan leik og það er ekki til betri staður fyrir það heldur en hreinn úrslitaleikur. Þetta var mjög lokaður leikur, lítið af opnum færum. Þeir fengu eitt dauðafæri í byrjun leiks en svo fannst mér við taka yfir leikinn þegar að leið á. Tilfinning mín var sú að leikmenn Molde væru bara búnir á því. Svo stigum við fast á bensíngjöfina undir lokin þegar að flestir hjá þeim voru byrjaðir að fá krampa. Við fengum tvö til þrjú mjög góð færi til að alveg í lokin, hefðum geta stolið þessu þar. En bara mjög lokaður leikur tveggja liða sem vildu ekki gefa færi á sér. Voru að bíða eftir mistökum frá andstæðingnum. Taktískt.“ „Guði sé lof“ Fulkommin endapunktur og frábært tímabil Fredrikstad sneri aftur í norsku úrvalsdeildina og lauk tímabilinu í sjötta sæti, aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti sem var þó tryggt að lokum með sigri í bikarnum. Risinn virðist vaknaður á nýjan leik. „Maður var svekktur að hafa ekki náð Evrópusæti í deildinni. Auðvitað er það skrítið að segja að maður sé svekktur með það en við vorum bara það nálægt Evrópusæti, tveimur stigum frá því. Það sýnir bara hversu gott tímabil þetta var. Guði sé lof náðum við í þetta Evrópusæti í gegnum bikarinn því það skiptir bara rosalega miklu máli. Þetta er bara alveg eins og á Íslandi. Liðin skera sig frá öðrum þegar að þau komast í þessi Evrópusæti varðandi fjármuni og annað. Það getur skipt gríðarlegu máli. Svona virkar bara fótboltinn. Bikarinn á loft hjá fyrirliðanum Júlíusi MagnússyniVísir/Getty Félagið í heild sinni hefur verið sofandi risi í langan tíma. Maður sér það kannski einna helst á útileikjum í deildinni sem og í leik eins og bikarúrslitunum þegar að einn fimmti hluti eða einn sjötti af íbúafjölda bæjarins mætir á leikinn. Svo tók við enn stærri fögnuður þegar komið var til baka í bæinn sjálfan. Maður finnur fyrir miklum fótboltahugsunarhætti í öllum hér. Meira að segja hjá mörgum sem horfa yfir höfuð ekkert mikið á fótbolta en fylgist samt með Frederikstad því það er félagið þeirra. Maður finnur mjög sterkt fyrir því.“ Liðið fór langt fram úr þeim markmiðum sem sett voru fyrir tímabilið. „Þetta er eiginlega búið að vera of gott til að vera satt næstum því miðað við hversu mikla peninga við lögðum í þetta miðað við önnur lið og allt svoleiðis. Það sýnir bara hversu vel þjálfaðir við erum. Hversu vel við höfum æft. Við sáum það mjög oft í leikjum okkar á tímabilinu að við vorum að klára leikina í enda leiks eða ná að jafna þá þegar að við áttum ekki svo góðan dag. Það býr mikill karakter í þessu liði sem skilar þessum árangri. Sjötta sæti og bikartitill eftir að hafa komið upp í efstu deild fyrir tímabilið er ansi sterkt. Við þurfum núna að horfa enn þá lengra enn þetta.“ Leikmenn Frederikstad fögnuðu dátt í leikslokVísir/Getty Frederikstad fer í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili. Sigur þar fleytir liðinu áfram í umspilið og er þar komið í lykilstöðu upp á annað hvort sæti í deildarkeppni Evrópu- eða Sambandsdeildarinnar. „Við erum bara mjög nálægt því að fá þetta lengra tímabil eins og Víkingur er að fá núna heima. Það yrði ansi stórt. Sérstaklega þegar að maður er í þessu og þetta er það sem manni langar hvað mest að gera.“ „Var klárlega ákveðin áhætta“ Talandi um Víkinga. Júlíus á sérstaka tengingu við það félag eftir að hafa verið leikmaður þess og voru margir sem undruðust á því þegar að hann gekk til liðs við Frederikstad árið 2023. Félagið var þá í næstefstu deild og kaus Júlíus að fara þangað þrátt fyrir að vera með tilboð frá félögum í efstu deild. „Eftiráhyggja hefur þetta klárlega gengið eins vel upp og hægt er. Þetta var klárlega ákveðin áhætta að fara út í þetta lið og í þessa deild á sínum tíma því að í fyrra voru engin teikn á lofti um að liðið væri að fara fljúga upp. Ég fann hins vegar fyrir því eftir að hafa skoðað þennan möguleika betur, séð hvaða þjálfari var að taka við og hvaða leikmenn félagið væri að sækja, að það væri verið að leggja vel í þetta. Svo skoðaði maður sögu félagsins og þá tikkaði þetta í mörg box upp á að geta náð árangri.“ Júlíus Magnússon, leiðtoginn í liði Frederikstad@fredrikstadfk Og ekki nóg með það þá varð hann fljótt fyrirliði liðsins. „Það gefur manni miklu meira sjálfstraust inn í liðið. Auðvitað smá viðbrigði að koma út í lið og til lands þar sem að maður þarf að læra tungumálið, hvað þá að fá svo fyrirliðabandið og þurfa þá að geta tjáð sig á öðru tungumáli. Nokkrum tungumálum í leik meira að segja sem gerir þetta enn þá meira krefjandi og skemmtilegt fyrir vikið.“ Spenntur fyrir föðurhlutverkinu Bikarmeistari, leiðir liðið einnig til góðs árangurs í norsku úrvalsdeildinni. Maður skyldi halda að árið gæti vart orðið betra fyrir Júlíus en stærstu fréttirnar í hans lífi undanfarið ár hafa án efa verið þau tíðindi að hann er að verða faðir en Júlíus og unnusta hans Thelma Rut fengu þær fregnir fyrr á árinu að þau ættu von á sínu fyrsta barni. „Þetta er búin að vera smá geðshræring síðan í sumar síðan að við fengum þær fréttir. Líka bara að vera mikið viðloðandi landsliðið og upplifað mikla velgengni með liðinu og að fara verða pabbi. Þetta hlýtur að vera besta árið mitt hingað til.“ View this post on Instagram A post shared by Thelma Rut Ólafsdóttir (@thelmarutolafs) Hvernig leggst föðurhlutverkið í þig? „Mjög vel. Mjög spenntur að takast á við þetta því ég held að það sé ansi gefandi, þegar að þú ert fótboltamaður og það einbeittur á eitt, að geta allt í einu sett aðra hluti í samhengi og sett sjálfan þig í annað og þriðja sæti vegna þess að það eru mun mikilvægari hlutir til staðar sem taka meiri tíma frá þér. Ég held það sé bara ansi gott fyrir hausinn og almenna vellíðan að geta fengið að hugsa um eitthvað annað. Held að það taki bara fullt af stressi og áhyggjum af manni þegar að nálgast leik og svona. Maður horfir allt öðruvísi á lífið þegar að þú ert kominn með lítið barn í heiminn.“ Leið illa að fara frá Víkingi Horfir á alla leiki með Víkingum. Eins og fyrr sagði er Júlíus mikill Víkingur. Þrátt fyrir að vera í Noregi fylgist hann vel með gangi mála í Víkinni en félagið er nú í góðri stöðu í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu og horfir hýru auga til sætis í næstu umferð keppninnar. Júlíus í leik með Víkingum á sínum tíma „Ég horfi á hvern einasta leik hjá liðinu og skiptir ekki máli hvort það sé keppnis- eða æfingarleikur. Ógeðslega gaman að fylgjast með þeim. Maður öfundar þá líka. Sérstaklega þegar að þeir unnu tvöfalt í fyrra og komust í Evrópu. Þetta kitlar alveg, að vera einmitt í þessu eftir að hafa verið í Evrópu einu sinni með þeim. Það er bara ótrúlega gaman að sjá liðið gera vel og á sama tíma er maður ótrúlega ánægður fyrir þeirra hönd og ánægður að hafa tekið þetta skref út vegna þess að manni leið svolítið illa þegar að maður fór fyrst út. Fannst maður vera að skilja liðið eftir í erfiðri stöðu. Þeir gerðu hins vegar mjög vel í framhaldinu, unnu tvöfalt og það gerði þetta allt saman enn betra fyrir vikið.“ Samkeppnin í landsliðinu hörð Júlíus hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið, reglulegur hluti af leikmannahópi liðsins en ekki tekist af alvöru að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið. Honum líður ekki eins og það sé verið að sofa á sér og hæfileikum sínum. Samkeppnin í liðinu inn á miðjunni sé einfaldlega mjög mikil. „Það eru bara frábærir leikmenn í þessu landsliði. Þeir eru komnir lengra en ég á ferlinum. Búnir að taka skref frá þeim stað sem ég er á núna. Búnir að taka lengri skref og fleiri. Ég þarf að vinna mér inn fyrir meiri spilatíma og sýna hvað ég get með árangri hjá félagsliði og öðru. Á sama tíma verð ég svo að grípa mín tækifæri þegar þau koma og ef eitthvað skyldi koma upp á verð ég bara að vera klár vegna þess að svoleiðis virkar þetta. Þú þarft bara að vera klár ef kallið skyldi koma. Það ætla ég að reyna gera.“ Júlíus Magnússon hefur spilað fimm A-landsleiki.Getty/Jonathan Moscrop Framundan er stórt og mikilvægt ár fyrir íslenska landsliðið. Allt hefst þetta með einvígi við Kósovó um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar og svo á seinni helmingi ársins tekur undankeppni HM 2026 við. „Það eru teikn á lofti með það fyrir augum að geta náð árangri og skapað okkar eigin árangur. Eftir að gömlu karlarnir náðu öllum þessum árangri þurfa einhverjir að taka við. Strákarnir sem eru að koma upp, ég nefni sem dæmi Hákon Arnar og Orra Stein, eru bara toppklassa leikmenn. Við höfum ekki haft þessa leikmenn í þessum liðum í nokkur ár og þeir geta klárlega verið mikil innspýting í landsliðið á næstu árum.“
Norski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Íslendingar erlendis Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira