Fleiri fréttir Sveitarstjórn Borgarbyggðar með áhyggjur af Bifröst Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir miklum áhyggjum af hugmyndum um samruna Háskólanna að Bifröst og í Reykjavík. Í yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar segir að fjöldi starfsmanna muni flytjast frá Bifröst til Reykjavíkur og að héraðið muni missa einn af sínum mikilvægustu vinnustöðum. 8.11.2010 08:25 Námumaður hljóp maraþon Einn námumanna Þrjátíu og þriggja sem sátu fastir í námu í Chile eins og frægt er orðið, tók sig til og hljóp í New York maraþoninu um helgina. Hinn 34 ára gamli Edison Pena hljóp kílómetrana 42 á fimm klukkustundum og 50 mínútum en frægt var þegar hann sagðist hafa haldið heilsunni í námunni með því að skokka um göngin á hverjum degi. 8.11.2010 08:20 Barnshafandi flutt með þyrlu frá Eyjum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gærkvöldi barnshafandi konu til Vestmannaeyja þar sem læknar töldu öruggara að hún fæddi barn sitt á fæðingadeildinni í Reykjavík. 8.11.2010 08:19 Rannsaka „mannrán“ á Akureyri Lögreglan á Akureyri er enn engu nær um einskonar mannrán sem framið var á bílastæði í bænum í gærmorgun. 8.11.2010 07:20 Súdan gæti losnað af hryðjuverkalista Bandaríkjastjórn hefur gert stjórnvöldum í Súdan tilboð um að ríkið verði fjarlægt af lista ríkja sem styðja við hryðjuverkahópa. Súdan losnar við stimpilinn ef yfirvöld tryggja að kosningar sem fara eiga fram í landinu í janúar á næsta ári verða gagnsæjar og lausar við spillingu. 8.11.2010 07:17 Olíusmit í hreyflum Airbus A380 Ástralska flugfélagið Qantas ætlar að kyrrsetja Airbus A380 risaþotur félagsins í þrjá daga til viðbótar en smávægilegir gallar hafa fundist í hreyflum vélanna. Hreyfill Airbus þotu sprakk í loft upp á dögunum yfir Singapore svo flugmennirnir þurftu að nauðlenda. Í kjölfarið fóru allar vélar sömu gerðar í ítarlega skoðun og segir forstjóri félagsins að í þreur vélum af sex hafi fundist olíusmit þar sem ekkert slíkt ætti að vera í svo nýjum hreyflum, en þeir eru tveggja ára gamlir. 8.11.2010 07:10 Bílþjófur gómaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann á bíl, sem stolið var fyrir nokkrum dögum. Hann hafði skipt um númeraplötur á honum til að villa um fyrir lögreglu. Annar ökumaður var tekinn úr umferð í nótt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 8.11.2010 07:05 Brotist inn um hábjartan dag Þjófar brutust inn í íbúðarhús við fjölfarna götu í Keflavík um miðjan dag í gær og létu greipar sópa. Þeir stálu sjónvörpum, hljómflutningstækjum, myndavélum tölvum og fleiru. 8.11.2010 07:03 Er rólegri en vill ekki borða Útselskópurinn Golli sem gekk á land við beituskúr í Breiðdalsvík í síðustu viku er kominn til Vestmannaeyja þar sem starfsmenn á Fiska- og náttúrugripasafninu fóstra hann. Kópurinn er ungur, enn á mjólkurstigi, og verður í Eyjum þar til hann er orðinn nógu stór til að vera sleppt á haf út. „Hann hefur það ágætt greyið þannig séð en er tregur til að borða og það er erfitt að koma fæðu ofan í hann þar sem hann er nautsterkur,“ segir Georg Skæringsson, starfsmaður safnsins og „fósturmamma“ Golla í 8.11.2010 06:30 Útskrifa lögfræðinga án grunnþekkingar „Ég hef áhyggjur af því hvort menntun lögfræðinga sé í öllum tilvikum nógu góð,“ segir Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands. 8.11.2010 06:00 Hagkvæmari fyrir sveitarfélög Sjálfstætt starfandi leikskólar fá að meðaltali 86 til 94 prósent af þeim kostnaði sem sveitarfélögin leggja til eigin leikskóla. Í flestum tilvikum innheimta einkareknu leikskólarnir ekki hærri skólagjöld en leikskólar sveitarfélaganna og eru þannig reknir fyrir umtalsvert lægri fjárhæðir. 8.11.2010 06:00 Íslensku þjóðgildin eru jafnrétti og frelsi „Áhugavert er að sömu gildi eru fundarmönnum efst í huga á tveimur þjóðfundum,“ segir Gunnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur, sem greint hefur niðurstöður þjóðfundanna tveggja. „Ef til vill má kalla þau hin íslensku þjóðgildi sem ríkja um þessar mundir.“ 8.11.2010 06:00 Sósíalistar fengu gott fylgi Frambjóðendum Sósíalistaflokksins í sveitarstjórnarkosningum á Grikklandi í gær virtist ætla að ganga vel, ef marka má fyrstu tölur. Þar með minnka likur á því að George Papandreou forsætisráðherra boði til þingkosninga. 8.11.2010 05:30 Segist munu leiðrétta stefnuna Barack Obama Bandaríkjaforseti segist þurfa að leiðrétta stefnu sína heima fyrir vegna kosningaúrslita, þar sem andstæðingar hans náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins. 8.11.2010 05:00 Neyta sjaldnar áfengis Unglingar í 10. bekkjum grunnskóla segjast neyta mun sjaldnar áfengis nú heldur en fyrir 12 árum. Í könnunum sem Rannsóknir og greining hafa framkvæmt árlega meðal tíundubekkinga síðastliðin tólf ár sést að áfengisneysla hefur dregist verulega saman. Árið 1998 sögðust 42 prósent unglinga hafa orðið ölvuð einhverntímann síðustu 30 daga, en 14 prósent árið 2010. 8.11.2010 05:00 Sáttmáli skrifaður fyrir Íslendinga Jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, heiðarleiki og réttlæti eru á meðal þeirra helstu gilda sem fundargestir vilja að lögð verði til grundvallar í nýrri stjórnarskrá. Helstu niðurstöður Þjóðfundar um stjórnarskrá sem haldinn var á laugardag voru kynntar á blaðamannafundi í gær. Fundargestir voru um 950 talsins af landinu öllu. 8.11.2010 04:00 Styrjaldir morgundagsins verða háðar á internetinu Fréttaskýring: Hvernig mun öryggis- og viðbragðsteymi gegn tölvuárásum sem stjórnvöld hafa ákveðið að stofna verja netkerfi landsins? „Oft er sagt að styrjaldir morgundagsins verði háðar á internetinu," segir Þorleifur Jónsson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar. 8.11.2010 03:30 Gagnrýndi stjórn sósíalista á Spáni Mikill mannfjöldi fylgdist með Benedikt XVI. páfa þegar hann vígði hina sérstæðu kirkju, Sagrada familia, sem setur svip sinn á Barcelona á Spáni. Þegar páfi kom til kirkjunnar í gær biðu þar um 200 samkynhneigðir sem efndu til kossamótmæla gegn stefnu kaþólsku kirkjunnar, sem lítur samkynhneigð óhýru auga. 8.11.2010 03:15 Síminn rauðglóandi vegna bílalána Margir hafa sett í sig í samband við talsmann neytenda á síðustu vikum til að lýsa yfir óánægju með endurútreikninga á gengisbundnum lánum. Síminn hjá talsmanni hefur varla stoppað. 7.11.2010 19:30 Féll í sprungu og fékk aðstoð við að ná í byssuna Rjúpnaveiðimaður féll í sprungu við gíginn Lúdent sem er austan við Mývatn um fimmleytið í dag. Maðurinn, sem var á veiðum ásamt félaga sínum, reyndist ómeiddur, en samkvæmt fyrstu boðum komst hann ekki upp úr sprungunni. Björgunarsveitin Stefán í Mývavatnssveit var í framhaldinu kölluð út. 7.11.2010 19:06 Árni Páll: Millistéttin gæti þurrkast út Millistéttin á Íslandi mun þurrkast út og ungt fólk flýja land ef því verður gert að borga svimandi háa skatta til að fjármagna almenna niðurfærslu skulda. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 7.11.2010 18:30 Samstarfið gengur vel „Jón er borgarstjóri og hann stendur sig mjög vel, en þetta er líka hópvinna. Við erum ekki bara ein í Samfylkingunni og Besta flokknum að stjórna. Við gerum það með stórum hópi harðsnúinna starfsmanna Reykjavíkurborgar og síðan viljum við líka vinna með þeim sem eru í hinum flokkunum,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, aðspurður hvort hann sé hinn raunverulegi borgarstjóri í Reykjavík. 7.11.2010 20:45 Ísland verði miðstöð millilandaflugs frá Grænlandi Íslandsstofa bindur vonir við að Ísland verði miðstöð millilandaflugs frá Grænlandi, en hingað til hafa Grænlendingar alltaf flogið í gegnum Kaupmannahöfn. Sendinefnd frá Íslandsstofu fer til Grænlands í vikunni til að kynna verkefnið. 7.11.2010 18:53 Ekki mörg dæmi um að fólk flýi skuldir Umboðsmaður skuldara segir að það séu ekki mörg dæmi um að fólk flýi skuldir sínar með því að flytja til útlanda. 7.11.2010 18:35 Hugnast samstarf háskólanna í Borgarfirði Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af framkomnum hugmyndum um innlimun Háskólans á Bifröst í Háskólann í Reykjavík. Tillögurnar fela í sér að háskólanám á Bifröst muni leggjast af og það nám sem eftir stendur mun veikjast verulega, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá sveitarstjórn Borgarbyggðar. Sveitarstjórnin fagnar framkomnum hugmyndum um aukið samstarf háskólanna í Borgarfjarðarhéraði og mun leggja sitt af mörkum til þess að háskólarnir vaxi og dafni. 7.11.2010 18:27 Byssumanninum lýst sem einfara Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Malmö í Svíþjóð, grunaður um að hafa staðið á bakvið átta skotárásir á innflytjendur þar í borg. Maðurinn, sem er 38 ára gamall, var handtekinn í íbúð sinni í miðbæ Malmö um klukkan sex síðdegis í gær. 7.11.2010 17:51 Varað við vindhviðum undir Eyjafjölllum Snarpar vindhviður eru undir Eyjafjöllum og eru vegfarendur beðnir um að aka með gát, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 7.11.2010 17:35 Orðspor fjórflokksins lélegt „Íslendingar hafa sýnt aðgerðarleysi ríkisstjórnar Samfylkingar og VG gríðarlegt langlundargeð. Það orsakast af því hvað hinir hlutar fjórflokksins hafa lélegt orðspor," segir í ályktun sem miðstjórn Frjálslynda flokksins samþykkti og sendi frá sér í dag. 7.11.2010 17:28 Ferðir Herjólfs falla niður Vegna veðurs mun Herjólfur ekki fara fleiri ferðir í dag milli lands og Vestmannaeyja. Farnar voru ferðir í morgun en hádegisferð sem var áætluð féll niður. Áætlað er að Herjólfur muni sigla frá Vestmannaeyjum klukkan 7:30 á morgun og frá Landeyjahöfn klukkan 9. 7.11.2010 16:56 Afstaða rektors kom mönnum í opna skjöldu Afstaða Magnúsar Árna Magnússonar, rektors Háskólans á Bifröst, um að slíta eigi viðræðum um sameiningu skólans við Háskólann í Reykjavík, kom stjórnarformönnum skólanna í opna skjöldu. Viðræðum um mögulega sameiningu verður haldið áfram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá Andrési Magnússyni, formanni stjórnar Háskólans á Bifröst, og Finn Oddssyni, formanni háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. 7.11.2010 16:27 Skýr grunngildi Niðurstöður Þjóðfundarins sem fram fór í Laugardalshöll í gær voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Meðal helstu niðurstaðna eru að náttúra og auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem eigi að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Þá er kveðið á um að atkvæða vægi verði jafnt, þingseta þingmanna verði háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Þá er lagt til að skipan dómara verði endurskoðuð. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings, að mati Þjóðfundarins. 7.11.2010 16:09 Berlusconi segi af sér Gianfranco Fini, forseti ítalska þingsins, vill að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segi af sér embætti. Fini er einn af stofnendum Frelsisflokks Berlusconi, en hann sagði skilið við flokkinn í sumar. Nokkrir þingmenn gerðu slíkt hið sama og við það veiktist pólitísk staða Berlusconi mikið. Ríkisstjórn hans hefur ekki lengur þingmeirihluta. 7.11.2010 15:57 Elísabet drottning komin á Facebook Elísabet II, drottning Breta, hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook. Þetta gerir hún einkum fyrir tilstuðlan prinsessanna Beatrice og Eugenie sem eru dætur Andrews prins og Söruh Ferguson hertogaynju af York. Ár er frá því að drottningin hóf að nota Twitter en um jólin verða liðin þrjú ár frá því að hún opnaði sína eigin konunglegu síðu á myndbandavefnum YouTube. 7.11.2010 15:34 Jón Gnarr: Ísbjarnarverkefnið í fullri vinnslu Jón Gnarr, borgarstjóri, segir að enn sé unnið að því að fá ísbjörn í Fjölskyldu- og húsadýragarðinn og að tíðinda sé að vænta. 7.11.2010 14:49 Óásættanlegt að leggja niður háskólastarf á Bifröst Hollvinasamtök Háskólans á Bifröst leggjast alfarið gegn hugmyndum sem fela í sér að háskólakennsla verði flutt frá Bifröst til Reykjavíkur. Samtökin leggja ríka áherslu á að sameiningarviðræður Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík sem hafa staðið undanfarna mánuði fari fram á jafnræðisgrunni. „Að okkur hálfu er mjög skýrt að það á ekki að leggja Bifröst niður," segir formaður samtakanna. 7.11.2010 14:22 Meiri starfsánægja á Landspítalanum Starfsánægja og starfsandi á Landspítalanum mælist heldur meiri og betri en árið 2006. Þá hefur streita aukast en að sama skapi telur starfsfólk spítalans að vinnuálag hafi nær haldist óbreytt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, á heimsíðu spítalans. Þar fjallar Björn um fyrstu niðurstöður í nýafstaðinni könnun á starfsumhverfi. 7.11.2010 13:50 Byssumaðurinn neitar sök Maðurinn sem sænska lögreglan handtók í gær og er grunaður um að hafa skotið á fjölda innflytjenda að undanförnu neitar sök. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins en lögregla boðaði til boðaði til blaðamannafundar í hádeginu vegna málsins. 7.11.2010 13:05 Hillary gagnrýnir kosningarnar í Búrma Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnir þingkosningarnar sem fara fram í Búrma í dag. Hún tekur undir með stjórnarandstæðingum sem segja kosningarnar ólýðræðislegar. Stjórnarandstæðingar fullyrða að herforingjastjórnin muni hagræða úrslitunum. Almenningur eru því hvattur til að halda sig heima og greiða ekki atkvæði í kosningum. 7.11.2010 12:51 Segir aðildarferlið við ESB uppi á skeri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekkert samræmi sé í þeim úrræðum sem skuldurum í erfiðri stöðu standi til boða. Bjarni svarar því ekki hreint út hvort hann vilji draga aðildarumsókn að ESB til baka, en það var niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó aðildarferlið uppi á skeri. 7.11.2010 12:46 Þjóðfundurinn gæti aukið bilið milli almennings og stjórnmála Sænskur prófessor í stjórnmálafræði sem kom hingað til að fylgjast með Þjóðfundinum segir að fundurinn sé afar áhugaverð tilraun, sem sé einstæð á Norðurlöndum. Verði hins vegar ekki hlustað á fólkið gæti fundurinn orðið til að auka bilið á milli almennings og stjórnmála. 7.11.2010 12:45 Segir andstöðu AGS þurrka millistéttina út Andstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við almenna niðurfærslu skulda mun þurrka út millistéttina á Íslandi að mati Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Sjóðurinn vill einungis færa niður skuldir þeirra sem þegar eru komnir í þrot. 7.11.2010 12:15 Langflestir telja að niðurstöðurnar muni gagnast stjórnlagaþingi Þjóðfundur um stjórnarskrá tókst afar vel að mati þátttakenda, en 950 manns sátu fundinn. Í fundarlok voru þátttakendur allir inntir álits á framkvæmd og áhrifum fundarins. 93% þeirra telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 7.11.2010 11:28 Bjarni: Engin töfralausn í boði „Vandamálið er það að það er stanslaust verið að gefa í skyn að það sé einhver töfralausn handan við hornið,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Það sé engin töfralausn í boði þegar kemur að skuldamálum heimilanna. 7.11.2010 10:59 Skrímsladeildir virkjaðar Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að svo virðist sem skrímsladeildir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafa verið virkjaðar til gera fólkið að baki mótmælunum á Austurvelli tortryggilegt. Þetta sé ein af ástæðunum fyrri dræmri þáttöku á fimmtudaginn. „Ekki einu sinni sjálfstæðismenn töluðu svona um mótmælin í janúar 2009," segir Þór og bætir við að talað hafi verið um mótmælendur af lítilsvirðingu. 7.11.2010 10:21 Reyndu að ræna formúlukappa Heimsmeistarinn í Formúlu 1 kappakstrinum, Englendingurinn Jenson Button, slapp úr klóm glæpamanna í Sao Paulo í Brasilíu í gær. Sex vopnaðir menn gerðu tilraun til að stöðva bifreið Buttons þegar hann var á leið heim á hótel eftir æfingu fyrir Brasilíukappaksturinn. Formúlukappinn var í lögreglufylgd og komst óskaddaður heim á hótel. 7.11.2010 10:13 Sjá næstu 50 fréttir
Sveitarstjórn Borgarbyggðar með áhyggjur af Bifröst Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir miklum áhyggjum af hugmyndum um samruna Háskólanna að Bifröst og í Reykjavík. Í yfirlýsingu sveitarstjórnarinnar segir að fjöldi starfsmanna muni flytjast frá Bifröst til Reykjavíkur og að héraðið muni missa einn af sínum mikilvægustu vinnustöðum. 8.11.2010 08:25
Námumaður hljóp maraþon Einn námumanna Þrjátíu og þriggja sem sátu fastir í námu í Chile eins og frægt er orðið, tók sig til og hljóp í New York maraþoninu um helgina. Hinn 34 ára gamli Edison Pena hljóp kílómetrana 42 á fimm klukkustundum og 50 mínútum en frægt var þegar hann sagðist hafa haldið heilsunni í námunni með því að skokka um göngin á hverjum degi. 8.11.2010 08:20
Barnshafandi flutt með þyrlu frá Eyjum Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í gærkvöldi barnshafandi konu til Vestmannaeyja þar sem læknar töldu öruggara að hún fæddi barn sitt á fæðingadeildinni í Reykjavík. 8.11.2010 08:19
Rannsaka „mannrán“ á Akureyri Lögreglan á Akureyri er enn engu nær um einskonar mannrán sem framið var á bílastæði í bænum í gærmorgun. 8.11.2010 07:20
Súdan gæti losnað af hryðjuverkalista Bandaríkjastjórn hefur gert stjórnvöldum í Súdan tilboð um að ríkið verði fjarlægt af lista ríkja sem styðja við hryðjuverkahópa. Súdan losnar við stimpilinn ef yfirvöld tryggja að kosningar sem fara eiga fram í landinu í janúar á næsta ári verða gagnsæjar og lausar við spillingu. 8.11.2010 07:17
Olíusmit í hreyflum Airbus A380 Ástralska flugfélagið Qantas ætlar að kyrrsetja Airbus A380 risaþotur félagsins í þrjá daga til viðbótar en smávægilegir gallar hafa fundist í hreyflum vélanna. Hreyfill Airbus þotu sprakk í loft upp á dögunum yfir Singapore svo flugmennirnir þurftu að nauðlenda. Í kjölfarið fóru allar vélar sömu gerðar í ítarlega skoðun og segir forstjóri félagsins að í þreur vélum af sex hafi fundist olíusmit þar sem ekkert slíkt ætti að vera í svo nýjum hreyflum, en þeir eru tveggja ára gamlir. 8.11.2010 07:10
Bílþjófur gómaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann á bíl, sem stolið var fyrir nokkrum dögum. Hann hafði skipt um númeraplötur á honum til að villa um fyrir lögreglu. Annar ökumaður var tekinn úr umferð í nótt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 8.11.2010 07:05
Brotist inn um hábjartan dag Þjófar brutust inn í íbúðarhús við fjölfarna götu í Keflavík um miðjan dag í gær og létu greipar sópa. Þeir stálu sjónvörpum, hljómflutningstækjum, myndavélum tölvum og fleiru. 8.11.2010 07:03
Er rólegri en vill ekki borða Útselskópurinn Golli sem gekk á land við beituskúr í Breiðdalsvík í síðustu viku er kominn til Vestmannaeyja þar sem starfsmenn á Fiska- og náttúrugripasafninu fóstra hann. Kópurinn er ungur, enn á mjólkurstigi, og verður í Eyjum þar til hann er orðinn nógu stór til að vera sleppt á haf út. „Hann hefur það ágætt greyið þannig séð en er tregur til að borða og það er erfitt að koma fæðu ofan í hann þar sem hann er nautsterkur,“ segir Georg Skæringsson, starfsmaður safnsins og „fósturmamma“ Golla í 8.11.2010 06:30
Útskrifa lögfræðinga án grunnþekkingar „Ég hef áhyggjur af því hvort menntun lögfræðinga sé í öllum tilvikum nógu góð,“ segir Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands. 8.11.2010 06:00
Hagkvæmari fyrir sveitarfélög Sjálfstætt starfandi leikskólar fá að meðaltali 86 til 94 prósent af þeim kostnaði sem sveitarfélögin leggja til eigin leikskóla. Í flestum tilvikum innheimta einkareknu leikskólarnir ekki hærri skólagjöld en leikskólar sveitarfélaganna og eru þannig reknir fyrir umtalsvert lægri fjárhæðir. 8.11.2010 06:00
Íslensku þjóðgildin eru jafnrétti og frelsi „Áhugavert er að sömu gildi eru fundarmönnum efst í huga á tveimur þjóðfundum,“ segir Gunnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur, sem greint hefur niðurstöður þjóðfundanna tveggja. „Ef til vill má kalla þau hin íslensku þjóðgildi sem ríkja um þessar mundir.“ 8.11.2010 06:00
Sósíalistar fengu gott fylgi Frambjóðendum Sósíalistaflokksins í sveitarstjórnarkosningum á Grikklandi í gær virtist ætla að ganga vel, ef marka má fyrstu tölur. Þar með minnka likur á því að George Papandreou forsætisráðherra boði til þingkosninga. 8.11.2010 05:30
Segist munu leiðrétta stefnuna Barack Obama Bandaríkjaforseti segist þurfa að leiðrétta stefnu sína heima fyrir vegna kosningaúrslita, þar sem andstæðingar hans náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins. 8.11.2010 05:00
Neyta sjaldnar áfengis Unglingar í 10. bekkjum grunnskóla segjast neyta mun sjaldnar áfengis nú heldur en fyrir 12 árum. Í könnunum sem Rannsóknir og greining hafa framkvæmt árlega meðal tíundubekkinga síðastliðin tólf ár sést að áfengisneysla hefur dregist verulega saman. Árið 1998 sögðust 42 prósent unglinga hafa orðið ölvuð einhverntímann síðustu 30 daga, en 14 prósent árið 2010. 8.11.2010 05:00
Sáttmáli skrifaður fyrir Íslendinga Jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, heiðarleiki og réttlæti eru á meðal þeirra helstu gilda sem fundargestir vilja að lögð verði til grundvallar í nýrri stjórnarskrá. Helstu niðurstöður Þjóðfundar um stjórnarskrá sem haldinn var á laugardag voru kynntar á blaðamannafundi í gær. Fundargestir voru um 950 talsins af landinu öllu. 8.11.2010 04:00
Styrjaldir morgundagsins verða háðar á internetinu Fréttaskýring: Hvernig mun öryggis- og viðbragðsteymi gegn tölvuárásum sem stjórnvöld hafa ákveðið að stofna verja netkerfi landsins? „Oft er sagt að styrjaldir morgundagsins verði háðar á internetinu," segir Þorleifur Jónsson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar. 8.11.2010 03:30
Gagnrýndi stjórn sósíalista á Spáni Mikill mannfjöldi fylgdist með Benedikt XVI. páfa þegar hann vígði hina sérstæðu kirkju, Sagrada familia, sem setur svip sinn á Barcelona á Spáni. Þegar páfi kom til kirkjunnar í gær biðu þar um 200 samkynhneigðir sem efndu til kossamótmæla gegn stefnu kaþólsku kirkjunnar, sem lítur samkynhneigð óhýru auga. 8.11.2010 03:15
Síminn rauðglóandi vegna bílalána Margir hafa sett í sig í samband við talsmann neytenda á síðustu vikum til að lýsa yfir óánægju með endurútreikninga á gengisbundnum lánum. Síminn hjá talsmanni hefur varla stoppað. 7.11.2010 19:30
Féll í sprungu og fékk aðstoð við að ná í byssuna Rjúpnaveiðimaður féll í sprungu við gíginn Lúdent sem er austan við Mývatn um fimmleytið í dag. Maðurinn, sem var á veiðum ásamt félaga sínum, reyndist ómeiddur, en samkvæmt fyrstu boðum komst hann ekki upp úr sprungunni. Björgunarsveitin Stefán í Mývavatnssveit var í framhaldinu kölluð út. 7.11.2010 19:06
Árni Páll: Millistéttin gæti þurrkast út Millistéttin á Íslandi mun þurrkast út og ungt fólk flýja land ef því verður gert að borga svimandi háa skatta til að fjármagna almenna niðurfærslu skulda. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 7.11.2010 18:30
Samstarfið gengur vel „Jón er borgarstjóri og hann stendur sig mjög vel, en þetta er líka hópvinna. Við erum ekki bara ein í Samfylkingunni og Besta flokknum að stjórna. Við gerum það með stórum hópi harðsnúinna starfsmanna Reykjavíkurborgar og síðan viljum við líka vinna með þeim sem eru í hinum flokkunum,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, aðspurður hvort hann sé hinn raunverulegi borgarstjóri í Reykjavík. 7.11.2010 20:45
Ísland verði miðstöð millilandaflugs frá Grænlandi Íslandsstofa bindur vonir við að Ísland verði miðstöð millilandaflugs frá Grænlandi, en hingað til hafa Grænlendingar alltaf flogið í gegnum Kaupmannahöfn. Sendinefnd frá Íslandsstofu fer til Grænlands í vikunni til að kynna verkefnið. 7.11.2010 18:53
Ekki mörg dæmi um að fólk flýi skuldir Umboðsmaður skuldara segir að það séu ekki mörg dæmi um að fólk flýi skuldir sínar með því að flytja til útlanda. 7.11.2010 18:35
Hugnast samstarf háskólanna í Borgarfirði Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af framkomnum hugmyndum um innlimun Háskólans á Bifröst í Háskólann í Reykjavík. Tillögurnar fela í sér að háskólanám á Bifröst muni leggjast af og það nám sem eftir stendur mun veikjast verulega, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá sveitarstjórn Borgarbyggðar. Sveitarstjórnin fagnar framkomnum hugmyndum um aukið samstarf háskólanna í Borgarfjarðarhéraði og mun leggja sitt af mörkum til þess að háskólarnir vaxi og dafni. 7.11.2010 18:27
Byssumanninum lýst sem einfara Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Malmö í Svíþjóð, grunaður um að hafa staðið á bakvið átta skotárásir á innflytjendur þar í borg. Maðurinn, sem er 38 ára gamall, var handtekinn í íbúð sinni í miðbæ Malmö um klukkan sex síðdegis í gær. 7.11.2010 17:51
Varað við vindhviðum undir Eyjafjölllum Snarpar vindhviður eru undir Eyjafjöllum og eru vegfarendur beðnir um að aka með gát, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 7.11.2010 17:35
Orðspor fjórflokksins lélegt „Íslendingar hafa sýnt aðgerðarleysi ríkisstjórnar Samfylkingar og VG gríðarlegt langlundargeð. Það orsakast af því hvað hinir hlutar fjórflokksins hafa lélegt orðspor," segir í ályktun sem miðstjórn Frjálslynda flokksins samþykkti og sendi frá sér í dag. 7.11.2010 17:28
Ferðir Herjólfs falla niður Vegna veðurs mun Herjólfur ekki fara fleiri ferðir í dag milli lands og Vestmannaeyja. Farnar voru ferðir í morgun en hádegisferð sem var áætluð féll niður. Áætlað er að Herjólfur muni sigla frá Vestmannaeyjum klukkan 7:30 á morgun og frá Landeyjahöfn klukkan 9. 7.11.2010 16:56
Afstaða rektors kom mönnum í opna skjöldu Afstaða Magnúsar Árna Magnússonar, rektors Háskólans á Bifröst, um að slíta eigi viðræðum um sameiningu skólans við Háskólann í Reykjavík, kom stjórnarformönnum skólanna í opna skjöldu. Viðræðum um mögulega sameiningu verður haldið áfram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá Andrési Magnússyni, formanni stjórnar Háskólans á Bifröst, og Finn Oddssyni, formanni háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. 7.11.2010 16:27
Skýr grunngildi Niðurstöður Þjóðfundarins sem fram fór í Laugardalshöll í gær voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Meðal helstu niðurstaðna eru að náttúra og auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem eigi að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Þá er kveðið á um að atkvæða vægi verði jafnt, þingseta þingmanna verði háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Þá er lagt til að skipan dómara verði endurskoðuð. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings, að mati Þjóðfundarins. 7.11.2010 16:09
Berlusconi segi af sér Gianfranco Fini, forseti ítalska þingsins, vill að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segi af sér embætti. Fini er einn af stofnendum Frelsisflokks Berlusconi, en hann sagði skilið við flokkinn í sumar. Nokkrir þingmenn gerðu slíkt hið sama og við það veiktist pólitísk staða Berlusconi mikið. Ríkisstjórn hans hefur ekki lengur þingmeirihluta. 7.11.2010 15:57
Elísabet drottning komin á Facebook Elísabet II, drottning Breta, hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook. Þetta gerir hún einkum fyrir tilstuðlan prinsessanna Beatrice og Eugenie sem eru dætur Andrews prins og Söruh Ferguson hertogaynju af York. Ár er frá því að drottningin hóf að nota Twitter en um jólin verða liðin þrjú ár frá því að hún opnaði sína eigin konunglegu síðu á myndbandavefnum YouTube. 7.11.2010 15:34
Jón Gnarr: Ísbjarnarverkefnið í fullri vinnslu Jón Gnarr, borgarstjóri, segir að enn sé unnið að því að fá ísbjörn í Fjölskyldu- og húsadýragarðinn og að tíðinda sé að vænta. 7.11.2010 14:49
Óásættanlegt að leggja niður háskólastarf á Bifröst Hollvinasamtök Háskólans á Bifröst leggjast alfarið gegn hugmyndum sem fela í sér að háskólakennsla verði flutt frá Bifröst til Reykjavíkur. Samtökin leggja ríka áherslu á að sameiningarviðræður Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík sem hafa staðið undanfarna mánuði fari fram á jafnræðisgrunni. „Að okkur hálfu er mjög skýrt að það á ekki að leggja Bifröst niður," segir formaður samtakanna. 7.11.2010 14:22
Meiri starfsánægja á Landspítalanum Starfsánægja og starfsandi á Landspítalanum mælist heldur meiri og betri en árið 2006. Þá hefur streita aukast en að sama skapi telur starfsfólk spítalans að vinnuálag hafi nær haldist óbreytt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, á heimsíðu spítalans. Þar fjallar Björn um fyrstu niðurstöður í nýafstaðinni könnun á starfsumhverfi. 7.11.2010 13:50
Byssumaðurinn neitar sök Maðurinn sem sænska lögreglan handtók í gær og er grunaður um að hafa skotið á fjölda innflytjenda að undanförnu neitar sök. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins en lögregla boðaði til boðaði til blaðamannafundar í hádeginu vegna málsins. 7.11.2010 13:05
Hillary gagnrýnir kosningarnar í Búrma Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýnir þingkosningarnar sem fara fram í Búrma í dag. Hún tekur undir með stjórnarandstæðingum sem segja kosningarnar ólýðræðislegar. Stjórnarandstæðingar fullyrða að herforingjastjórnin muni hagræða úrslitunum. Almenningur eru því hvattur til að halda sig heima og greiða ekki atkvæði í kosningum. 7.11.2010 12:51
Segir aðildarferlið við ESB uppi á skeri Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekkert samræmi sé í þeim úrræðum sem skuldurum í erfiðri stöðu standi til boða. Bjarni svarar því ekki hreint út hvort hann vilji draga aðildarumsókn að ESB til baka, en það var niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó aðildarferlið uppi á skeri. 7.11.2010 12:46
Þjóðfundurinn gæti aukið bilið milli almennings og stjórnmála Sænskur prófessor í stjórnmálafræði sem kom hingað til að fylgjast með Þjóðfundinum segir að fundurinn sé afar áhugaverð tilraun, sem sé einstæð á Norðurlöndum. Verði hins vegar ekki hlustað á fólkið gæti fundurinn orðið til að auka bilið á milli almennings og stjórnmála. 7.11.2010 12:45
Segir andstöðu AGS þurrka millistéttina út Andstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við almenna niðurfærslu skulda mun þurrka út millistéttina á Íslandi að mati Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Sjóðurinn vill einungis færa niður skuldir þeirra sem þegar eru komnir í þrot. 7.11.2010 12:15
Langflestir telja að niðurstöðurnar muni gagnast stjórnlagaþingi Þjóðfundur um stjórnarskrá tókst afar vel að mati þátttakenda, en 950 manns sátu fundinn. Í fundarlok voru þátttakendur allir inntir álits á framkvæmd og áhrifum fundarins. 93% þeirra telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 7.11.2010 11:28
Bjarni: Engin töfralausn í boði „Vandamálið er það að það er stanslaust verið að gefa í skyn að það sé einhver töfralausn handan við hornið,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Það sé engin töfralausn í boði þegar kemur að skuldamálum heimilanna. 7.11.2010 10:59
Skrímsladeildir virkjaðar Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að svo virðist sem skrímsladeildir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafa verið virkjaðar til gera fólkið að baki mótmælunum á Austurvelli tortryggilegt. Þetta sé ein af ástæðunum fyrri dræmri þáttöku á fimmtudaginn. „Ekki einu sinni sjálfstæðismenn töluðu svona um mótmælin í janúar 2009," segir Þór og bætir við að talað hafi verið um mótmælendur af lítilsvirðingu. 7.11.2010 10:21
Reyndu að ræna formúlukappa Heimsmeistarinn í Formúlu 1 kappakstrinum, Englendingurinn Jenson Button, slapp úr klóm glæpamanna í Sao Paulo í Brasilíu í gær. Sex vopnaðir menn gerðu tilraun til að stöðva bifreið Buttons þegar hann var á leið heim á hótel eftir æfingu fyrir Brasilíukappaksturinn. Formúlukappinn var í lögreglufylgd og komst óskaddaður heim á hótel. 7.11.2010 10:13