Fleiri fréttir Ók ölvaður á ljósastaur Karlmaður rétt innan við tvítugt var handtekinn skömmu fyrir klukkan tvö í nótt á Akureyri. Hann hafði þá ekið á ljósastaur við Skógarlund og þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að hann var ölvaður. Maðurinn var í framhaldinu færður á lögreglustöð. 7.11.2010 09:25 Ríkir sjóræningjar Talið er að sómalskir sjóræningjar hafi fengið greiddar 12,3 milljónir dollara eða rúma 1,4 milljarða króna í lausnargjald fyrir tvö flutningaskip. Um er ræða skip frá Suður-Kóreu og Singapúr. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að aldrei áður hafi sjóræningjar fengið svo háa upphæð greidda í lausnargjald. 7.11.2010 07:15 Harðræði hefur hert þorskinn Með erfðafræði- og vistfræðilegum aðferðum er reynt að meta hversu vel þorskur getur staðið af sér loftslagsbreytingar. Mikilvægi hans fyrir efnahag fjölda þjóða er gríðarlegt og svo hefur það verið um aldir og eru engar fréttir fyrir Íslendinga. Þorskurinn leikur stórt hlutverk í sögu og menningu þeirra þjóða sem hann hafa nýtt. 7.11.2010 06:45 Yfir sex þúsund í vanskilum við LÍN Vanskil hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna námu tæpum einum og hálfum milljarði króna um síðustu mánaðamót. Þetta er fimmtungur af heildar innheimtu sjóðsins á þessu ári. 6.11.2010 19:15 Jafnrétti, lýðræði og mannréttindi Hátt í eittþúsund manns komu saman til þjóðfundar í dag og ræddu hugmyndir sínar að stjórnskipan landsins. Fundargestir segja fundinn hafa gengið einstaklega vel og treysta því að stjórnlagaþingið taki mið af niðurstöðum hans. 6.11.2010 19:01 Vínbúðirnar heyra nú beint undir Steingrím Tveimur vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu, í Kópavogi og Garðabæ, verður lokað vegna minni áfengissölu. Þá hefur stjórn ÁTVR verið lögð af og heyra vínbúðirnar beint undir fjármálaráðherra. 6.11.2010 18:50 Enginn með allar tölur réttar Enginn var með fimm lottótölur réttar í kvöld og verður fyrsti vinningur, sem nam rúmum 17 milljónum, því fjórfaldur næst. Einn var með fjórar tölur auk bónustölunnar réttar. Hann fær um 300 þúsund krónur í sinn hlut. 6.11.2010 19:37 Almenningur verði á varðbergi Alþjóðalögreglan Interpol hefur gefið út viðvörun vegna sprengjubúnaðar líkt og komið var nýverið fyrir í fraktflugvélum sem voru á leið til Bandaríkjanna. Interpol hvetur almenning til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegri ógn. 6.11.2010 19:13 Vill endurskoða bótakerfið Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir það vera óréttlátt að fólk á lágmarkslaunum fái lægri bætur vegna barna heldur en bótaþegar og vill endurskoða kerfið. Í mörgum tilvikum eru tekjur þessa fólks þær sömu. 6.11.2010 18:45 Hægt að skapa fleiri störf á Suðurnesjum Hægt væri að skapa mun fleiri störf á Suðurnesjum með því að falla frá hugmyndum um álver í Helguvík og nota orkuna til að reisa kísilmálm og efnaverksmiðjur. Þetta kom fram á málfundi Græna netsins í dag. Fjórir aðilar hafa sýnt áhuga á að reisa slíkar verksmiðjur á Suðurnesjum. 6.11.2010 18:45 Gengu í skrokk á rússneskum blaðamanni Rússneskur blaðamaður liggur þungt haldinn eftir fólskulega árás, sem talin er tengjast störfum hans. Tveir svartklæddir menn sátu fyrir Oleg Kashin, blaðamanni á Kommersant dagblaðinu, þegar hann kom heim til sín í Moskvu upp úr miðnætti í nótt. Þeir gengu í skrokk á honum og skildu hann síðan eftir illa brotinn í blóði sínu. 6.11.2010 18:38 Vatnsleki í íbúðarhúsi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fimmta tímanum í dag að íbúðarhúsi við Skólavörðustíg í vegna vatnsleika, en vatn hafði þá flætt um gólf í húsinu. Ekki er vitað um skemmdir. 6.11.2010 17:20 Varð alræmdur í bransanum „Skemmtilegast fannst mér að heyra hversu margir urðu hissa á því hvað myndin væri löng þegar þeir komu út úr bíó. Það er mjög góðs viti. Sjálfur hef ég oft haft þessa tilfinningu fyrir kvikmyndum, til dæmis Scorcese-myndinni Goodfellas sem ég sá með mömmu í Austurbæjarbíói þegar ég var fimmtán ára." 6.11.2010 17:10 Marinó Njálsson: Ekki verða allir sáttir „Það er ljóst að það verður engin ein leið sem hentar öllum,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Ekki verði allir sáttir við niðurstöðu sérfræðingahóps á vegum ríkisstjórnarinnar. 6.11.2010 17:04 Örvæntingarfullt herútkall Jóhönnu „Það var ágætis tilraun hjá Jóhönnu til þess að rugla umræðuna," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 6.11.2010 15:54 Elsta konan og yngsti karlinn sitja saman Vinnan á Þjóðfundinum í Laugardalshöll er í fullum gangi en þar situr nú fólk á öllum aldri við að leggja upp það sem því finnst mikilvægast fyrir sáttmála hins nýja Íslands, stjórnarskrána sem stjórnlagaþingið á að setja saman. 6.11.2010 15:37 Rafmagnslaust í Keflavík Rafmagnslaust hefur verið í víða Keflavík í dag vegna bruna í háspennustreng í dreifistöð um 13:30. Rafmagn er víðast hvar komið á en það ekki á við það svæði sem tengist fyrrnefndri dreifistöð. Viðgerð stendur yfir og er vonast til að rafmagn verði komið á fyrir klukkan 20 í kvöld. 6.11.2010 15:29 Illugi: Óvissunni hefur ekki verið eytt Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veit ekki hvort rannsókn yfirvalda á peningamarkaðssjóðum gömlu bankanna sé lokið. Hann veit því ekki hvenær hann snýr aftur til starfa á Alþingi. 6.11.2010 15:20 Lily Allen fékk blóðeitrun Breska söngkonan Lily Allen hefur verið flutt á sjúkrahús til meðferðar vegna blóðeitrunar. Nokkrir dagar eru síðan hún missti fóstur. Í fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa hennar kemur fram að líðan söngkonunnar sé eftir atvikum góð. 6.11.2010 14:36 Ströng öryggisgæsla vegna heimsóknar páfa Spænska lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna heimsóknar Benedikts 16. páfa til landsins. Tveggja daga opinber heimsókn hans á Spáni hófst í morgun þegar hann heimsótti miðaldadómkirkjuna í Santiago de Compostela. Þetta er í annað sinn sem Benedikt páfi heimsækir Spán. 6.11.2010 14:21 Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn. 6.11.2010 14:00 Einkafyrirtæki yrðu góð viðbót Andstaða við aðkomu erlendra fyrirtækja að íslenskum orkuiðnaði er misráðin að mati Michaels Porter, prófessors við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Porter er meðal virtustu fræðimanna heims á sviði rannsókna á samkeppnishæfni þjóða og höfundur kenninga um klasamyndun í þekkingargeirum og iðnaði og áhrif hennar á velsæld þjóða. Porter sótti landið síðast heim árið 2006 þegar hann kynnti rannsókn á samkeppnishæfni landsins, hélt fyrirlestur og tók við heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans. Síðan þá hefur áhugi hans á Íslandi enn vaxið og sér í lagi klasamyndun í íslenskum jarðvarmaiðnaði. Í byrjun vikunnar kynnti Porter rannsókn sína á stöðu íslenska jarðvarmaklasans. 6.11.2010 13:56 Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk „Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“ 6.11.2010 12:58 Brýnt að endurskoða bótakerfið Nauðsynlegt er að hækka lágmarkslaun og endurskoða bótakerfið til að fólk hafi hvata af því að fara út á vinnumarkaðinn. Þetta segir lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. 6.11.2010 12:20 Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6.11.2010 11:32 Stjórnin keypti sér frið Fyrrverandi ríkissáttasemjari og forseti ASÍ segir ríkisstjórnina hafa keypt sér frið um stundarsakir með undirritun stöðugleikasáttmálans um mitt síðasta ár. Ekki hafi staðið til að leysa úr neinu. 6.11.2010 11:31 Rannsókn á stuðningi við innrásina í Írak 29 þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Hreyfingarinnar hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að kosin sérstök verði rannsóknarnefnd um aðdraganda ákvörðunar um stuðning Íslands við innrásina í Írak árið 2003 án samráðs við Alþingi. 6.11.2010 10:59 Þáttaskil í samgöngumálum Norðausturlands Þáttaskil verða í samgöngumálum Norðausturlands nú klukkan ellefu þegar þeir Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra, og Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, opna formlega Hófaskarðsleið og Raufarhafnarveg með því að klippa á borða í Hófaskarði. Öllum íbúum verður síðan boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu á Raufarhöfn. 6.11.2010 10:23 Kanna hvort Bandaríkjamenn hafi njósnað um íslenska þegna 6.11.2010 10:17 Geir vildi að Björgvin bæri ábyrgð á neyðarlögunum Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, vildi að Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, flytti frumvarp til hinna umdeildu neyðarlaga hinn 6. október 2008, en því var harðlega andmælt af öðrum ráðherrum, þ.á.m Össur Skarphéðinssyni. Össur taldi fráleitt að ungur fagráðherra tæki slíka pólitíska sprengju að sér og úr varð að Geir flutti frumvarpið en ávarpaði þjóðina fyrst. Þetta kemur fram í nýrri bók Björgvins G. Sigurðssonar. 6.11.2010 10:16 Fjölmenningarþing haldið í dag Fyrsta fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar verður haldið í dag en markmiðið með því að er að bæta þjónustu borgarinnar við innflytjendur. Á annað hundrað innflytjendur hafa boðað komu sína á þingið en umræður farar fram á fjölmörgum tungumálum, meðal annars litháísku, pólsku og tælensku. 6.11.2010 10:13 Lögreglumenn særðir eftir sprengjuárás í Belfast Þrír lögreglumenn slösuðust í sprengjuárás á Norður Írlandi í nótt. Lögregla var kölluð út vegna innbrots hjá veðmangara í vesturhluta höfuðborgarinnar Belfast en þegar lögreglumennirnir komu á vettvang var sprengju kastað að þeim. Þeir voru í framhaldinu fluttir á sjúkrahús og er einn mannanna talsvert særður. Hann undirgengst skurðaðgerð síðar í dag. 6.11.2010 10:03 Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6.11.2010 10:00 Fjórir látnir á Haítí Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Tómas reið yfir Haítí í gær. Björgunarfólk á vegum Sameinuðu þjóðanna og hjálparsamtaka óttuðust mjög að fellibylurinn myndi valda íbúum Haítí enn meiri vandræðum og auka á kólerufaraldurinn sem þar hefur geysað að undanförnu. Eyðileggingin varð aftur á móti minni en margir áttu von á. Rúm ein milljón íbúa landsins eru enn án húsnæðis eftir jarðskjáltann í janúar. 6.11.2010 09:56 Víða hálka Á Norður- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli en verið er að moka. Hálka og skafrenningur er við ströndina, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 6.11.2010 09:36 Stútar stöðvaðir Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fjóra ökumenn í nótt vegna gruns um að aka undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Ökumennirnir voru allt ungir karlmenn. 6.11.2010 09:23 Mikið tjón vegna vatnsleka á Akureyri Mikill vatnsleki varð í Slippnum á Akureyri í morgun þegar að heitavatnsrör fór í sundur. Þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á staðinn á sjöunda tímanum var ökkladjúpt vatn yfir stóru rými á tveimur hæðum og töluverð gufa. Að sögn lögreglu er um mikið tjón að ræða en skemmdir urðu meðal annars á trésmíðaverkstæði, skrifstofu og kaffistofu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu gekk hreinsunarstarf vel. 6.11.2010 09:13 Ísland hefur fjölmargt að bjóða ESB Aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) gæti komið sér vel fyrir sambandið, sérstaklega hvað varðar aðkomu að norðurheimskautssvæðinu. Þetta verður meðal þess sem mun koma fram í árlegri áfangaskýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem kemur út í næstu viku, en kaflar úr henni hafa þegar lekið í fjölmiðla. 6.11.2010 08:00 Bjóða Kínverjum birginn Kínversk stjórnvöld hafa þrýst á evrópsk ríki að sniðganga afhendingarathöfn Friðarverðlauna Nóbels í næsta mánuði. Þar verður kínverski andófsmaðurinn og rithöfundurinn Liu Xiaobo heiðraður, í mikilli óþökk stjórnvalda í Peking. Íslensk stjórnvöld staðfesta að þeim hafi borist bréf frá Kínverjum varðandi þetta mál, en engu að síður mun fulltrúi Íslands sækja athöfnina. 6.11.2010 07:00 Vænir geithafrar saman í sæðistöku Átta myndarlegir geithafrar eru nú á Hvanneyri, þar sem verið er að taka úr þeim sæði og frysta. 6.11.2010 06:00 Pólitík enn talin ráða miklu Hópur heimsþekktra mennta- og listamanna í Rússlandi hefur þrýst á að dómsyfirvöld sýkni auðmennina fyrrverandi Mikhaíl Khodorkovskí og viðskiptafélaga hans, Platón Lebedev. 6.11.2010 06:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6.11.2010 06:00 Netsamband landsins rofið Allt netsamband við Búrma rofnaði í gær, þegar álagsárás á tölvukerfi landsins virtist ná hámarki. Tímasetning árásarinnar þykir engin tilviljun, en kosið er í landinu á morgun. 6.11.2010 05:00 Norska stjórnin vill öll spil upp á borðið Bandaríska sendiráðið í Osló hefur starfrækt leyniþjónustudeild, sem hefur safnað upplýsingum um hundruð norskra ríkisborgara. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir deildina eru fimmtán til tuttugu Norðmenn, þar á meðal fyrrverandi norskir lögreglumenn á eftirlaunum. 6.11.2010 05:00 Vilja tilraunaveiðar á gulldeplu HB Grandi hefur óskað eftir leyfi frá sjávarútvegsráðuneytinu til að hefja tilraunaveiðar á gulldeplu. Ef leyfið fæst gætu uppsjávarveiðiskip félagsins farið til veiða strax í næstu viku. 6.11.2010 04:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ók ölvaður á ljósastaur Karlmaður rétt innan við tvítugt var handtekinn skömmu fyrir klukkan tvö í nótt á Akureyri. Hann hafði þá ekið á ljósastaur við Skógarlund og þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að hann var ölvaður. Maðurinn var í framhaldinu færður á lögreglustöð. 7.11.2010 09:25
Ríkir sjóræningjar Talið er að sómalskir sjóræningjar hafi fengið greiddar 12,3 milljónir dollara eða rúma 1,4 milljarða króna í lausnargjald fyrir tvö flutningaskip. Um er ræða skip frá Suður-Kóreu og Singapúr. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að aldrei áður hafi sjóræningjar fengið svo háa upphæð greidda í lausnargjald. 7.11.2010 07:15
Harðræði hefur hert þorskinn Með erfðafræði- og vistfræðilegum aðferðum er reynt að meta hversu vel þorskur getur staðið af sér loftslagsbreytingar. Mikilvægi hans fyrir efnahag fjölda þjóða er gríðarlegt og svo hefur það verið um aldir og eru engar fréttir fyrir Íslendinga. Þorskurinn leikur stórt hlutverk í sögu og menningu þeirra þjóða sem hann hafa nýtt. 7.11.2010 06:45
Yfir sex þúsund í vanskilum við LÍN Vanskil hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna námu tæpum einum og hálfum milljarði króna um síðustu mánaðamót. Þetta er fimmtungur af heildar innheimtu sjóðsins á þessu ári. 6.11.2010 19:15
Jafnrétti, lýðræði og mannréttindi Hátt í eittþúsund manns komu saman til þjóðfundar í dag og ræddu hugmyndir sínar að stjórnskipan landsins. Fundargestir segja fundinn hafa gengið einstaklega vel og treysta því að stjórnlagaþingið taki mið af niðurstöðum hans. 6.11.2010 19:01
Vínbúðirnar heyra nú beint undir Steingrím Tveimur vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu, í Kópavogi og Garðabæ, verður lokað vegna minni áfengissölu. Þá hefur stjórn ÁTVR verið lögð af og heyra vínbúðirnar beint undir fjármálaráðherra. 6.11.2010 18:50
Enginn með allar tölur réttar Enginn var með fimm lottótölur réttar í kvöld og verður fyrsti vinningur, sem nam rúmum 17 milljónum, því fjórfaldur næst. Einn var með fjórar tölur auk bónustölunnar réttar. Hann fær um 300 þúsund krónur í sinn hlut. 6.11.2010 19:37
Almenningur verði á varðbergi Alþjóðalögreglan Interpol hefur gefið út viðvörun vegna sprengjubúnaðar líkt og komið var nýverið fyrir í fraktflugvélum sem voru á leið til Bandaríkjanna. Interpol hvetur almenning til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegri ógn. 6.11.2010 19:13
Vill endurskoða bótakerfið Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir það vera óréttlátt að fólk á lágmarkslaunum fái lægri bætur vegna barna heldur en bótaþegar og vill endurskoða kerfið. Í mörgum tilvikum eru tekjur þessa fólks þær sömu. 6.11.2010 18:45
Hægt að skapa fleiri störf á Suðurnesjum Hægt væri að skapa mun fleiri störf á Suðurnesjum með því að falla frá hugmyndum um álver í Helguvík og nota orkuna til að reisa kísilmálm og efnaverksmiðjur. Þetta kom fram á málfundi Græna netsins í dag. Fjórir aðilar hafa sýnt áhuga á að reisa slíkar verksmiðjur á Suðurnesjum. 6.11.2010 18:45
Gengu í skrokk á rússneskum blaðamanni Rússneskur blaðamaður liggur þungt haldinn eftir fólskulega árás, sem talin er tengjast störfum hans. Tveir svartklæddir menn sátu fyrir Oleg Kashin, blaðamanni á Kommersant dagblaðinu, þegar hann kom heim til sín í Moskvu upp úr miðnætti í nótt. Þeir gengu í skrokk á honum og skildu hann síðan eftir illa brotinn í blóði sínu. 6.11.2010 18:38
Vatnsleki í íbúðarhúsi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fimmta tímanum í dag að íbúðarhúsi við Skólavörðustíg í vegna vatnsleika, en vatn hafði þá flætt um gólf í húsinu. Ekki er vitað um skemmdir. 6.11.2010 17:20
Varð alræmdur í bransanum „Skemmtilegast fannst mér að heyra hversu margir urðu hissa á því hvað myndin væri löng þegar þeir komu út úr bíó. Það er mjög góðs viti. Sjálfur hef ég oft haft þessa tilfinningu fyrir kvikmyndum, til dæmis Scorcese-myndinni Goodfellas sem ég sá með mömmu í Austurbæjarbíói þegar ég var fimmtán ára." 6.11.2010 17:10
Marinó Njálsson: Ekki verða allir sáttir „Það er ljóst að það verður engin ein leið sem hentar öllum,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Ekki verði allir sáttir við niðurstöðu sérfræðingahóps á vegum ríkisstjórnarinnar. 6.11.2010 17:04
Örvæntingarfullt herútkall Jóhönnu „Það var ágætis tilraun hjá Jóhönnu til þess að rugla umræðuna," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 6.11.2010 15:54
Elsta konan og yngsti karlinn sitja saman Vinnan á Þjóðfundinum í Laugardalshöll er í fullum gangi en þar situr nú fólk á öllum aldri við að leggja upp það sem því finnst mikilvægast fyrir sáttmála hins nýja Íslands, stjórnarskrána sem stjórnlagaþingið á að setja saman. 6.11.2010 15:37
Rafmagnslaust í Keflavík Rafmagnslaust hefur verið í víða Keflavík í dag vegna bruna í háspennustreng í dreifistöð um 13:30. Rafmagn er víðast hvar komið á en það ekki á við það svæði sem tengist fyrrnefndri dreifistöð. Viðgerð stendur yfir og er vonast til að rafmagn verði komið á fyrir klukkan 20 í kvöld. 6.11.2010 15:29
Illugi: Óvissunni hefur ekki verið eytt Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veit ekki hvort rannsókn yfirvalda á peningamarkaðssjóðum gömlu bankanna sé lokið. Hann veit því ekki hvenær hann snýr aftur til starfa á Alþingi. 6.11.2010 15:20
Lily Allen fékk blóðeitrun Breska söngkonan Lily Allen hefur verið flutt á sjúkrahús til meðferðar vegna blóðeitrunar. Nokkrir dagar eru síðan hún missti fóstur. Í fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa hennar kemur fram að líðan söngkonunnar sé eftir atvikum góð. 6.11.2010 14:36
Ströng öryggisgæsla vegna heimsóknar páfa Spænska lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna heimsóknar Benedikts 16. páfa til landsins. Tveggja daga opinber heimsókn hans á Spáni hófst í morgun þegar hann heimsótti miðaldadómkirkjuna í Santiago de Compostela. Þetta er í annað sinn sem Benedikt páfi heimsækir Spán. 6.11.2010 14:21
Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn. 6.11.2010 14:00
Einkafyrirtæki yrðu góð viðbót Andstaða við aðkomu erlendra fyrirtækja að íslenskum orkuiðnaði er misráðin að mati Michaels Porter, prófessors við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Porter er meðal virtustu fræðimanna heims á sviði rannsókna á samkeppnishæfni þjóða og höfundur kenninga um klasamyndun í þekkingargeirum og iðnaði og áhrif hennar á velsæld þjóða. Porter sótti landið síðast heim árið 2006 þegar hann kynnti rannsókn á samkeppnishæfni landsins, hélt fyrirlestur og tók við heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans. Síðan þá hefur áhugi hans á Íslandi enn vaxið og sér í lagi klasamyndun í íslenskum jarðvarmaiðnaði. Í byrjun vikunnar kynnti Porter rannsókn sína á stöðu íslenska jarðvarmaklasans. 6.11.2010 13:56
Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk „Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“ 6.11.2010 12:58
Brýnt að endurskoða bótakerfið Nauðsynlegt er að hækka lágmarkslaun og endurskoða bótakerfið til að fólk hafi hvata af því að fara út á vinnumarkaðinn. Þetta segir lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. 6.11.2010 12:20
Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“ „Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel. 6.11.2010 11:32
Stjórnin keypti sér frið Fyrrverandi ríkissáttasemjari og forseti ASÍ segir ríkisstjórnina hafa keypt sér frið um stundarsakir með undirritun stöðugleikasáttmálans um mitt síðasta ár. Ekki hafi staðið til að leysa úr neinu. 6.11.2010 11:31
Rannsókn á stuðningi við innrásina í Írak 29 þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Hreyfingarinnar hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að kosin sérstök verði rannsóknarnefnd um aðdraganda ákvörðunar um stuðning Íslands við innrásina í Írak árið 2003 án samráðs við Alþingi. 6.11.2010 10:59
Þáttaskil í samgöngumálum Norðausturlands Þáttaskil verða í samgöngumálum Norðausturlands nú klukkan ellefu þegar þeir Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra, og Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, opna formlega Hófaskarðsleið og Raufarhafnarveg með því að klippa á borða í Hófaskarði. Öllum íbúum verður síðan boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu á Raufarhöfn. 6.11.2010 10:23
Geir vildi að Björgvin bæri ábyrgð á neyðarlögunum Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, vildi að Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, flytti frumvarp til hinna umdeildu neyðarlaga hinn 6. október 2008, en því var harðlega andmælt af öðrum ráðherrum, þ.á.m Össur Skarphéðinssyni. Össur taldi fráleitt að ungur fagráðherra tæki slíka pólitíska sprengju að sér og úr varð að Geir flutti frumvarpið en ávarpaði þjóðina fyrst. Þetta kemur fram í nýrri bók Björgvins G. Sigurðssonar. 6.11.2010 10:16
Fjölmenningarþing haldið í dag Fyrsta fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar verður haldið í dag en markmiðið með því að er að bæta þjónustu borgarinnar við innflytjendur. Á annað hundrað innflytjendur hafa boðað komu sína á þingið en umræður farar fram á fjölmörgum tungumálum, meðal annars litháísku, pólsku og tælensku. 6.11.2010 10:13
Lögreglumenn særðir eftir sprengjuárás í Belfast Þrír lögreglumenn slösuðust í sprengjuárás á Norður Írlandi í nótt. Lögregla var kölluð út vegna innbrots hjá veðmangara í vesturhluta höfuðborgarinnar Belfast en þegar lögreglumennirnir komu á vettvang var sprengju kastað að þeim. Þeir voru í framhaldinu fluttir á sjúkrahús og er einn mannanna talsvert særður. Hann undirgengst skurðaðgerð síðar í dag. 6.11.2010 10:03
Þjóðfundur hafinn Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun. 6.11.2010 10:00
Fjórir látnir á Haítí Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Tómas reið yfir Haítí í gær. Björgunarfólk á vegum Sameinuðu þjóðanna og hjálparsamtaka óttuðust mjög að fellibylurinn myndi valda íbúum Haítí enn meiri vandræðum og auka á kólerufaraldurinn sem þar hefur geysað að undanförnu. Eyðileggingin varð aftur á móti minni en margir áttu von á. Rúm ein milljón íbúa landsins eru enn án húsnæðis eftir jarðskjáltann í janúar. 6.11.2010 09:56
Víða hálka Á Norður- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli en verið er að moka. Hálka og skafrenningur er við ströndina, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 6.11.2010 09:36
Stútar stöðvaðir Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fjóra ökumenn í nótt vegna gruns um að aka undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Ökumennirnir voru allt ungir karlmenn. 6.11.2010 09:23
Mikið tjón vegna vatnsleka á Akureyri Mikill vatnsleki varð í Slippnum á Akureyri í morgun þegar að heitavatnsrör fór í sundur. Þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á staðinn á sjöunda tímanum var ökkladjúpt vatn yfir stóru rými á tveimur hæðum og töluverð gufa. Að sögn lögreglu er um mikið tjón að ræða en skemmdir urðu meðal annars á trésmíðaverkstæði, skrifstofu og kaffistofu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu gekk hreinsunarstarf vel. 6.11.2010 09:13
Ísland hefur fjölmargt að bjóða ESB Aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) gæti komið sér vel fyrir sambandið, sérstaklega hvað varðar aðkomu að norðurheimskautssvæðinu. Þetta verður meðal þess sem mun koma fram í árlegri áfangaskýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem kemur út í næstu viku, en kaflar úr henni hafa þegar lekið í fjölmiðla. 6.11.2010 08:00
Bjóða Kínverjum birginn Kínversk stjórnvöld hafa þrýst á evrópsk ríki að sniðganga afhendingarathöfn Friðarverðlauna Nóbels í næsta mánuði. Þar verður kínverski andófsmaðurinn og rithöfundurinn Liu Xiaobo heiðraður, í mikilli óþökk stjórnvalda í Peking. Íslensk stjórnvöld staðfesta að þeim hafi borist bréf frá Kínverjum varðandi þetta mál, en engu að síður mun fulltrúi Íslands sækja athöfnina. 6.11.2010 07:00
Vænir geithafrar saman í sæðistöku Átta myndarlegir geithafrar eru nú á Hvanneyri, þar sem verið er að taka úr þeim sæði og frysta. 6.11.2010 06:00
Pólitík enn talin ráða miklu Hópur heimsþekktra mennta- og listamanna í Rússlandi hefur þrýst á að dómsyfirvöld sýkni auðmennina fyrrverandi Mikhaíl Khodorkovskí og viðskiptafélaga hans, Platón Lebedev. 6.11.2010 06:00
Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6.11.2010 06:00
Netsamband landsins rofið Allt netsamband við Búrma rofnaði í gær, þegar álagsárás á tölvukerfi landsins virtist ná hámarki. Tímasetning árásarinnar þykir engin tilviljun, en kosið er í landinu á morgun. 6.11.2010 05:00
Norska stjórnin vill öll spil upp á borðið Bandaríska sendiráðið í Osló hefur starfrækt leyniþjónustudeild, sem hefur safnað upplýsingum um hundruð norskra ríkisborgara. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir deildina eru fimmtán til tuttugu Norðmenn, þar á meðal fyrrverandi norskir lögreglumenn á eftirlaunum. 6.11.2010 05:00
Vilja tilraunaveiðar á gulldeplu HB Grandi hefur óskað eftir leyfi frá sjávarútvegsráðuneytinu til að hefja tilraunaveiðar á gulldeplu. Ef leyfið fæst gætu uppsjávarveiðiskip félagsins farið til veiða strax í næstu viku. 6.11.2010 04:30