Fleiri fréttir Herjólfur siglir til Þorlákshafnar framyfir helgi Allar ferðir á laugardag, sunnudag og mánudag verða farnar í Þorlákshöfn vegna ófullnægjandi hafnarskilyrða í Landeyjahöfn. 20.11.2010 18:12 Páfinn tekur smokka í sátt Benedikt XVI páfi segir að notkun smokka sé í sumum tilfellum réttlætanleg, einkum ef tilgangurinn er að draga úr líkum á HIV smiti. Þetta kemur fram í nýrri bók um páfan sem norska blaðið Aftenposten vísar til. 20.11.2010 17:16 Ísland gæti verið kjörlendi fjárfestinga Kostnaðurinn við vinstristjórn Samfylkingarinnar og VG nemur þegar hundruðum milljarða króna, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á ræðu sem hann hélt á miðstjórnarfundi flokksins á Húsavík í dag. 20.11.2010 16:46 Vilja að kynferðisbrotadeild verði starfi sínu vaxin Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, haldinn í Reykjavík 19.-20. nóvember 2010, lýsir þungum áhyggjum vegna meðferðar kynferðisbrotamála innan lögreglunnar, í ljósi þess að aðeins 3-6% af þeim málum sem upp koma enda með sakfellingu. Þetta kemur fram í ályktun flokksráðsfundar í lið undir yfirskriftinni „Kynferðisbrotadeild verði starfi sínu vaxin“ 20.11.2010 15:36 Steingrímur: Flokkurinn kemur sterkur út úr fundinum Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að í heildina litið komi flokkurinn sterkur og samstilltur út úr flokksráðsfundinum sem lauk í hádeginu í dag. 20.11.2010 15:21 Alþjóðlega handtökuskipun á stofnanda Wikileaks Sænska lögreglan hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks síðunnar. Assange sakaður um nauðgun í Enköping og kynferðisbrot í þremur tilvikum í Stokkhólmi. 20.11.2010 14:48 Velti fjórhjólinu við Skjaldbreið Ökumaður fjórhjóls var fluttur í sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að hann velti fjórhjóli sínu við Skjaldbreið klukkan hálf eitt í dag. 20.11.2010 14:43 Sólin blindaði ökumenn Tveir árekstrar urðu með stuttu millibili á Gullinbrú við gatnamót Stórhöfða og Höfðabakka um hálf tvö leytið í dag. 20.11.2010 14:01 Töluvert fleiri nota nagladekk í ár en í fyrra Töluvert fleiri nota nagladekk nú í nóvember en þegar notkun nagladekkja var könnuð fyrir ári síðan. Um 32% ökutækja reyndist vera á negldum dekkjum þegar talning var gerð þann 17. nóvember síðastliðinn og 68% á öðrum tegundum dekkja. Fyrir ári síðan reyndist hlutfall þeirra ökutækja á negldum dekkjum 24%. Fyrir tveimur árum var hlutfallið hins vegar 35%. 20.11.2010 13:00 Vilja að Afganar gæti eigin öryggis Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins ræða í dag áætlun sem felur í sér að yfirvöld í Afganistan byrji að taka að sér öryggisgæslu í landinu á næsta ári. Áætlunin felur í sér að Afganistar hafi tekið öryggisgæsluna að fullu yfir árið 2014. Hingað til hafa hersveitir á vegum Atlantshafsbandalagsins gætt öryggis í landinu. 20.11.2010 12:12 Koffínneysla hefur skaðleg áhrif á fóstur Ýmsar rannsóknir benda til þess að koffínneysla móður á meðgöngu geti haft skaðleg áhrif á fóstur. Þá getur koffín einnig truflað virkni ýmissa lyfja. Þetta segir Jack James, gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið í dag. James hefur helgað feril sinn rannsóknum á koffíni og er ritstjóri nýs fræðirits um efnið. 20.11.2010 11:36 Felldu tillögu um að hætta ESB aðildarviðræðum Tillaga um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið var felld á fundi flokksráðs Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Hagaskóla í morgun. Sautján atkvæðabærir flokksráðsmenn lögðu til á flokksráðsfundinum sem hófst síðdegis í gær, að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði slitið nú þegar. 20.11.2010 11:02 Wesley Snipes hefur afplánun hið fyrsta Dómari hefur fyrirskipað að Hollywood leikarinn Wesley Snipes skuli gefa sig fram við yfirvöld og hefja afplánun á þriggja ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir skattalagabrot. Dómari í Flórída hafnaði í gær beiðni lögmanna Snipes um að mál hans yrði tekið fyrir að nýju. Árið 2008 var Snipes fundinn sekur um að hafa sleppt því að skila inn skattaskýrslum á árunum 1999-2001. 20.11.2010 10:55 Ekki tilefni til áframhaldandi lögreglurannsóknar Ríkislögreglustjóri telur ekki tilefni til að halda áfram rannsókn á málefnum Gildis lífeyrissjóðs, samkvæmt bréfi sem Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur saksóknari efnahagsbrota, hefur sent embættinu. 20.11.2010 10:26 Atkvæði greidd um ESB í dag Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefst að nýju í dag með því að greidd verða atkvæði um ályktanir sem liggja fyrir fundinum. Þar ber hæst að nefna ályktanir um Evrópusambandsmál, en sautján atkvæðabærir flokksráðsmenn lögðu til á flokksráðsfundi sem hófst síðdegis í gær, 20.11.2010 09:41 Telja að Markarfljót hafi snúið Herjólfi Skipstjóri og rekstrarstjóri Herjólfs telja straum frá Markarfljóti líklega orsök þess að ferjan snerist á hlið fyrir utan hafnargarðinn í Landeyjahöfn á miðvikudag. 20.11.2010 09:15 Vonir bundnar við framkvæmdasjóð Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp um stofnun framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar í vetur. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu og þeir sem koma að umhverfisvernd líta á svarta skýrslu Umhverfisstofnunar (UST) um ástand friðlýstra svæða sem lokaviðvörun til stjórnvalda um verndun helstu náttúrugersema þjóðarinnar. 20.11.2010 08:45 Finna ekki munka sem vilja til Íslands Kaþólska kirkjan á Íslandi er í sambandi við erlend klaustur um að fá senda hingað munka til að manna klaustur í nágrenni höfuðborgarinnar. Í því yrðu stundaðar fyrirbænir, helgiathafnir og mögulega barna- og unglingastarf. 20.11.2010 08:00 Um 39% telja hjónabandið úrelta stofnun Alls telja 39 prósent Bandaríkjamanna að hjónabandið sé úrelt stofnun. Um 28 prósent voru sömu skoðunar fyrir 30 árum. 20.11.2010 07:15 Keldusvín kom með togara til Eyja Börn í leikskólanum Sóla í Vestmannaeyjum fengu óvæntan gest í heimsókn þegar Kristinn Valgeirsson, vélstjóri á frystitogaranum Vestmannaey VE-444, kom með keldusvín til þeirra í gærmorgun. 20.11.2010 07:00 Stokka upp í landbúnaði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í vikunni hugmyndir um breytingar á sameiginlegu landbúnaðarstefnunni, sem stefnt er að á næstu árum. 20.11.2010 06:30 Víkja sæti vegna landsdóms Kjararáði ber að ákveða þóknun dómenda og dómritara landsdóms, samkvæmt frumvarpi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Í gildandi lögum segir að landsdómur sjálfur ákveði þóknunina. Telur ráðherrann eðlilegt að kjararáð annist ákvörðunina. 20.11.2010 06:30 Gunnar Rúnar er metinn ósakhæfur Niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur gengist undir er sú að hann sé ekki sakhæfur. Hann játaði fyrir héraðsdómi í gær að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni í ágúst. Gæsluvarðhaldið var framlengt í gær. 20.11.2010 06:30 Haítí vantar lækna, lyf og búnað strax Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvatti þjóðir álfunnar í gær til að senda Haítíbúum neyðaraðstoð til að auðvelda baráttu gegn kólerufaraldri á eyjunni. 20.11.2010 06:15 Fundu 31 árs gamalt svarthol Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið yngsta svarthol sem vitað er um í námunda við vetrarbrautina okkar. Til þess notuðu þeir Chandra-röntgengeimsjónauka NASA. Svartholið varð til þegar stjarna sprakk árið 1979 og er því 31 árs gamalt. 20.11.2010 06:00 Vilja yfirgefa Afganistan 2014 Miklar væntingar eru bundnar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, NATO, sem hófst í Lissabon í gær, en þar verður meðal annars reynt að ná samstöðu um að draga herlið út úr Afganistan fyrir árið 2014. 20.11.2010 05:15 Skyttur teknar á þyrlu LHG Lögreglan í Borgarnesi stóð nokkrar rjúpnaskyttur að meintum ólöglegum veiðum í umdæmi sínu í gær. Lögregla naut liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar við eftirlitið. 20.11.2010 05:00 Fólk getur í raun hannað hvað sem er Nú stendur til að opna Fablab, stafræna smiðju þar sem fólk getur komið og hannað nær allt sem því dettur í hug, á Sauðárkróki. Þorsteinn Broddason, verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð á Sauðárkróki, segir verkefnið hafa gengið vonum framar. Fablab hefur verið með opið hús síðustu tvo daga í tilefni af Alþjóðlegri athafnaviku. 20.11.2010 04:00 Björgun gæti tekið marga daga Vonir eru bundnar við að 27 námumenn sem saknað er eftir gríðarlega sprengingu í kolanámu á Nýja Sjálandi í nótt séu á lífi. Marga daga gæti tekið að bjarga mönnunum út. 19.11.2010 22:14 Borðar 6500 kalóríur á dag Vöðvatröllið Jay Cutler borðar 2,5 kíló af kjöti á dag, tekur tvö flugsæti og getur ekki klórað sér sjálfur. „Það kostar mig jafnmikið að láta breyta gallabuxum og að kaupa þær,“ segir Cutler sem er margfaldur heimsmeistari í vaxtarrækt. Rætt var við hann og Egill Einarsson, eða Gillz eins og hann er oftast nefndur, í þættinum Ísland í dag að loknum fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 19.11.2010 21:22 Almenningur hvattur til að láta ljós sitt skína Í tengslum við söfnunarátak UNICEF, Dag rauða nefsins, er almenningur hvattur til að láta ljós sitt skína. Hver sem er getur keypt sér nef, tekið upp fyndið myndband og skemmt sér og öðrum. 19.11.2010 21:32 Segir baneitraða arma kolkrabbans leynast víða „Baneitraðir armar kolkrabbans eru enn víða í samfélaginu. Látum þá ekki eitra meira og ná yfirhöndinni á ný. Við vitum hvaðan þeim er stjórnað," sagði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum á flokksráðsfundi VG í kvöld. Fram kom í máli margra fundarmanna að brýnt væri að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. 19.11.2010 21:14 Rangir aðilar dæmdir í Geirfinnsmálinu Í dag eru 36 ár frá hvarfi Geirfinns Einarssonar. Rannsóknarlögreglumaður segir ranga aðila hafa verið dæmda í málinu, og er sannfærður um að einhver sem enn sé á lífi, viti í raun hvað gerðist. 19.11.2010 20:56 Svandís telur brýnt að halda sjálfstæðismönnum frá völdum Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir brýnt að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Stefna VG í Evrópumálum sé skýr og því megi flokksmenn ekki láta ágreining um form spilla fyrir. 19.11.2010 20:26 Engar ferðir farnar í Landeyjahöfn Herjólfur siglir allar sínar ferðir á morgun til og frá Þorlákshöfn og verða engar ferðir farnar í Landeyjahöfn, að því er fram kemur í tilkynningu. Fyrsta ferð á morgun verður í Þorlákshöfn klukkan 07:30. 19.11.2010 20:07 Flugvél brotlenti Flugvél sem í voru líffæri sem verið var að flytja til ígræðslu brotlenti á flugvellinum í Birmingham seinnipartinn í dag. Flugvélin var af gerðinni Cessna og á leið með líffæri á Queen Elizabeth sjúkrahúsið í Birmingham þegar slysið varð. Tveir voru um borð í flugvélinni og voru þeir fluttir með flýti á sjúkrahús. Mikil þoka var í grennd við flugvöllinn þegar vélin brotlenti. 19.11.2010 19:47 Tekist á um tvær tillögur Sautján atkvæðabærir flokksráðsmenn Vinstri grænna leggja til á flokksráðsfundi sem hófst síðdegis, að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði slitið nú þegar. Í annarri ályktun sem fleiri atkvæðabærir flokksmenn flytja, er lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina og þar með að viðræðurnar haldi áfram. 19.11.2010 19:30 Þrýstir á hækkun lægstu launa Nærri 6000 heimili þiggja neyðaraðstoð hjá sveitarfélögum landsins. Einhleypir karlar er langstærsti hópurinn sem er á framfæri Reykjavíkurborgar. Meirihluti velferðarráðs samþykkti að hækka framfærsluna í vikunni eftir átakafund, formaður ráðsins telur að hækkunin skapi þrýsting á hækkun lægstu launa. 19.11.2010 19:11 Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. 19.11.2010 18:58 Lárus hafi verið leppur Jóns Ásgeirs Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, vildi ekki tjá sig við fjölmiðla þegar hann kom til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag. Slitastjórn Glitnis telur að Lárus hafi verið leppur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hafi tekið við beinum skipunum frá honum um hvernig ætti að reka bankann. 19.11.2010 18:42 Merkingar á Miklubraut Á morgun laugardaginn verður unnið við merkingar á svonefndri strætórein á Miklubraut til vesturs undir Skeiðarvogsbrúnni en framkvæmdirnar hafa staðið undanfarna daga. Hafist verður handa klukkan 11 og áætlað er að vinnan taki um 4 til 5 klukkustundir. 19.11.2010 18:10 Steingrímur: Nýtur forystan stuðnings? „Þetta snýst um það að koma Íslandi aftur á fæturnar. Við þurfum samstöðu til þess. Það verður erfitt að standa í þessu ef við erum eitthvað hölt því aðstæðurnar eru nú nógu krefjandi án þess. Við þurfum auðvitað að vita - forysta flokksins, þingflokkur og forystusveit - höfum við stuðning og umboð frá flokknum og þessari stofnun til að halda þessari baráttu áfram. Við skulum bara fá það á hreint,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, þegar hann ávarpaði flokksráðs Vinstri grænna í dag. 19.11.2010 17:56 Handrit.is hlýtur Hagnýtingarverðlaun HÍ Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, afhenti í dag Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands en verðlaunin voru nú afhent í tólfta sinn. Að þessu sinni bárust 13 hugmyndir af ýmsum fræðasviðum Háskóla Íslands. 19.11.2010 17:20 Lögreglumenn fagna tillögu um rannsókn Landssamband lögreglumanna fagnar framkominni þingsályktunartillögu sem miðar að því að rannsakaður verði meintur þáttur þingmanna í Búsáhaldabyltingunni. 19.11.2010 17:18 Tveir handteknir eftir húsleitir á Siglufirði Tveir menn voru handteknir eftir húsleitir á Siglufirði í gær. Leitað var í tveimur húsum í bæjarfélaginu þar sem hald var lagt á smáræði af kannabisefnum, hnúajárn, fimm kannabisplöntur auk tækja til ræktunar og kannabisfræ. Mennirnir voru látnir lausir að loknum skýrslutökum. Lögreglumenn frá Akureyri, Ólafsfirði og Siglufirði auk manna frá sérsveit Ríkislögreglustjóra komu að málinu sem telst upplýst. 19.11.2010 17:03 Sjá næstu 50 fréttir
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar framyfir helgi Allar ferðir á laugardag, sunnudag og mánudag verða farnar í Þorlákshöfn vegna ófullnægjandi hafnarskilyrða í Landeyjahöfn. 20.11.2010 18:12
Páfinn tekur smokka í sátt Benedikt XVI páfi segir að notkun smokka sé í sumum tilfellum réttlætanleg, einkum ef tilgangurinn er að draga úr líkum á HIV smiti. Þetta kemur fram í nýrri bók um páfan sem norska blaðið Aftenposten vísar til. 20.11.2010 17:16
Ísland gæti verið kjörlendi fjárfestinga Kostnaðurinn við vinstristjórn Samfylkingarinnar og VG nemur þegar hundruðum milljarða króna, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á ræðu sem hann hélt á miðstjórnarfundi flokksins á Húsavík í dag. 20.11.2010 16:46
Vilja að kynferðisbrotadeild verði starfi sínu vaxin Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, haldinn í Reykjavík 19.-20. nóvember 2010, lýsir þungum áhyggjum vegna meðferðar kynferðisbrotamála innan lögreglunnar, í ljósi þess að aðeins 3-6% af þeim málum sem upp koma enda með sakfellingu. Þetta kemur fram í ályktun flokksráðsfundar í lið undir yfirskriftinni „Kynferðisbrotadeild verði starfi sínu vaxin“ 20.11.2010 15:36
Steingrímur: Flokkurinn kemur sterkur út úr fundinum Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að í heildina litið komi flokkurinn sterkur og samstilltur út úr flokksráðsfundinum sem lauk í hádeginu í dag. 20.11.2010 15:21
Alþjóðlega handtökuskipun á stofnanda Wikileaks Sænska lögreglan hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks síðunnar. Assange sakaður um nauðgun í Enköping og kynferðisbrot í þremur tilvikum í Stokkhólmi. 20.11.2010 14:48
Velti fjórhjólinu við Skjaldbreið Ökumaður fjórhjóls var fluttur í sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að hann velti fjórhjóli sínu við Skjaldbreið klukkan hálf eitt í dag. 20.11.2010 14:43
Sólin blindaði ökumenn Tveir árekstrar urðu með stuttu millibili á Gullinbrú við gatnamót Stórhöfða og Höfðabakka um hálf tvö leytið í dag. 20.11.2010 14:01
Töluvert fleiri nota nagladekk í ár en í fyrra Töluvert fleiri nota nagladekk nú í nóvember en þegar notkun nagladekkja var könnuð fyrir ári síðan. Um 32% ökutækja reyndist vera á negldum dekkjum þegar talning var gerð þann 17. nóvember síðastliðinn og 68% á öðrum tegundum dekkja. Fyrir ári síðan reyndist hlutfall þeirra ökutækja á negldum dekkjum 24%. Fyrir tveimur árum var hlutfallið hins vegar 35%. 20.11.2010 13:00
Vilja að Afganar gæti eigin öryggis Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins ræða í dag áætlun sem felur í sér að yfirvöld í Afganistan byrji að taka að sér öryggisgæslu í landinu á næsta ári. Áætlunin felur í sér að Afganistar hafi tekið öryggisgæsluna að fullu yfir árið 2014. Hingað til hafa hersveitir á vegum Atlantshafsbandalagsins gætt öryggis í landinu. 20.11.2010 12:12
Koffínneysla hefur skaðleg áhrif á fóstur Ýmsar rannsóknir benda til þess að koffínneysla móður á meðgöngu geti haft skaðleg áhrif á fóstur. Þá getur koffín einnig truflað virkni ýmissa lyfja. Þetta segir Jack James, gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið í dag. James hefur helgað feril sinn rannsóknum á koffíni og er ritstjóri nýs fræðirits um efnið. 20.11.2010 11:36
Felldu tillögu um að hætta ESB aðildarviðræðum Tillaga um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið var felld á fundi flokksráðs Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Hagaskóla í morgun. Sautján atkvæðabærir flokksráðsmenn lögðu til á flokksráðsfundinum sem hófst síðdegis í gær, að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði slitið nú þegar. 20.11.2010 11:02
Wesley Snipes hefur afplánun hið fyrsta Dómari hefur fyrirskipað að Hollywood leikarinn Wesley Snipes skuli gefa sig fram við yfirvöld og hefja afplánun á þriggja ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir skattalagabrot. Dómari í Flórída hafnaði í gær beiðni lögmanna Snipes um að mál hans yrði tekið fyrir að nýju. Árið 2008 var Snipes fundinn sekur um að hafa sleppt því að skila inn skattaskýrslum á árunum 1999-2001. 20.11.2010 10:55
Ekki tilefni til áframhaldandi lögreglurannsóknar Ríkislögreglustjóri telur ekki tilefni til að halda áfram rannsókn á málefnum Gildis lífeyrissjóðs, samkvæmt bréfi sem Alda Hrönn Jóhannsdóttir, settur saksóknari efnahagsbrota, hefur sent embættinu. 20.11.2010 10:26
Atkvæði greidd um ESB í dag Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefst að nýju í dag með því að greidd verða atkvæði um ályktanir sem liggja fyrir fundinum. Þar ber hæst að nefna ályktanir um Evrópusambandsmál, en sautján atkvæðabærir flokksráðsmenn lögðu til á flokksráðsfundi sem hófst síðdegis í gær, 20.11.2010 09:41
Telja að Markarfljót hafi snúið Herjólfi Skipstjóri og rekstrarstjóri Herjólfs telja straum frá Markarfljóti líklega orsök þess að ferjan snerist á hlið fyrir utan hafnargarðinn í Landeyjahöfn á miðvikudag. 20.11.2010 09:15
Vonir bundnar við framkvæmdasjóð Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp um stofnun framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar í vetur. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu og þeir sem koma að umhverfisvernd líta á svarta skýrslu Umhverfisstofnunar (UST) um ástand friðlýstra svæða sem lokaviðvörun til stjórnvalda um verndun helstu náttúrugersema þjóðarinnar. 20.11.2010 08:45
Finna ekki munka sem vilja til Íslands Kaþólska kirkjan á Íslandi er í sambandi við erlend klaustur um að fá senda hingað munka til að manna klaustur í nágrenni höfuðborgarinnar. Í því yrðu stundaðar fyrirbænir, helgiathafnir og mögulega barna- og unglingastarf. 20.11.2010 08:00
Um 39% telja hjónabandið úrelta stofnun Alls telja 39 prósent Bandaríkjamanna að hjónabandið sé úrelt stofnun. Um 28 prósent voru sömu skoðunar fyrir 30 árum. 20.11.2010 07:15
Keldusvín kom með togara til Eyja Börn í leikskólanum Sóla í Vestmannaeyjum fengu óvæntan gest í heimsókn þegar Kristinn Valgeirsson, vélstjóri á frystitogaranum Vestmannaey VE-444, kom með keldusvín til þeirra í gærmorgun. 20.11.2010 07:00
Stokka upp í landbúnaði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í vikunni hugmyndir um breytingar á sameiginlegu landbúnaðarstefnunni, sem stefnt er að á næstu árum. 20.11.2010 06:30
Víkja sæti vegna landsdóms Kjararáði ber að ákveða þóknun dómenda og dómritara landsdóms, samkvæmt frumvarpi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Í gildandi lögum segir að landsdómur sjálfur ákveði þóknunina. Telur ráðherrann eðlilegt að kjararáð annist ákvörðunina. 20.11.2010 06:30
Gunnar Rúnar er metinn ósakhæfur Niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur gengist undir er sú að hann sé ekki sakhæfur. Hann játaði fyrir héraðsdómi í gær að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni í ágúst. Gæsluvarðhaldið var framlengt í gær. 20.11.2010 06:30
Haítí vantar lækna, lyf og búnað strax Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hvatti þjóðir álfunnar í gær til að senda Haítíbúum neyðaraðstoð til að auðvelda baráttu gegn kólerufaraldri á eyjunni. 20.11.2010 06:15
Fundu 31 árs gamalt svarthol Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið yngsta svarthol sem vitað er um í námunda við vetrarbrautina okkar. Til þess notuðu þeir Chandra-röntgengeimsjónauka NASA. Svartholið varð til þegar stjarna sprakk árið 1979 og er því 31 árs gamalt. 20.11.2010 06:00
Vilja yfirgefa Afganistan 2014 Miklar væntingar eru bundnar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, NATO, sem hófst í Lissabon í gær, en þar verður meðal annars reynt að ná samstöðu um að draga herlið út úr Afganistan fyrir árið 2014. 20.11.2010 05:15
Skyttur teknar á þyrlu LHG Lögreglan í Borgarnesi stóð nokkrar rjúpnaskyttur að meintum ólöglegum veiðum í umdæmi sínu í gær. Lögregla naut liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar við eftirlitið. 20.11.2010 05:00
Fólk getur í raun hannað hvað sem er Nú stendur til að opna Fablab, stafræna smiðju þar sem fólk getur komið og hannað nær allt sem því dettur í hug, á Sauðárkróki. Þorsteinn Broddason, verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð á Sauðárkróki, segir verkefnið hafa gengið vonum framar. Fablab hefur verið með opið hús síðustu tvo daga í tilefni af Alþjóðlegri athafnaviku. 20.11.2010 04:00
Björgun gæti tekið marga daga Vonir eru bundnar við að 27 námumenn sem saknað er eftir gríðarlega sprengingu í kolanámu á Nýja Sjálandi í nótt séu á lífi. Marga daga gæti tekið að bjarga mönnunum út. 19.11.2010 22:14
Borðar 6500 kalóríur á dag Vöðvatröllið Jay Cutler borðar 2,5 kíló af kjöti á dag, tekur tvö flugsæti og getur ekki klórað sér sjálfur. „Það kostar mig jafnmikið að láta breyta gallabuxum og að kaupa þær,“ segir Cutler sem er margfaldur heimsmeistari í vaxtarrækt. Rætt var við hann og Egill Einarsson, eða Gillz eins og hann er oftast nefndur, í þættinum Ísland í dag að loknum fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 19.11.2010 21:22
Almenningur hvattur til að láta ljós sitt skína Í tengslum við söfnunarátak UNICEF, Dag rauða nefsins, er almenningur hvattur til að láta ljós sitt skína. Hver sem er getur keypt sér nef, tekið upp fyndið myndband og skemmt sér og öðrum. 19.11.2010 21:32
Segir baneitraða arma kolkrabbans leynast víða „Baneitraðir armar kolkrabbans eru enn víða í samfélaginu. Látum þá ekki eitra meira og ná yfirhöndinni á ný. Við vitum hvaðan þeim er stjórnað," sagði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum á flokksráðsfundi VG í kvöld. Fram kom í máli margra fundarmanna að brýnt væri að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. 19.11.2010 21:14
Rangir aðilar dæmdir í Geirfinnsmálinu Í dag eru 36 ár frá hvarfi Geirfinns Einarssonar. Rannsóknarlögreglumaður segir ranga aðila hafa verið dæmda í málinu, og er sannfærður um að einhver sem enn sé á lífi, viti í raun hvað gerðist. 19.11.2010 20:56
Svandís telur brýnt að halda sjálfstæðismönnum frá völdum Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir brýnt að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Stefna VG í Evrópumálum sé skýr og því megi flokksmenn ekki láta ágreining um form spilla fyrir. 19.11.2010 20:26
Engar ferðir farnar í Landeyjahöfn Herjólfur siglir allar sínar ferðir á morgun til og frá Þorlákshöfn og verða engar ferðir farnar í Landeyjahöfn, að því er fram kemur í tilkynningu. Fyrsta ferð á morgun verður í Þorlákshöfn klukkan 07:30. 19.11.2010 20:07
Flugvél brotlenti Flugvél sem í voru líffæri sem verið var að flytja til ígræðslu brotlenti á flugvellinum í Birmingham seinnipartinn í dag. Flugvélin var af gerðinni Cessna og á leið með líffæri á Queen Elizabeth sjúkrahúsið í Birmingham þegar slysið varð. Tveir voru um borð í flugvélinni og voru þeir fluttir með flýti á sjúkrahús. Mikil þoka var í grennd við flugvöllinn þegar vélin brotlenti. 19.11.2010 19:47
Tekist á um tvær tillögur Sautján atkvæðabærir flokksráðsmenn Vinstri grænna leggja til á flokksráðsfundi sem hófst síðdegis, að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði slitið nú þegar. Í annarri ályktun sem fleiri atkvæðabærir flokksmenn flytja, er lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina og þar með að viðræðurnar haldi áfram. 19.11.2010 19:30
Þrýstir á hækkun lægstu launa Nærri 6000 heimili þiggja neyðaraðstoð hjá sveitarfélögum landsins. Einhleypir karlar er langstærsti hópurinn sem er á framfæri Reykjavíkurborgar. Meirihluti velferðarráðs samþykkti að hækka framfærsluna í vikunni eftir átakafund, formaður ráðsins telur að hækkunin skapi þrýsting á hækkun lægstu launa. 19.11.2010 19:11
Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. 19.11.2010 18:58
Lárus hafi verið leppur Jóns Ásgeirs Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, vildi ekki tjá sig við fjölmiðla þegar hann kom til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag. Slitastjórn Glitnis telur að Lárus hafi verið leppur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hafi tekið við beinum skipunum frá honum um hvernig ætti að reka bankann. 19.11.2010 18:42
Merkingar á Miklubraut Á morgun laugardaginn verður unnið við merkingar á svonefndri strætórein á Miklubraut til vesturs undir Skeiðarvogsbrúnni en framkvæmdirnar hafa staðið undanfarna daga. Hafist verður handa klukkan 11 og áætlað er að vinnan taki um 4 til 5 klukkustundir. 19.11.2010 18:10
Steingrímur: Nýtur forystan stuðnings? „Þetta snýst um það að koma Íslandi aftur á fæturnar. Við þurfum samstöðu til þess. Það verður erfitt að standa í þessu ef við erum eitthvað hölt því aðstæðurnar eru nú nógu krefjandi án þess. Við þurfum auðvitað að vita - forysta flokksins, þingflokkur og forystusveit - höfum við stuðning og umboð frá flokknum og þessari stofnun til að halda þessari baráttu áfram. Við skulum bara fá það á hreint,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, þegar hann ávarpaði flokksráðs Vinstri grænna í dag. 19.11.2010 17:56
Handrit.is hlýtur Hagnýtingarverðlaun HÍ Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, afhenti í dag Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands en verðlaunin voru nú afhent í tólfta sinn. Að þessu sinni bárust 13 hugmyndir af ýmsum fræðasviðum Háskóla Íslands. 19.11.2010 17:20
Lögreglumenn fagna tillögu um rannsókn Landssamband lögreglumanna fagnar framkominni þingsályktunartillögu sem miðar að því að rannsakaður verði meintur þáttur þingmanna í Búsáhaldabyltingunni. 19.11.2010 17:18
Tveir handteknir eftir húsleitir á Siglufirði Tveir menn voru handteknir eftir húsleitir á Siglufirði í gær. Leitað var í tveimur húsum í bæjarfélaginu þar sem hald var lagt á smáræði af kannabisefnum, hnúajárn, fimm kannabisplöntur auk tækja til ræktunar og kannabisfræ. Mennirnir voru látnir lausir að loknum skýrslutökum. Lögreglumenn frá Akureyri, Ólafsfirði og Siglufirði auk manna frá sérsveit Ríkislögreglustjóra komu að málinu sem telst upplýst. 19.11.2010 17:03