Fleiri fréttir

Boðar til þingkosninga á Írlandi á næsta ári

Brian Cowen forsætiráðherra Írlands hyggst efna til þingkosninga í landinu á næsta ári. Mikil spenna er nú í írskum stjórnmálum vegna neyðaraðstoðar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Írland.

Létu undan þrýstingi kjördæmisþingmanna

Þrýstingur frá þingmönnum Norðausturkjördæmis varð til þess að félagsmálaráðuneytið ákvað að ganga til samninga við rekstraraðila meðferðar­heimilisins Árbótar um bótagreiðslur. Þetta segir Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, berum orðum í tölvupósti sem Fréttablaðið hefur fengið í hendur frá ráðuneytinu.

400 ofbeldismál komin upp

Hátt í 400 ofbeldis­tilvik eru skráð á hverju ári á geðdeild Landspítalans. Á það við um tilvik sem eru flokkuð sem munnlegt eða líkamlegt ofbeldi og eiga sér stað á geðheilbrigðissviðinu öllu. Flest atvikin snúa að starfsfólki sjúkrahússins og er munnlegt ofbeldi, oftast hótanir, mun algengara en líkamlegt. Jón Snorrason, deildarstjóri á Kleppi, segir rannsóknir á viðfangsefninu komnar langt á veg erlendis þar sem fjallað hefur verið um málið í fjölda ára.

Gæðin orðin meiri en áður

„Við erum svo sannarlega að kaupa meiri gæði, hráefnið hefur verið mjög gott að flestra mati. En verkefnið hefur ekki skilað mikilli hagræðingu og fjárhagslegum ávinningi,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs í Reykjavík og formaður starfshóps sem skoðar rekstrarhagræðingu í mötuneytum skóla í höfuðborginni.

Upphæðin hvergi útskýrð

Í þeim gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum er hvergi að finna faglegan rökstuðning fyrir þeirri 30 milljóna króna greiðslu sem stjórnvöld ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu vegna starfsloka heimilisins.

Fréttaskýring: Stjörnustríðsáform verði að veruleika

Hvað ætlast leiðtogar NATO fyrir? Rússar hafa sýnt áhuga á þátttöku í eldflaugavarnarkerfi sem leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu á fundi sínum í Lissabon fyrir helgi að sett verði upp í Evrópu.

Japanar vilja hitaveitu að íslenskri fyrirmynd

Japönsk stjórnvöld hafa óskað eftir auknu samstarfi við Íslendinga um nýtingu jarðhita. Japanar hafa ákveðið að verja gríðarlegum fjárhæðum til að byggja upp endurnýjanlega orkugjafa í þróunarlöndunum, að sögn Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.

Stal fimm rándýrum úlpum

Fimm rándýrum úlpum var stolið frá skólabörnum í Valhúsaskóla í gærmorgun. Stúlka náðist á mynd í öryggismyndavél, þar sem hún var að skoða úlpurnar og velja úr þær sem hún síðan tók með sér út. Málið var kært til lögreglu í gær.

Vilja banna nektarskanna

„Ef við megum ekki taka nektarmyndir af fólki, hvers vegna leyfum við þá stjórnvöldum að gera það?“ spurði bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Ron Paul, einn helsti talsmaður þeirra repúblikana sem hvað ákafast vilja draga úr umsvifum ríkisins.

Vill fleiri valkosti í húnæðismálum

Samfélagsmál BSRB hefur lagt til við stjórnvöld að komið verði á fót nýju leigukerfi hér á landi í anda almenna leigukerfisins í Danmörku. Hús þessi skulu vera í ríkis­eigu og íbúðir leigðar út á verði sem sérstök verðlagsnefnd telur viðráðanlegt. Með því verði einnig sett á fót eins konar öryggisnet fyrir fjölskyldur sem af einhverjum ástæðum hafa ekki aðra kosti.

Þyrlan sótti mann sem fékk höfuðhögg í vinnuslysi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir að karlmaður slasaðist í vinnuslysi á Patreksfirði í kvöld. Maðurinn mun hafa fengið höfuðhögg var talið nauðsynlegt að flytja hann til Reykjavíkur.

Játning Gunnars Rúnars

Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði fyrir helgi fyrir dómi að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann er ákærður fyrir að stinga Hannes ítrekað með hnífi. Hér verður farið yfir játningu Gunnars Rúnars og hvað hann var að hugsa áður en myrti Hannes Þór.

Ósakhæfi leiðir til sýknu

Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðinn, er talinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir.

Tæplega 340 manns létust í troðningi

Að minnsta kosti 339 manns létust í troðningi á brú í höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh, í dag. Milljónir manna voru á götum borgarinnar að fagna vatnahátíð, sem er árlegur viðburður í borginni.

Fór vopnaður í vettvangsferð fyrr um kvöldið

Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í vettvangsferð, með morðvopnið meðferðis, í grennd við heimili Hannesar Þórs Helgasonar um miðnætti aðfaranótt 15. ágústs. Hann áttaði sig á því að Hannes væri ekki heima og lét því ekki til skara skríða fyrr en undir morgun.

Sakar fjármálaráðherra um vonda stjórnsýsluhætti

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um vonda stjórnsýslu, vegna afskipta hans af greiðslu bóta til meðferðarheimilisins Árbótar í andstöðu við Barnaverndarstofu. Ráðherra vísar þessu á bug og segir að um eðlilegt samkomulag hafi verið að ræða.

Bjartsýn um olíuvinnslu á Drekanum

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kvaðst á Alþingi í dag bjartsýn á að olíuvinnsla á Drekasvæðinu yrði að veruleika, jafnvel í stjórnmálatíð þeirra sem nú sitja á þingi.

Stjórnlaus á ógnarhraða

Það stefndi í hópslys á Norðurlandsvegi í Víðidal í Húnavatnssýslu í gærkvöld þegar stjórnlaus bíll nálgaðist slysstað á ógnarhraða.

Hvað var Gunnar Rúnar að hugsa?

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Íslandi í dag verður haldið áfram að fjalla um morðið á Hannesi Helgasyni og játningu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, morðingja hans. Farið verður yfir það sem gerðist nóttina örlagaríku, samkvæmt vitnisburði Gunnars sjálfs, tilfinningar hans í garð Hannesar, og ástæðu þess að hann framdi verknaðinn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan hálfsjö og Ísland í dag hefst klukkan fimm mínútur fyrir sjö.

Drengurinn kominn í leitirnar

Fimmtán ára drengur, sem lýst var eftir fyrr í dag eftir að ekkert hafði spurst til síðan áð föstudag, er kominn í leitirnar. Lögreglan á Suðurnesjum þakkar aðstoðina.

23 tillögur bárust í samkeppni um húsgögn í Hörpu

Opnaðar hafa verið tillögur í samkeppni um húsgögn í almenningsrými í Hörpu sem íslenskir arkitektar og hönnuðir gátu tekið þátt í. Alls bárust tuttugu og þrjár tillögur og dómnefnd er nú að vinna úr þeim að því er fram kemur í tilkynningu frá eignarhaldsfélaginu Portusi.

Bókin um Akranes kostar 100 milljónir - 23 ár í vinnslu

Loks sér fyrir endann á ritun fyrstu tveggja bindanna í sögu Akranesskaupstaðar en söguritari leggur þessa dagana lokahönd á verkið. Endanlegur kostnaður við ritun þessara tveggja binda, og undirbúning hennar fyrir útgáfu, verður um 96 milljónir. Gunnlaugur Haraldsson hefur unnið að ritun verksins frá árinu 1997 og fer stærsti hluti greiðslunnar til hans.

Íslendingar björguðu manni úr sprungu á Suðurskautinu

Starfsmenn frá Arctic Trucks á Íslandi taka nú þátt í leiðangri á Suðurskautslandinu, en í gærkvöldi náðu þeir á sjálfan Suðurpólinn, fyrstir leiðangra á þessu tímabili. Á föstudaginn í síðustu viku gerðist sá atburður að starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis í nágrenni Novo féll ofan í sprungu.

Barnaheill fá sex milljónir í styrk til uppbyggingar á Haítí

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa fengið sex milljóna króna stuðning frá utanríkisráðuneytinu við uppbyggingarstarf á Haíti. Að sögn samtakanna verður sérstök áhersla lögð á menntun, heilsu og vernd barna. „Samtökin munu senda í allt 7,6 milljónir króna og verður féð einkum nýtt til að bregðast við útbreiðslu kóleru,“ segir í tilkynningu.

Flutningabíll fór útaf veginum við Ásvelli

Nokkuð tjón varð þegar malarflutningabíll fór útaf veginum á Reykjanesbraut á móts við íþróttasvæðið að Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Eins og sjá má á myndinni er bíllinn nokkuð skemmdur en að sögn lögreglu urðu engin slys á fólki.

Stefnt að siglingu í Landeyjarhöfn á morgun

Verið er að dýpka Landeyjahöfn og á höfnin að verða fær síðdegis á morgun komi ekkert óvænt upp. Í tilkynningu frá Eimskipi segir að fyrsta ferð Herjólfs á morgun verði í Þorlákshöfn, en að síðdegis verði siglt í Landeyjahöfn samkvæmt áætlun. Spár um veður og ölduhæð næstu daga er góð.

Litla Hafmeyjan komin heim

Litla Hafmeyjan er komin heim á steininn sinn í Kaupmannahöfn. Undanfarin misseri hefur hún verið í Sjanghæ þar sem hún skreytti danska skálann á heimssýningunni.

Elísabet Fritzl hefur nýtt líf

Elísabet Fritzl sem faðirinn hélt fanginni í kjallarakompu í 24 ár er samámsaman að venjast því að lifa eðlilegu lífi.

Vilja ekki unglingaskemmtanir á vínveitingastöðum

Heimili og skóli - landssamtök foreldra taka undir ályktun Foreldraráðs Hafnarfjarðar og hvetja alla þá aðila sem koma að skipulagi skemmtana fyrir ungmenni til að tryggja að skemmtistaðir með vínveitingarleyfi séu ekki notaðir fyrir ungmennasamkomur. Í yfirlýsingu segir að stjórn samtakanna telji að það sæmi ekki að hafa unglingasamkomur á stöðum sem eru innréttaðir með börum til vínveitinga og eru jafnvel með auglýsingar um áfengi hangandi uppi á veggjum.

Olíuleki í höfninni og kveikt í strætóskýli

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út klukkan rúmlega eitt í dag niður að Reykjavíkurhöfn en olíubrák var á sjónum í grennd við hvalbátana. Slökkiliðið hreinsaði upp lekann og tók það rúman hálftíma. Þá var kveikt í strætóskýli í Mosfellsbænum fyrr í dag. Áður en slökkviliðið komst á vettvang hafði strætóbílstjóri sem að kom slökkt eldinn.

5 konur og 5 karlar ráðuneytisstjórar

Í síðustu viku var tilkynnt um ráðningu þriggja nýrra ráðuneytisstjóra og voru það allt konur sem hlutu stöðurnar. Störfin eru í nýju velferðarráðuneyti, innanríkisráðuneyti og efnahagsráðuneyti. Þegar þær Anna Lilja Gunnarsdóttir, Helga Jónsdóttir og Ragnhildur Hjaltadóttir verða allar komnar til starfa og breytingar á skipan ráðuneyta gengið í gegn verða 5 konur og 5 karlar ráðuneytisstjórar. Jafnréttisstofa fagnar þessum tímamótum og minnir á að í breytingum felast tækifæri til kynjajafnréttis ef viljinn er fyrir hendi.

Lýst eftir 15 ára dreng í Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir 15 ára pilti, Grétari Arnari Ellertssyni. Hann er búsettur að Tjarnabraut 8d í Reykjanesbæ. Grétar fór að heiman á föstudag og hefur ekki spurst til hans síðan þá. Talið er að hann haldi til í Reykjanesbæ.

Krúnukúgarinn á flótta

Ian Strachan, öðru nafni Paul Aðalsteinsson, sem komst í fréttirnar árið 2008 þegar hann var ákærður og dæmdur fyrir að kúga fé út úr meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar, hefur flúið frá Skotlandi og er nú eftirlýstur. Skoskir miðlar segja að Strachan, sem er af íslenskum ættum, hafi eytt þúsundum punda í að breyta andliti sínu áður en hann lagði á flóttann en hann hefur verið á skilorði frá því í mars eftir að hafa setið í fangelsi í þrjátíu mánuði. Fjölmiðlar segja ennfremur að hann hafi nýtt sér tvöfaldan ríkisborgararétt sinn til þess að ferðast án þess að þurfa að sýna breska vegabréfið.

Sjá næstu 50 fréttir