Fleiri fréttir

200 milljónir urðu að 129 þúsund krónum

Tannlæknir á Suðurnesjum hefur verið ákærður fyrir að svíkja rúmar 129 þúsund krónur út úr Tryggingastofnun (TR) með því að hafa rukkað fyrir tannviðgerðir sem hann ekki vann. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag. Verjandi mannsins, Gestur Jónsson hrl., segir málatilbúnað undarlegan og hefur gert kröfu um að málinu verði vísað frá dómi.

Wikileaks: Íslenskir karlmenn seldu aðgang að erlendum eiginkonum

Erlendar konur sem fluttu frá heimalandi sínu til að hefja nýtt líf með íslenskum eiginmanni búa sumar hverjar í aðstæðum sem helst má líkja við þrælahald. Þetta kemur fram í gögnum bandaríska sendiráðsins sem fréttastofa hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á.

Fékk tilboð um kynferðislega þjónustu

Starfsmaður bandaríska sendiráðsins var árið 2006 sendur í rannsóknarferð inn á nektarstaðinn Goldfinger í Kópavogi, þar sem hann fékk tilboð um „kynlífsþjónustu“, eins og það er orðað í skýrslu sendiráðsins, sem

Mamma greip til sinna ráða

Móðir forfallins tölvufíkils á unglingsaldri setti son sinn í einskonar inngöngubann á Akureyri í nótt. Hún hleypti honum ekki inn á heimilið eftir að hann hafði gleymt sér í nýjum tölvuleik heima hjá vini sínum og kom ekki þaðan fyrr en klukkan þrjú í nótt.

Mamma Ellu Dísar tilkynnt til barnaverndaryfirvalda

„Ella Dís er aftur orðin hraust og orðin hún sjálf. Hún dillar sér og brosir og er aftur orðin yndislega hún. Ég vona bara að þetta haldist svona í aðra átján mánuði, að minnsta kosti," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar. Þær mæðgur komu aftur heim frá Englandi á fimmtudag þar sem Ella Dís lá á spítala. Ragna hafði þá útskrifað dóttur sína af Barnaspítala Hringsins, án samráðs við lækna þar, og farið með hana til Englands.

Elisabeth Edwards er öll

Elisabeth Edwards, eiginkona bandaríska varaforsetaframbjóðandans John Edwards, lést í dag 61 árs að aldri.

Hvernig ástarþríhyrningur leiddi til alþjóðlegrar handtökuskipunar

Svo virðist sem stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hafi verið flæktur í furðulegan ástarþríhyrning í Svíþjóð. Breska götublaðið Daily Mail hefur birt umfangsmikla grein á vefnum sínum um meint kynferðibrot Assange. Niðurstaða höfundar greinarinnar er hreinlega sú að ásakanirnar á hendur honum hljómi ósannar.

Gæslan varar við ís

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA fór í dag í gæslu- og hafíseftirlit fyrir Vestfirði. Kom þyrlan að ísrönd sem liggur milli Íslands og Grænlands til austurs. Kemur ísröndin næst landi um 21,7 sjómílu norður af Horni, 25,3 sjómílur frá Straumnesi og 43,6 sjómílur frá Barða, þar er hafísinn orðinn samfrosinn og með stórum íshellum sem getað verið hættulegar skipum.

Herra Jónsson verður Frábær

Douglas Allen Smith Jr. fannst nafnið sitt ekki alveg nógu spennandi og hefur því fengið því fengið nafninu breytt í „Captain Awesome." Awesome, sem upp á ástkæra ylhýra myndi kallast Kapteinn Frábær, heillaðist af einni persónunni í gamansömu spennuþáttaröðinni Chuck en mágur aðalpersónunnar, læknirinn Devon Woodcomb, er gjarnan kallaður Captain Awesome.

Bankaáhlaup Cantona virðist hafa mistekist

Fáir virðast hafa tekið undir með franska fótboltagoðinu Eric Cantona og tekið peningana sína út úr bönkum í dag. Viðtal við kappann fór eins og eldur í sinu um Netið á dögunum þar sem hann skoraði á fólk um allan heim að sameinast í átakinu í dag 7. desember. Eðlilega vakti málið mesta athygli í Frakklandi og í hádeginu í dag fór lítill hópur fólks í bankann Societe Generale og tók út fé. En holskeflan sem sumir höfðu vonast eftir kom aldrei.

Árborg skuldar 9,3 milljarða

Skuldir sveitarfélagsins Árborgar munu um næstu áramót standa í 9,3 milljörðum króna. Það er yfir viðmiðunarmörkum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Greiðir 44 milljónir króna í heiðurslaun listamanna

Alþingi greiðir listamönnum samtals 44 milljónir króna í heiðurslaun á næsta ári, samkvæmt breytingatillögu fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Alls fá 28 listamenn greidd heiðurslaun og fær hver um sig greiddar tæpar 1,6 milljónir króna á árinu.

Samþykktu 33 milljarða innspýtingu í Íbúðalánasjóð

Ríkissjóður fær heimild til að efla eiginfjárstöðu Íbúðalánasjóðs um allt að 33 milljarða króna þannig að hún geti orðið allt að 5% af áhættugrunni sjóðsins við árslok 2010, samkvæmt fjáraukalögum sem samþykkt voru á Alþingi í dag.

Ekki verra ef klofningur Sjálfstæðisflokks fengist í kaupbæti

Var það persónulegur metnaður Gunnars Thoroddsens fyrst og fremst sem rak hann til hinnar umdeildu ríkisstjórnarmyndunar árið 1980 eða var hann að bjarga heiðri Alþingis? Um þetta ræddu fyrrverandi stjórnmálaforingjar á fundi í Háskóla Íslands í dag.

Vonast eftir 15 milljarða loðnuvertíð

Fyrstu loðnunni á þessari vertíð var landað í Neskaupstað í dag. Bjartsýni ríkir um framhaldið og vonast menn til að loðnan skili yfir fimmtán milljörðum króna í þjóðarbúið í vetur.

Starfsfólki brá við ránið

„Þeir ættu nú að þekkjast þessir gaurar og það held ég að sé nú bara tímaspursmál hvenær þeir nást,“ segir Sævar Jónsson, eigandi Leonard, um tvo menn sem rændu úrum úr verslun hans í Kringlunni síðdegis í dag. „Þeir voru ekkert að fela sig mikið,“ segir Sævar.

Formaður VM segir Framtakssjóðinn brjóta reglur

Reglur hafa verið brotnar í starfsemi Framtakssjóðs Íslands, segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Vélstjóra- og málmiðnaðarfélag Íslands. Hann segir að lífeyrissjóðir hafi verið settir upp vði vegg með að setja meira fjármagn inn í sjóðinn án þess að þeir hafi getu til að leggja mat á fjárfestingarnar.

Lögreglan stöðvaði 220 ökumenn

Um 220 ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Þrír ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið og einn var undir áhrifum fíkniefna. Þeir eiga allir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér.

Brunaboð í Viðey og tilkynnt um eld í rafmagnsbíl

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var tvívegis kallað út í dag. Í fyrra skiptið fór brunaboði í gan úti í Viðey en þar virtist sem eldur væri laus í skólahúsinu svokallaða. Ein stöð var send á vettvang og fóru slökkviliðsmennirnir með Viðeyjarferjunni út í eynna. Enginn eldur var þó laus og fundust ekki skýringar á brunaboðinu.

Völvan og Vikan gefa Helgu Sigríði jólagjöf

„Ég vildi óska að við hefðum verið fyrri til en Völvan vildi gefa ákveðna upphæð af sínum launum og bað okkur að gera það í nafni Völvu Vikunnar. Okkur fannst þá ekki hægt annað en að gefa jafn mikið," segir Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, um 360 þúsund króna jólagjöf sem Völva Vikunnar og tímaritið Vikan gefa Helgu Sigríði Sigurðardóttur, tólf ára stúlku sem hneig niður í sundtíma á Akureyri fyrir skömmu.

Björgunarsveitir sækja slasaðan mann í Banagil

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vesturlandi og Dölum voru kallaðar út nú fyrir skömmu vegna manns sem er slasaður í Banagili samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.

Assange neitað um lausn gegn tryggingu

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, ætlar að berjast með kjafti og klóm gegn því að hann verði framseldur til Svíþjóðar þar sem hann er eftirlýstur vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var handtekinn í morgun og í dag hafnaði dómari í London beiðni um að Assange yrði látinn laus gegn tryggingu.

Slökktu ítrekað á Oslóartrénu fyrir mistök

„Það er búið að gera við þetta. Svo virðist sem rofi hafi verið vitlaust stilltur," segir Sighvatur Arnarson, skrifstofustjóri gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkurborgar, en glöggir vegfarendur tóku eftir því að það slökknaði á jólaljósunum á Oslóartrénu á Austurvelli yfir daginn. Tréð var tendrað fyrir rúmri viku síðan.

Guðni: Bankavíxlar töldust mjög örugg fjárfesting

Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir að hvorki Ríkisendurskoðun né fjármálaráðuneytið hafi gert athugasemdir við það að 214 milljónir króna sem stóðu eftir við sölu og niðurlagningu Lánasjóðs landbúnaðarins hefðu verið ávaxtaðir í bankavíxlum hjá Kaupþingi. Í gær komu fram alvarlegar athugasemdir við málið í skýrslunni „Endurskoðun ríkisreiknings árið 2009" og sagt að ráðuneytið hefði fremur átt að skila fénu til ríkisféhirðis í stað þess að ávaxta það með þessum hætti.

BÍ: Fjölmiðlafrumvarpi áfátt í veigamiklum atriðum

Blaðamannafélag Íslands segir að frumvarpi til laga um fjölmiðla sem nú er til umræðu á Alþingi sé áfátt í veigamiklum atriðum. Í nýju áliti um frumvarpið segir félagið að litlar líkur séu til þess að frumvarpið nái tilgangi sínum sem var að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum.

Lögreglan komin á Facebook

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er komin á samskiptasíðuna Facebook. Fjöldi Íslendinga notar þessa heimsfrægu samskiptasíðu og lögreglan virðist ekki ætla að láta sitt eftir liggja.

Einn stærsti myndabanki veraldar í mál við Barnaland

Einn stærsti myndabanki veraldar, Getty images international ltd., hefur stefnt eignarhaldsfélaginu Fronti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, vegna notkunar á myndum sem forsvarsmenn Gettys vilja meina að Frontur hafi ekki greitt fyrir.

Aspirín dregur úr líkum á krabbameini

Dagleg neysla Aspiríns getur minnkað líkur á dauðsföllum vegna krabbameins um þriðjung, ef marka má nýja rannsókn. Fjallað er um málið í fjölmiðlum víða í morgun og hafa niðurstöðurnar vakið mikla athygli.

Lakari námsárangur barna á landsbyggðinni

Íslenskir nemendur bæta stöðu sína í lesskilningi samkvæmt niðurstöðum nýrrar PISA rannsóknar á lesskilningi og læsi á stærðfræði og náttúrufræði á meðal 15 ára nemenda.

Helga Sigríður vöknuð: Á leið heim á næstu dögum

Helga Sigríður Sigurðardóttir, stúlkan sem flutt var með hraði til Gautaborgar eftir að hún hneig niður í sundtíma á Akureyri, hefur verið vakin og tekin úr öndunarvél. Allar líkur eru á því að hún komi heim til Íslands á næstu dögum.

Inspired By Iceland tilnefnd til virtra verðlauna

Ein umfangsmesta og umtalaðasta auglýsingaherferð sem ráðist hefur verið í hér á landi, Inspired by Iceland, er tilnefnd til tveggja verðlauna á einni glæsilegustu auglýsingahátíð Evrópu, European Exellence Awards. Verðlaunin verða veitt á fimmtudaginn við hátíðlega athöfn í Prag.

WikiLeaks stofnandi handtekinn í Bretlandi

Breska lögreglan hefur handtekið Julian Assange stofnanda WikiLeaks að sögn Sky fréttastofunnar og BBC. Það var gert að beiðni sænskra yfirvalda. Þar í landi er hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi gegn tveim konum þegar hann var í heimsókn í Svíþjóð í ágúst síðastliðnum. WikiLeaks vefsíðan var vistuð í Svíþjóð en hefur nú verið lokað þar.

Bensínlítrinn kominn upp í 208 krónur

Olís hækkaði eldsneytisverð um fimm krónur í morgun. Lítrinn af bæði dísel og 95 okt., kosta nú 208 krónur á bensínstöðvum Olís samkvæmt heimasíðunni gsmbensín.

Er hákarlinn grimmi frá Ísrael?

Egyptar telja mögulegt að Ísraelar hafi sent hárkarlinn sem undanfarna daga hefur ráðist á fimm manneskjur sem voru á sundi undan strönd Sharm El-Sheik á Sinai skaga.

Þrír Íslendingar í sjávarháska í Noregi

Þrír íslenskir sjómenn voru hætt komnir þegar brotsjór reið yfir bát þeirra við Noregsstrendur í gær með þeim afleiðingum að gluggar brotnuðu og sjór flæddi um allt.

Samræður við sendiráð verða sjálfsagt erfiðari

Starfsemi bandaríska sendiráðsins hér á landi er sambærileg við starfsemi annarra sendiráða um heim allan, þar á meðal íslenskra sendiráða erlendis. Internet og alþjóðavæðing hefur samt dregið úr mikilvægi upplýsinga frá sendiráðum.

Lítill hundur og stóór flugvél

Skapstyggur smáhundur varð til þess að farþegaþota frá USAirways með 122 innanborðs varð að nauðlenda á leið sinni frá Newark til Phoenix í gær.

Tekið á mútugreiðslum og peningaþvætti

Allsherjarnefnd hefur afgreitt frumvarp um samning Sameinuðu þjóðanna um spillingu og leggur til að Alþingi samþykki frumvarpið sem felur í sér að breytingar á hegningarlögum.

Sjá næstu 50 fréttir