Fleiri fréttir

Kona handtekin grunuð um íkveikju

Grunur leikur á að kona, sem býr í stóru fjölbýlishúsi við Norðurbakka í Hafnarfirði, hafi kveikt í íbúð sinni seint í gærkvöldi. Hún hringdi í slökkviliðið, en reyndi svo að afturkalla það, en lögregla taldi rétt að fara in í íbúðina.

Frestaði ákvörðun um gæsluvarðhald

„Það voru engir úrskurðir kveðnir upp í kvöld," sagði dómari í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í gærkvöldi. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og öðrum manni í bankanum.

Meintur nauðgari ætlaði heim

Karlmaður á fimmtugsaldri sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa nauðgað konu í Reykjavík um síðustu helgi hugðist fara úr landi tveim sólarhringum síðar. Þetta kemur fram í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til Héraðsdóms Reykjavíkur. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar til í dag.

Ráðuneytið gerir allt til að fá Jóel heim

„Þetta mál hefur ekki strandað í ráðuneytinu, heldur í indverskri stjórnsýslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um mál íslensku fjölskyldunnar sem er föst á Indlandi. „Innan- og utanríkisráðuneytin hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða úr málinu hið fyrsta. Við erum að vonast til þess að niðurstaða fáist innan skamms.“

Halldór væntanlegur til landsins

Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni.

Icesave-viðræður ávallt vingjarnlegar – fréttir um hörku rangar

Icesave-viðræður íslensku sendinefndarinnar undir forystu Svavars Gestssonar og breskra stjórnvalda voru ávallt árangursríkar og vinsamlegar. Frásagnir fjölmiðla um harðar deilur voru ekki á rökum reistar. Þetta segir í minnisblaði sem sendiráð Bandaríkjanna í London sendi utanríkisráðuneytinu í Washington 6. janúar 2010, daginn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum um Icesave-samninginn staðfestingar.

ESB vill ekki höfnun Íslands

Evrópuþingmenn á opnum fundi utanríkismálanefndar Evrópuþingsins, sem fjallaði um aðildarferli Íslands, lýstu yfir miklum skilningi á sérstöðu Íslands í gær, að sögn Baldurs Þórhallssonar prófessors sem ávarpaði fundinn. Fundurinn er liður í stefnumótun þingsins um aðildarviðræður Íslands.

„Jeppagengjanna“ var sárt saknað

Sendiráð Bandaríkjanna í Kabúl sendi langt minnisblað í Hvíta húsið, til CIA og æðstu herstjórnar, til að reyna að koma í veg fyrir brotthvarf íslensku „jeppagengjanna“ frá Afganistan. Íslendingarnir hlaðnir lofi fyrir sín störf.

Fréttaskýring: Opnað á útgönguleið úr viðræðum við ESB

Yfirlýsing Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, um að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið kunni að verða slitið, gengur í berhögg við leiðarvísa stjórnvalda í málinu. Viðræðurnar grundvallast á samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar og þingsályktun sjálfs Alþingis um aðildarumsóknina. Í hvorugu skjalinu er að finna fyrirvara líkt og þann sem Árni Þór gerði í Fréttablaðinu í fyrradag.

Verður að taka mótmælin alvarlega

Alls settu 41.524 einstaklingar nafn sitt við undirskriftasöfnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) þar sem vegtollum var mótmælt. Nafnalistinn var afhentur Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í gær.

Spyr sýslumenn um túlkamál

Innanríkisráðuneytið hefur sent sýslumannsembættum um allt land fyrirspurn vegna túlkaþjónustu erlendra einstaklinga í málum sem embættin hafa til meðferðar.

Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn.

Stúlkan borin til grafar

Stúlkan sem var meðal þeirra sex sem létu lífið lífið í skotárás í Arizona á laugardag var borin til grafar í dag. Minningarathöfn um hana fór fram í kaþólskri kirkju í borginni Tucson. Christina Taylor Green var níu ára gömul en hún fæddist fáeinum klukkstundum eftir að fyrri flugvélinni var flogið á annan turn World Trade Center í New York 11. september 2001.

Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans.

Yfir 420 látnir í Brasilíu

Að minnsta kosti 420 hafa látist í flóðunum skammt frá Rio de Janiero í Brasilíu en þeim hafa fylgt stórar aurskriður. Mikil flóð hafa verið í Brasilíu það sem af er ári og eru þúsundir heimilislausar vegna þeirra. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Fjölda fólks er saknað svo óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka ennfrekar.

Spádómskýrin Glæta spáir Íslandi sigri

Fyrsti leikur Íslands gegn Ungverjalandi á Heimsmeistaramótinu í handbolta verður jafn og spennandi en sigurinn dettur okkar megin á lokasekúndunum. Þessu spáir kýrin Glæta frá Kotlaugum í Hrunamannahreppi, sem sögð er búa yfir spádómsgáfu.

Yfirheyrslur enn í fullum gangi

Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu.

Jón Gnarr sagði dæmisögu úr Múmíndal

Jón Gnarr afhenti íþróttamanni Reykjavíkur viðurkenningu í Höfða í dag við hátíðlega athöfn. Í upphafi ræðu sinnar talaði hann um hvað forverar sínar hefðu sagt á undanförnum árum. „Borgarstjóri hefur gjarnan rætt um blómlegt íþróttalíf í borginni,“ sagði Jón og sagði síðar: „Ég ætla ekki að tala um þetta í dag.“

Brjálað veður undir Eyjafjöllum

Brjálað veður er nú undir Eyjafjöllum, vestan við Skóga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Björgunarsveitin á Vík aðstoðaði erlendan ferðamann fyrir stundu en sá treysti sér ekki til að keyra lengra vegna veðursins. Þá eru fjölmargir ökumenn í vanda.

Áskriftir rifnar út

Mikið álag er í áskriftarsölu Stöðvar Sport vegna HM í handbolta sem hefst í Svíþjóð í kvöld. Fyrsti leikur Íslands er á móti Ungverjalandi og hefst sá leikur klukkan 16 á morgun og verður hann í opinni dagskrá. Næsti leikur Íslands á móti Brasilíu er strax daginn eftir eða á laugardag kl. 20 en hann er í læstri dagskrá.

Losnaði undan 1,7 milljóna króna ábyrgð

Samkomulag sem viðskiptaráðherra gerði við fjármálastofnanir árið 2001 kveður á um að skuldarar, sem fá meira en milljón að láni, verði að fara í greiðslumat. Fullorðinn maður losnaði undan sautján hundruð þúsund króna ábyrgð þar sem Landsbankinn lét undir höfuð leggjast að fylgja þessari verklagsreglu.

Bankarnir eru ekki alvöru bankar heldur innheimtufyrirtæki

Hæstaréttarlögmaður hvetur fólk sem skrifað hefur upp á fyrir vini og vandamenn að kanna hvort greiðslumat hafi farið fram við lántöku áður en þeir borga skuldir í vanskilum. Bankastofnanir eigi ekki frumkvæði að því að kynna fólki rétt sinn.

Götusóparar í hár saman

Breskir götusóparar, með bresk tæki og tól, munu brátt láta til sín taka á götum Reykjavíkur. Tveir verktakar hafa kært Reykjavíkurborg og segja ákvörðunina nær óskiljanlega.

Smábörn á vergangi í Ástralíu

Börn allt niður í átján mánaða eru á vergangi vegna flóðanna í Queensland í Ástralíu, en þúsundir hafa flúið heimili sín. Samtökin Barnaheill - Save the children - þar í landi; hafa komið upp aðstöðu svo börn geti sem næst lifað eðlilegu lífi.

Eldur í Bónus á Smáratorgi

Eldur kviknaði í bílageymslu, sem er undir Bónus á Smáratorgi. Eldsupptök eru óljós en líklegt þykir að kveikt hafi verið í. Úðarnir í kjallaranum fóru í gang en eldurinn var minniháttar og var slökktur snöggt.

Mál Þorsteins Kragh ekki tekið upp aftur

Hæstiréttur mun ekki taka upp mál Þorsteins Kragh sem nú afplánar níu ára fangelsisdóm vegna innflutnings á tæpum 200 kílóum af fíkniefnum. Þorsteinn hafði óskað eftir endurupptöku meðal annars vegna nýrra gagna sem hann telur hafa komið fram í málinu.

Ásdís íþróttamaður Reykjavíkur annað árið í röð

Íþróttamaður Reykjavíkur árið 2010 er Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni annað árið í röð. Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík afhenti Ásdísi verðlaunin við hátíðarlega athöfn í Höfða í dag. Hún fékk farandbikar sem gefinn er af Reykjavíkurborg ásamt eignarbikar og 200 þúsund króa styrk frá íþróttabandalagi Reykjavíkur.

Hugsanlega farið fram á gæsluvarðhald

Ólafur Þór Haukssonar, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttamann Vísis að hugsanlega verði farið fram á gæsluvarðhald yfir sjö manns sem hafa verið í yfirheyrslum hjá embættinu í allan dag. Búist er við að yfirheyrslurnar standi fram á kvöld.

Fjölmiðlar sinni íslenskunni betur

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir að fjölmiðlar ættu heldur að beina sjónum sínum að móðurmálinu, íslenskunni, fremur en að reyna að kenna börnum erlend tungumál.

Sigurjón Árnason á meðal hinna yfirheyrðu

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er einn þeirra sem hefur verið í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í dag. Eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá í dag hafa sjö menn verið í yfirheyrslum vegna starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Á meðal þess sem verið er að rannsaka er stórfelld markaðsmisnotkun.

Fíkniefni í Hafnarfirði

Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í Hafnarfirði í gær samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um var að ræða bæði amfetamín og kannabis en grunur leikur á að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu.

Svandís vill stjórnsýsluúttekt vegna sorpbrennslustöðva

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að fram fari stjórnsýsluúttekt á afskiptum ráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, sveitarfélaga og annarra aðila af sorpbrennslustöðvum sem fengu starfsleyfi fyrir 28. desember 2002.

Bifreið Matthíasar fannst brunnin

Bifreið Matthíasar Þórarinssonar, sem leitað hefur verið að undanfarna daga, fannst í gær í malarnámum nærri heimili hans.

Google borgar sig

Google stofnandinn Larry Page er nú kominn í bátaklúbb milljarðamæringanna. Hann tók rétt fyrir áramót við sextíu metra snekkju sem heitir Senses.

Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot

Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku.

Gróft hótunarbréf sent aðstoðarmanni ráðherra

„Þið eruð bara heppinn þarna niður frá að ekki sé búið að kveikja í þessari stofnun af eh helsjúkum einstaklingum," segir í hótunarbréfi sem Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, fékk sent á Facebook frá manni sem heitir Þórarinn Guðlaugsson. Tilefni bréfsins virðast vera skrif Höllu frá árinu 2007 um staðgöngumæðrun sem farið hafa fyrir brjóstið á Þórarni, en greint var frá þeim hér á Vísi fyrr í dag. Halla birtir hótunarbréfið á Facebook síðu sinni fyrir um hálfri klukkustund. Þórarinn viðhefur þar mjög gróft málfar, vegur að persónu Höllu og segir að ef hún tilkynni bréfið til lögreglu þá muni hann neita því að um hótunarbréf sé að ræða. Bréfið fer hér að neðan, óbreytt, en ástæða er til að vara viðkvæma við lestrinum

Mexíkó er morðingjabæli

Yfir 34 þúsund manns hafa fallið í eiturlyfjastríðinu sem hófst í Mexíkó árið 2006. Það var þá sem Felipe Calderon forseti landsins lýsti yfir stríði á hendur eiturlyfjabarónum.

Íslendingur sakaður um árás á góðan smekk Svisslendinga

Leikstjórinn Þorleifur Arnar Arnarsson hefur hrist heldur betur upp í Svisslendingum en leikritið Die Kontrakte des Kaufmanns (Samningar kaupmannsins) eftir nóbelskáldid Elfriede Jelinak, i uppsetningu Þorleifs, var frumsýnt í St. Gallen í Sviss á dögunum.

Undarleg samsuða „af vændi og barnasölu“

„Með því að borga konu fyrir að ganga með barn er því verið að búa til undarlega samsuðu af vændi og barnasölu. Vændi í þeim skilningi að verið er að kaupa afnot af líkama annarrar manneskju og barnasölu því barnið er jú selt." Þetta segir Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, í pistli sem hún skrifar á vefsíðu sína árið 2007. Halla var ekki aðstoðarmaður Ögmundar þegar þessar línur voru ritaðar.

Hugsanlega stærsti skjálfti síðan 1934

Líklegast er jarðskjálfti sem varð í Grímsfjalli, við Grímsvötn í Vatnajökli í morgun, sé sá stærsti sem verið hefur á þessum slóðum síðan árið 1934. Sérfræðingar Veðurstofunnar er nú að kanna gögn yfir jarðskjálfta á síðustu öld til að sannreyna þetta.

Sjá næstu 50 fréttir