Fleiri fréttir

Nýr formaður Stúdentaráðs kjörinn í dag

Lilja Dögg Jónsdóttir var kjörin oddviti Vöku á þriðjudag og mun væntanlega verða kjörin formaður Stúdentaráðs á skiptafundi þess sem fram fer í dag. Vaka vann hreinan meirihluta í stúdentaráðskosningum fyrir viku.

Dýragjafir: Ól páskaunga upp í barnaherberginu

„Minnisstæð er unga stúlkan sem fékk páskaunga að gjöf í gæludýraverslun og ól hann upp í pappakassa í herberginu sínu í Reykjavík. Henni þótti mjög vænt um hann. Unginn var orðinn að bústinni hænu eftir nokkra mánuði sem vappaði um íbúðina og verpti eggjum og dritaði á víð og dreif, sem sagt ekki stofuhæf. Þá leitaði stúlkan hjálpar, vildi koma vinunni sinni á lítið hænsabú, alls ekki á búravætt verksmiðjubú. Blessunarlega tókst það og stúlkan fékk hjálp frá foreldrum sínum við að flytja hænuna í ný heimkynni sem hentuðu henni betur."

Stjórnarráðið opnar ekki pósthólf Geirs

Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu,“ segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir.

Sjálfboðaliðar buðu sig fram

Um 200 íbúar sóttu borgarafund á Kirkjubæjar­klaustri í gær vegna mengunar frá sorpbrennslunni á staðnum.

Stóri kanilsnúðadagurinn - uppskrift

Stóri kanilsnúðadagurinn haldinn hátíðlegur um helgina í IKEA. Markmiðið er að safna frjálsum framlögum fyrir Heilaheill, sem vinnur að hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa heilablóðfalls.

Kaíró: Herinn styður valdaframsal Mubaraks

Egypski herinn hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann styðji þá ákvörðun Mubaraks forseta að sitja áfram en framselja völd sín til Suleimans varaforseta. Búist er við milljónum mótmælenda í Kairó síðar í dag en allt er á suðupunkti í landinu eftir að Hosni Mubarak forseti tilkynnti í sjónvarpsræðu að hann ætlaði ekki að segja af sér fyrr en kosið verður í september.

Neytendasamtökin óska eftir aðstoð frá leigjendum

Neytendasamtökin hafa lengi furðað sig á því að ekki séu til neinar ábyggilegar upplýsingar um leiguverð á íbúðarhúsnæði. Samtökin hafa því ákveðið að gera könnun á húsaleigu. Án upplýsinga frá leigjendum sjálfum er þó ómögulegt að vinna slíka könnun. Neytendasamtökin óska því eftir upplýsingum frá sem flestum leigjendum svo könnunin gefi rétta mynd af þessum ógagnsæja markaði.

Met í komu ferðamanna til landsins

Nýliðinn janúarmánuður var metmánuður í komu ferðamanna til landsins og gefur það óneitanlega góð fyrirheit um gjöfult ferðamannaár. Um 22 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.500 fleiri brottfarir en á árinu 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 18,5% í janúarmánuði á milli ára.

Fjölmenni í Leifsstöð

Það var fjölmennt í Leifsstöð í morgun, en tafir urðu á millilandaflugi vegna óveðurs. Fréttamaður Vísis sem er á staðnum segir að morguninn hafi verið rólegur, en eftir klukkan níu voru allir veitingastaðir og verslanir orðnar fullar af fólki.

Íslendingar vinna gegn lömunarveiki í Indlandi

14 íslenskir Rótaractfélagar, Rótarýfélagar og vinir fara í dag með hópi sjálfboðliða frá sex löndum í það sem kallað er „Dream Team-India 2011". Í þessari tveggja vikna dvöl mun „draumahópurinn" taka þátt í tveimur alþjóðlegum hjálpar verkefnum.

Nýtt sanddæluskip komið til Eyja

Sanddæluskipið Skandía, sem Íslenska gámafélagið hefur tekið á leigu til að dýpka Landeyjahöfn, kom lokst til Vestmannaeyja um miðnætti, eftri að hafa hreppt afleitt veður á leið sinni frá Danmörku. Það mun halda til dýpkunar um leið og veður lægir, en sennilega verður sjólag ekki orðið viðunandi fyrr en eftir helgi.

Morales forðaði sér frá mótmælendum

Foseti Bólivíu, Evo Morales, þurfti að flýja æsta mótmælendur í gær. Morales ætlaði að halda ræðu á minningarathöfn um byltingu sem gerð var í námubænum Ororo á nýlendutímanum en mætti miklum fjölda mótmælenda sem vildu koma óánægju sinni um hækkandi matarverð í landinu til skila. Matarverð hefur hækkað mikið í Bólivíu og hafa mótmæli brotist út víða um landið síðustu daga.

112 dagurinn í dag

112-dagurinn er haldinn á Íslandi og í fjölmörgum öðrum löndum Evrópu í dag. Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.

Vísa allri ábyrgð á SA

Trúnaðar- og samningamenn VM gagnrýna Samtök atvinnulífsins harðlega fyrir að halda samningum alls launafólks í landinu ólöglega í gíslingu vegna kröfu útgerðarmanna. Þetta kemur fram í ályktun sem þeir samþykktu í gær.

Skutu bankaræningja til bana

Bandarískur unglingur sem tók gísla þegar bankarán sem hann hugðist fremja fór út úm þúfur var skotinn til bana af sérsveit lögreglunnar í nótt. Lögreglan í Cary í Norður Karólínu segir að hvorki gíslar né lögreglumenn hafi slasast í aðgerðinni, sem sýnd var í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Drengurinn var 19 ára gamall og hafði tekið sjö manns í gíslingu.

Rútuferðum frestað til kvölds

Rútuferðum hjá fyrirtækinu Bílar og fólk ehf, sem áttu að að fara frá Reykjavík til Akureyrar og frá Akureyri til Reykjavíkur í dag kl. 08:30 verið frestað til kvölds vegna óveður. Brottför verður frá Reykjavík og Akureyri kl. 17:00. Einnig hefur ferðunum sem áttu að fara frá Reykjavík kl. 08:30 í Borgarnes og til Stykkishólms, Grundarfjarðar og Ólafsvíkur verið frestað til kvölds og verður farið frá Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík kl. 16:00 og frá Reykjavík kl. 17:00. Áætlunarferðinni frá Reykjavík til Hólmavíkur sem átti að fara kl. 08:30 hefur einnig verið frestað til kl. 13:00. Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum hefur verið felld niður og verður því ekki farið í Þorlákshöfn kl. 09:30.

Lestarræningi á milli heims og helju

Einn frægasti ræningi síðari tíma, Ronnie Biggs, sem tók þátt í lestarráninu mikla á Englandi árið 1963 var fluttur á sjúkrahús í nótt eftir að hafa fengið slag. Óljóst er um líðan hans en hann er sagður á gjörgæslu. Sjúkraliðar voru kallaðir að elliheimilinu þar sem Biggs dvelur nú um stundir en hann snéri aftur til Bretlands árið 2001 eftir að hafa verið á flótta í fjörutíu ár. Lengst af lifði hann í vellystingum í Brasilíu.

Fundu 60 lítra af gambra á Selfossi

Lögreglan á Selfossi lagði í gærkvöldi hald á 60 lítra af gambra og bruggtæki í heimahúsi í bænum. Húsráðandi var á vettvangi þegar lögreglu bar að og viðurkenndi hann að hafa verið að brugga, en engin fullbúinn landi var í húsinu.

Sjaldséð eðla í Landakotskirkju

Séra Patrick Breen, sóknarpresti í Landakotskirkju, brá nokkuð í brún í gær þegar hann frétti af því að á kirkjugólfinu stæði rúmlega meters löng græneðla (e. iguana). Séra Patrick segir að kirkjuræknar eðlur teljist undantekning í kirkjustarfinu og fól hann lögreglu lausn málsins.

Fá skip á sjó - fyrstu ferð Herjólfs frestað

Sárafá skip eru á sjó og eru sum þeira í vari, meðal annars við Vestmannaeyjar. Herjólfur fór ekki fyrri ferðina sem sigla átti klukkan 7:30 vegna veðurs og eru farþegar sem áttu bókað far beðnir um að hafa samband við afgreiðslu.

Millilandaflugi frestað og innanlandsflug liggur niðri

Öllu millilandaflugi frá Keflavík hefur verið frestað um eina til þrjár klukkustundir vegna veðursins sem nú gengur yfir og Ameríkuvélarnar koma seinna en áætlað var. Erfitt er að hemja vélarnar við landgangana við þessar aðstæður. Innanlandsflug liggur niðri.

Mikið rok á Suðvesturlandi - björgunarsveitir að störfum

Verulega fór að hvessa suðvestanlands upp úr klukkan fimm í morgun og voru björgunarsveitir kallaðar út í Reykjanesbæ til að hefta fok í bænum og í Vogunum. Sömuleiðis í Hafnarfirði, þar sem járnplata fauk meðal annars inn um glugga, en engan sakaði. Þar fuku líka tveir vinnuskúrar.

Fjöldi vísindamanna gagnrýnir þingmenn

Harðort bréf hefur borist Alþingi frá 37 vísindamönnum þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þingsályktunartillögu um bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera. Flutningsmenn frumvarpsins eru átta frá þrem stjórnmálaflokkum; Vinstri grænum, Hreyfingunni og Samfylkingunni.

Assange gefi sig sjálfur fram

Beatrice Ask, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, hvetur Julian Assange, stofnanda Wiki­leaks, til þess að gefa sig sjálfur fram og mæta til yfirheyrslu í Svíþjóð.

Baðst afsökunar og tók bíl af dótturinni

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, baðst í gær afsökunar á að hafa túlkað ráðningar­samning sinn þannig að aðrir en hún gætu ekið um á bíl sem Kópavogsbær leggur henni til.

Hosni Mubarak situr sem fastast

Hosni Mubarak Egyptalandsforseti ætlar að sitja á forsetastóli fram að forsetakosning­unum í september. Þetta staðfesti hann í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi. Gekk yfirlýsing hans þvert á staðhæfingar fjölmiðla um að hann ætlaði að stíga niður.

Agnes og Ingi semja um sátt

Ingi F. Viljálmsson, fréttastjóri DV, hefur fallið frá meiðyrðamáli á hendur Agnesi Bragadóttur, blaðamanni á Morgun­blaðinu, sem hann höfðaði vegna umfjöllunar um meintan þátt sinn í sakamálum sem til rannsóknar eru. Agnes og Morgunblaðið gerðu sátt við Inga sem meðal annars felur í sér að Morgunblaðið biðst afsökunar á fréttaflutningi sínum á afdráttarlausari hátt en fram til þessa.

Eiði Smára dæmdar bætur

Eiði Smári Guðjohnsen hafa verið dæmdar 400 þúsund krónur í miskabætur vegna umfjöllunar DV um fjármál hans í desember 2009. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Synjun umhverfisráðherra ógilt

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavars­dóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði.

Viðræður í gang á ný

Viðræður ASÍ og SA um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hófust á ný í gærmorgun eftir um tveggja vikna hlé.

Stuttur fundur og árangurslaus

„Fundurinn stóð mjög stutt og var algjörlega árangurs­laus,“ sagði Sverrir Albertsson, formaður Afls – starfsgreina­félags Austurlands, eftir fund ríkissáttasemjara þar sem reynt var að ná sáttum í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum.

Bretar vilja breytingar

„Það er ekki okkar að ákveða hver leiðir Egyptaland heldur egypsku þjóðarinnar,“ segir William Hague, utanríkisráðherra Breta. Hann telur þó brýnt að Egyptar ráðist í umfangsmiklar breytingar. Þær þurfi að ná fram með friðsamlegum og lýðræðislegum hætti. Þetta kom fram í máli ráðherrans eftir að ljóst var að Hosni Mubarak mun sitja áfram sem forseti Egyptalands, en fjölmargir bjuggust við því að hann myndi segja af sér í kvöld.

Verja 150 milljónum í átaksverkefni

Reykjavíkurborg mun verja 150 milljónum til ýmissa átaksverkefna verði tillaga sem Jón Gnarr, borgarstjóri, lagði fram á fundi borgarráðs í dag. Um er að ræða fjármuni sem koma til með að renna til verkefna í þágu ungs fólks, til virkniverkefna fyrir fólk á fjárhagsaðstoð, til fólks með takmarkaða starfsgetu, til nýsköpunarsjóðsverkefna og til að kosta laun sérstaks verkefnisstjóra árið 2011.

Iceland Express seinkar flugi vegna veðurs

Brottför véla Iceland Express til London og Kaupmannahafnar í fyrramálið hefur verið seinkað um klukkustund vegna spár um ofsaveður á Suðurnesjum. Vélarnar áttu báðar að fara klukkan 7, en fara þess í stað klukkan 8. Þessar seinkanir eru líklegar til þess að hafa áhrif á komutíma vélanna síðdegis, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Íslenskri hönnun stolið

Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu.

Hosni Mubarak situr áfram sem forseti

Hosni Mubarak ætlar ekki að segja af sér sem forseti Egyptalands. Líkt og áður hefur komið fram hyggst hann ekki sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningum síðar á árinu. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi Mubaraks á níunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma en búist var við að forsetinn myndi tilkynna um afsögn sína.

Icelandair seinkar öllu flugi

Icelandair hefur ákveðið að seinka öllu flugi í fyrramálið, föstudagsmorgun, til klukkan 9:00 vegna spár um ofsaveður á Suðurnesjum. Um er að ræða flug til borganna Osló, Stokkhólms, Kaupmannahafnar, London, Manchester/Glasgow, Amsterdam og Parísar. Þá má sömuleiðis gera ráð fyrir seinkun á fluginu frá New York, Seattle og Boston til landsins í fyrramálið af sömu ástæðu. Þessar seinkanir eru ennfremur líklegar til þess að hafa áhrif á bottfarar- og komutíma síðdegis.

Jójó-meistari æfir sig í fjóra tíma á dag

Hann býr í Hafnarfirði og fór að leika sér með JóJó fyrir sex árum. Nú er hann með samning við kanadískan JóJó-framleiðanda og sló í gegn á Evrópumeistaramótinu í Tékklandi fyrir skömmu.

Sparneytnir bílar í sókn

Bílasala í landinu virðist vera að komast aftur á skrið eftir að hafa náð sögulegri lægð á síðasta ári. Þannig hafa rösklega helmingi fleiri nýjar fólksbifreiðar selst í janúar miðað við sama tíma í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir