Fleiri fréttir

Skemmtiferðarskipið við Skarfabakka kostaði 83 milljarða

Skemmtiferðaskipið Costa Pacifica kom til Reykjavíkur í morgun og liggur nú við Skarfabakka. Þetta er eitt stærsta skemmtiferðaskip sem kemur til landins í sumar en það er tæp 115 þúsund tonn. Þetta er risavaxið skip, 290 metrar á lengd, með 1500 káetur á 17 hæðum. Það tekur 3780 farþega og er með 1100 manna áhöfn.

Norðmenn varaðir við aurskriðum

Íbúar í Guðbrandsdal í Noregi eru beðnir um að hafa varan á því hætta er á aurskriðum nú þegar flóðin sem þar hafa geisað eru í rénum. Milljarðatjón hefur orðið í hamförunum.

Ástandinu við Dyrhólaey líkt við stríð

Aukin harka hefur færst í deiluna um lokun Dyrahólaeyjar. Umhverfisstofnun hyggst kæra skemmdarvarga til lögreglu en skiltum var stolið á Dyrhólaey og stjakað við starfsmönnum sem huggðust loka eyjunni fyrir mannaferðum.

Berlusconi beið pólitískan ósigur

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, beið mikinn pólitískan ósigur í gær þegar Ítalar felldu úr gildi lög ríkisstjórnar hans um kjarnorku, einkavæðingu og friðhelgi ráðherra.

Erdogan er maðurinn

Réttlætis- og þróunarflokkurinn, flokkur Recep Erdogan forsætisráðherra, náði hreinum meirihluta í þingkosningunum í Tyrklandi í gær. Flokkurinn hlaut um það bil 50% atkvæða og 326 þingsæti af 550. Réttlætis- og þróunarflokkurinn hefur verið við völd í Tyrklandi frá árinu 2003 eða í tvö kjörtímabil. Flokkurinn vill breyta stjórnarskrá landsins til að auka lýðræði en stjórnarskráin sem nú er í gildi var skrifuð eftir að herinn tók völdin árið 1980.

Mikil skelfing í Christchurch

Að minnsta kosti 50 slösuðust í tveimur jarðskjálftum við borgina Christchurch á Nýja Sjálandi í morgun. Fyrri skjálfinn mældist 5,2 stig og sá seinni 6 stig.

Umferð tekin að þyngjast

Umferð til höfuðborgarinnar er tekin að þyngjast og má búast við talsverðri umferð um helstu umferðaræðar til og frá höfuðborgarsvæðinu í dag annan í Hvítasunnu, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu. Fjölmargir lögðu land undir fót á föstudaginn og var umferð meiri í gegnum umdæmi lögreglunnar á Akranesi, Borgarnesi og Selfossi, en gengur og gerist miðað við hefðbundnar helgar að sumri til.

Rétt að ákæra Geir

"Allt tal um að þetta hafi beinst að einum frekar en öðrum stenst ekki skoðun, né heldur tal um pólitíska herferð. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta og vísa til þess hvernig málið er komið. Ég held að menn gerðu rétt í að láta það fara sinn gang,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um yfirlýsingar Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

Þjóðverjar styðja uppreisnarmenn

Ríkisstjórn Þýskalands lýsti í dag yfir stuðningi við Líbíska þjóðarráðið, bandalag uppreisnarmanna. Enn geisa hörð átök í Líbíu og er ekkert fararsnið á Moammar Gaddafi.

Óskar eftir tilnefningum vegna fjölmiðlaverðlauna

Umhverfisráðuneytið óskar eftir tilnefningum til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru. Ríkisstjórnin ákvað síðastliðið haust, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að tileinka 16. september ár hvert íslenskri náttúru. Markmiðið með deginum er að beina sjónum landsmanna að náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum.

Ökumaður tekinn tvívegis um helgina undir áhrifum fíkniefna

Karl á þrítugsaldri var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur um helgina. Fyrst var hann stöðvaður í Kópavogi á laugardagskvöld og færður á lögreglustöð en sleppt nokkru síðar en viðkomandi hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

Vefur lögreglunnar lá niðri vegna tölvuhakkara

Heimasíða embættis spænska ríkislögreglustjórans lá niðri í um klukkustund í gærkvöld eftir að tölvuhakkarar réðust á síðuna. Málið er litið alvarlegum augum en embættið hefur ekki staðfest að samtökin Anonymous hafi staðið á bak við árásina. Yfirlýsing þess efnis birtist þó á heimasíðu samtakanna. Talið er að þau hafi ráðist á heimasíðu ríkislögreglustjórans vegna þess að þrír einstaklingar sem tengjast samtökunum voru handteknir á föstudaginn.

Ræðu biskups beðið

Mikil eftirvænting ríkir eftir ræðu Karls Sigurbjörnssonar, biskups, á kirkjuþingi á morgun þegar hann tjáir sig í fyrsta sinn um skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið svokallaða og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Viðmælendur fréttastofu úr hópi presta segja að búast megi við uppgjöri.

Hönnunarsafnið fékk Heklu að gjöf

„Það er Hönnunarsafni Íslands sönn gleði að taka á móti Heklu. Erfitt er að nálgast verðlaunalampann sem er orðinn hluti af skandinavískri hönnunarsögu. Hekla er dæmi um afar vel heppnaða og fallega hönnun sem við Íslendingar eigum að þekkja. Við þökkum Íslandsbanka og Epal kærlega fyrir þetta frábæra framtak,“ segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands.

Séra Baldur - þögnin knúði mig áfram

Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, segir þögnina hafa knúið hann til þess að stíga fram í dag. Hann skammist sín fyrir að hafa tilheyrt því valdakerfi sem tók á málum fórnarlamba Ólafs Skúlasonar á sínum tíma. Í yfirlýsingu frá Baldri segir hann sig frá Kirkjuþingi, sem hefst á morgun, og biður fórnarlömb Ólafs Skúlasonar afsökunar á aðkomu sinni í málinu.

Segir breytingar ógna fjárhagslegri stöðu Sjálfstæðisflokksins

Allar breytingar á kvótakerfinu koma sér illa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og ógnar fjárhagslegri stöðu flokksins, að mati þingmanns VG. Hann segir að það sé eins og að slíta pólitíska hjartað úr Framsóknarflokknum að breyta kvótakerfinu og að það hafi þurft konu að vestan til að berja í gegn breytingar á kvótakerfinu, en þar á þingmaðurinn við Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formann sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í pistli Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG, á heimasíðu hans.

Aðstoðaði Ísbarónessuna sem reyndist vera eftirlýstur morðingi

Spænskur götuspilari í Vín komst í hann krappann þegar hann sá aumur á grátandi konu á lestarstöð í Udine á Ítalíu. Hann bauð konunni gistingu en komst ekki að því fyrr en tveim dögum síðar að konan með tárin var eftirlýstur morðingi frá Vín, þekkt undir nafninu Ísbarónessan.

Vélarbilun í flugvél Icelandair

Vélarbilun varð í flugvél Icelandair sem var nýlögð af stað frá Billund í Danmörku og var vélinni í framhaldinu snúið við. Farþegar bíða þess nú að gert sé við vélina, að því er Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir.

Stjórnarherinn segist hafa hrundið árás uppreisnarmanna

Stjórnvöld í Líbíu segjast hafa hrundið árás uppreisnarmanna á bæinn Zawiya í vesturhluta landsins. Harðir bardagar hafa geysað um bæinn undanfarnar vikur en bærinn er um 30 kílómetra fyrir vestan Trípolí, höfuðborg landsins. Ekki liggur fyrir hversu margir hafa látið lífið í átökunum en fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, að mannfall í röðum uppreisnarmanna sé töluvert.

Flug fellur niður vegna gosösku

Nánast allt flug liggur niðri í Ástralíu og á Nýja Sjálandi vegna gosösku. Búist er við áframhaldandi röskun á flugi í Eyjaálfu næstu daga. Askan úr sílenska eldfjallinu Puyehue-Cordon Caulle raskar nú flugi í Eyjaálfu annan daginn í röð.

Biskupsritari Ólafs Skúlasonar segir sig frá kirkjuþingi

"Ég hef sagt mig frá Kirkjuþinginu á morgun, þriðjudag. Ég tel að viðbrögð þess verði trúverðugri því færri sem þar eru sem komu við sögu,“ segir Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi og fyrrum biskupsritari Ólafs Skúlasonar. Hann biður Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur, Dagbjörtu Guðmundsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur fyrirgefningar.

Stefnir á að leiða VG áfram

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, segir ekkert benda til annars en að hann muni halda áfram sem formaður VG. „Hitt er þó ljóst að ég hef engin áform um að verða eilífur augnakarl, hvorki á formannsstóli Vinstri grænna né í stjórnmálum. Ég get vel hugsað mér að afhenda öðrum keflið þegar ég met það að tíminn sé réttur,“ segir Steingrímur. Nokkuð hefur verið ritað um hvort hann ætli sér að halda áfram sem formaður. Rætt er við Steingrím í helgarblaði Fréttablaðsins sem hægt er að nálgast hér.

Handtekinn með sprengiefni

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær 27 ára karlmann eftir að hálft kíló af sprengiefni fannst í bíl mannsins. Við nánari leit fundust einnig þrír rifflar og þrjár haglabyssur í bílnum. Maðurinn var stöðvaður við reglubundið umferðareftirlit en stór sprunga var í framrúðu bílsins.

Ólafur Gaukur er látinn

Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari og tónlistarmaður er látinn, áttræður að aldri. Ólafur fæddist í Reykjavík 1930 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann hóf ungur að aldri að spila með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins, meðal annars KK sextett og stýrði svo sinni eigin hljómsveit um árabil. Hann rak sinn eiginn gítarskóla frá árinu 1975. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Svanhildur Jakobsdóttir söngkona og dagskrárgerðarmaður.

Flokkur forsætisráðherrans sigraði

Réttlætis- og þróunarflokkurinn, flokkur Recep Erdogan forsætisráðherra, vann stórsigur í þingkosningunum í Tyrklandi í gær. Flokkurinn hlaut um það bil 50% atkvæða og hreinan meirihluta á þingi. Flokkurinn fékk 325 þingsæti af 550 sem dugar þó ekki til að hann geti gert einhliða breytingar á stjórnarskrá landsins.

Eldur í blaðagámi

Kalla þurfti út dælubíl þegar tilkynnt var um eld í blaðagámi við Holtaveg í Reykjavík rétt um klukkan fjögur í nótt. Lítil hætta stafaði af eldinum þar sem gámurinn stóð talsvert frá nærlægum húsum. Það tók slökkviliðsmenn skamma stund að slökkva eldinn.

Stútur ók of hratt

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann fyrir of hraðann akstur rétt eftir klukkan átta í morgun á Suðurlandsvegi við Kögunarhól, en hann mældist á 118 km. hraða. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann reyndist einnig ölvaður. Hann var sviptur ökuleyfi í framhaldinu. Um er að ræða karlmann á tvítugsaldri.

Handteknir á Reykjanesbraut eftir að hafa kveikt í bíl

Tveir karlmenn voru handteknir á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í morgun grunaðir um hafa skömmu áður kveikt í bifreið að gerðinni Honda Civic í iðnaðarhverfi í Reykjanesbæ. Engann sakaði í eldsvoðanum en bifreiðin er gjörónýt. Mennirnir gista nú fangageymslur en þeir voru handteknir eftir ábendingar vitna.

Ekkert salt á veitingastöðum

Heilbrigðisyfirvöld í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, vinna þessa dagana að því að sporna við háum blóðþrýstingi borgarbúa og hyggjast í þeim tilgangi gripa til þess ráðs að láta fjarlægja alla saltstauka af borðum veitingahúsa í borginni.

Keppir við gróna háskóla

Hópur fræðimanna í Bretlandi hefur stofnað nýjan háskóla í London, The New College of the Humanities, sem á að keppa við háskólana Oxford og Cambridge.

Fæðubótarefni eru illa merkt

Fæðubótarefni eru oft illa merk og innra eftirliti þeirra fyrirtækja sem þau selja er oft ábótavant. Þetta var niðurstaða könnunar sem Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna stóðu að síðastliðinn vetur.

Þingmaður Framsóknar vill endurskoðun á lögunum

Þingmenn fengu ekki réttar upplýsingar við samþykkt á lögum um útreikninga lána í desember síðastliðnum segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar. Hún telur réttast að lögin verði tekin aftur upp á Alþingi.

Prjónað á almannafæri

Prjónað verður á almannafæri á Austurvelli þann 16. júní næstkomandi, en viðburðurinn er hluti af "alþjóðlega almenningsprjónadeginum" eða "World Wide knit in public day". Verður þetta í fyrsta skiptið sem dagurinn er haldinn hátíðlegur á Íslandi.

Skotárás í Svíþjóð

Einn maður lést og annar berst nú fyrir lífi sínu eftir skotárás í bænum Åkersberga í Svíþjóða en bærinn er rétt fyrir utan Stokkhólm.

Kjarasamningur Kjalar samþykktur

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er lokið. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta, eða áttatíu og níu prósentum.

Minnsti maður í heimi 18 ára

Hinn filipeyski Junrey Balawing ætlar að fagna í dag með því að drekka bjór úr glasi sem er næstum jafn stórt honum sjálfum. Tilefnið er átján ára afmæli piltsins sem nú má formlega fá sér bjórsopa.

Erilsöm nótt á Selfossi

Nóttin var erilsöm og erfið hjá lögreglunni á Selfossi, en þar fór fram dansleikur á vegum útihátíðarinnar Kótelettunnar og var verulega fjölmennt. Mikið var um ölvun og slagsmál en lögregla býst ekki við að fá margar kærur inn á borð til sín eftir nóttina þar sem enginn slasaðist. Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar þar í bæ fyrir ölvun og óspektir.

Sektuð fyrir veiðiþjófnað

Hjón úr Mosfellsbæ sem renndu fyrir lax fyrir eigin landi við Tungufljót í Árnessýslu hafa verið dæmd til að greiða tuttugu þúsund króna sekt hvort fyrir veiðiþjófnað. Hjónin voru við stangveiðarnar í júlí í fyrra þegar lögregla kom að eftir ítrekaðar ábendingar.

Ekki má leggja við inngang Hörpu

„Menn geta ekki lagt beint fyrir framan inngang bygginga. Það ættu þeir að vita sem hafa ekið bifreið,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu.

Les Paul gítarinn áfram á Google

Margir netnotendur brostu út að eyrum síðastliðinn fimmtudag þegar þeir sáu hverju Google hafði tekið upp á í tilefni af 96 ára afmæli tónlistar- og uppfinningamannsins Lester William Polsfuss, betur þekktur undir nafninu Les Paul.

5000 druslur í London

Skipuleggjendur "druslugöngunnar" í London segja að hátt í 5.000 manns hafi tekið þátt í göngunni í dag en þar mátti sjá konur arka um strætin í netasokkabuxum og brjóstarhöldurum, undir slagorðum á borð við "Brjóstaskora er ekki samþykki".

Sjá næstu 50 fréttir