Fleiri fréttir

Takmarkanir á bótum ólögmætar

Það ákvæði íslensks vinnuréttar sem kveður á um að farandlaunþegi þurfi að hafa verið í fullu starfi í að minnsta kosti einn mánuð áður en hann á rétt á atvinnuleysisbótum eru ólögmætar, samkvæmt áliti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Ákvæðið brýtur í bága við EES-samninginn.

Vinnsla gengur vel á Vopnafirði

Góður gangur hefur verið í vinnslu á síld og makríl í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í sumar. Búið er að taka á móti alls um 4.300 tonnum af síld og makríl og þar af er síldaraflinn tæplega 2.600 tonn.

Fékk koss fyrir fríið en síðan uppsagnarbréf

Haukur Holm, fyrrverandi fréttastjóri Útvarps Sögu, fékk uppsagnarbréf frá lögmanni útvarpsstöðvarinnar stuttu eftir að hann fór í sumarfrí. Hann hafði verið starfandi á stöðinni í ár.

Ómur stóð uppi sem sigurvegari

Glæsilegu Landsmóti hestamanna lauk á Vindheimamelum í Skagafirði í gær og var mál manna að hestakostur þar hafi verið einstaklega góður.

Hafnfirðingar hafa ekki efni á að hjálpa

„Hafnfirðingar eru með milljarðalán í vanskilum, eru að skera niður og hagræða á öllum sviðum og með mjög erfiða lausafjárstöðu. Mér finnst það algjörlega galið að leggja til að sveitarfélagið greiði reikninga fyrir aðra,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfjarðar.

Réttur til að njóta náttúrunnar

A-nefnd stjórnlagaráðs hefur lagt fram þrjár tillögur um náttúru Íslands og umhverfi til afgreiðslu í áfangaskjal ráðsins. Hnykkt hefur verið á rétti almennings til að njóta náttúrunnar.

Yfir 3,5 milljónir miða seldar

Yfir 3,5 milljónir miða hafa nú verið seldar á Ólympíuleikana í London á næsta ári. Búið er að selja miðana í skömmtum og seldust rúmlega 750 þúsund miðar til um 150 þúsund manns í í síðasta skammtinum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Óska eftir fundi í iðnaðarnefnd

„Það er klúður af hálfu stjórnarflokkanna að leggja ekki áherslu á að koma þessu máli í gegnum þingið,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem sæti á í iðnaðarnefnd Alþingis.

Kona verður forsætisráðherra

Taíland, ap Yingluck Shinawatra verður forsætisráðherra Taílands, fyrst kvenna, en flokkur hennar, Puea Thai, vann stórsigur í þingkosningunum í gær.

Íbúarnir fluttir burt

Áætlað er að um 160 þúsund lítrar af olíu hafi runnið út í Yellowstone-ána í Montana í Bandaríkjunum á laugardag. Lekinn varð er olíuleiðsla fyrirtækisins ExxonMobil rofnaði seint á föstudagskvöld.

Köben á kafi

Vatnsmikil flóð voru í Kaupmannahöfn í gærkvöld og í morgun. Mörgum götum var lokað og rafmagn fór af húsum þegar vatn flæddi inn í kjallara á svæðinu.

Össur vitnaði í Tinu Turner á ríkjaráðstefnu ESB

Utanríkisráðherra greip til heimspeki Tinu Turner þegar hann flutti mál Íslands á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins á mánudag. Hann vonast til að hægt verði að setja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir lok kjörtímabilsins.

Gönguhópurinn fundinn

Hópurinn sem leitað var að við Illakamb í Lónsöræfum er fundinn heill á húfi. Það voru félagar í Björgunarfélagi Hornafjarðar sem fundu hópinn rétt fyrir kl. 20 í kvöld. Hópurinn mun fylgja björgunarsveitamönnunum til Hafnar. Mikil þoka var á svæðinu og rigning.

Þyrla sækir slasaðan hestamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að sækja mann sem féll af hestbaki í Bjarnarfirði nyðri, milli Skjaldbjarnarvíkur og Drangavíkur. Maðurinn var þar í hópi ferðafólks og hafði fararstjóri hópsins samband við Neyðarlínuna um klukkan 19 í kvöld og óskaði eftir aðstoð þyrlunnar, talið er að maðurinn sé fótbrotinn.

Minna af makríl vegna kuldans fyrir austan

Mun minna er af makríl á miðunum austur af landinu samanborið við sama tíma í fyrra vegna kuldatíðarinnar fyrir austan. Útgerðarmenn á Austurlandi eru uggandi, en fiskurinn sem veiðist, er einnig smærri og verðminni.

Sjö hestamenn teknir ölvaðir undir stýri

Sjö ökumenn hafa verið teknir grunaðir um ölvunakstur á Vindheimamelum í dag. Varðstjóri hjá lögreglunni á Sauðárkróki segir að nóg hafi verið að gera í dag við að stjórna umferð en Hestamannamótinu lauk í dag. Mikil umferð er nú á leiðinni frá Vindheimamelum og beinir lögregla því til ökumanna að aka varlega og hafa öryggisbeltin spennt.

Ný rannsókn sýnir marktæk áhrif farsímanotkunar á heila

Í fyrsta sinn hefur verið sýnt fram á með nýrri vísindalegri rannsókn að farsímanotkun veldur marktækum og mælanlegum áhrifum á efnaskiptin í heilaberkinum. En í nokkur ár hafa verið vangaveltur um hættu á myndun æxlis í heila vegna farsímanotkunar.

Björgunarsveitarmenn aðstoða gönguhóp í þoku

Björgunarsveit frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg á Höfn er farin til aðstoðar gönguhóp á Lónsöræfum. Hópurinn telur 7 manns og var hann á leið af Illakambi áleiðis í Kollumúlaskála en villtist af leið í mikilli þokur.

Strengur fór í sundur á Austurlandi

Bilun hefur komið upp í stofnneti Mílu á Austurlandi. Um er að ræða slit á streng milli Egilsstaða og Vopnafjarðar, nánar tiltekið um 24 kílómetra frá Vopnafirði og 55 kílómetra frá Egilsstöðum.

Tveggja vikna gæsluvarðhald og geðheilbrigði rannsakað

Litháísk kona á tuttugasta og öðru aldursári, sem er talin hafa fætt barn í gær sem fannst látið í ruslagámi við Hótel Frón þar sem hún vann, var úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald í dag en henni var jafnframt gert að gangast undir rannsókn á geðheilbrigði. Kærasti konunnar er laus úr haldi lögreglu.

Ung kona lést á Hróarskeldu

Ung kona lést þegar hún féll þrjátíu og einn metra úr einhverskonar turni á Hróaskelduhátíðinni í Danmörku sem nú stendur yfir. Haft er eftir sjónarvottum í dönskum fjölmiðlum að konan hafi látist samstundis við fallið en hún mun hafa verið í annarlegu ástandi.

Íslenskt fyrirtæki og Wikileaks ætla í mál við Visa og Mastercard

Datacell ehf. og Wikileaks ætla að höfða mál á hendur kortafyrirtækjunum Visa og Mastercard í Danmörku og á Íslandi vegna afskipta af greiðslum til Wikileaks. Þá ætla fyrirtækin að kvarta til Evrópusambandsins vegna meintrar misnotkunar stóru kortafyrirtækjanna á markaðsráðandi stöðu en þau eru með nær 100 prósent markaðarins í Evrópu.

Himinlifandi að vera eini ráðherrann fyrir landsdómi

Geir H. Haarde segist vera himinlifandi yfir því að aðrir ráðherrar hafi ekki einnig verið dregnir fyrir landsdóm. Þetta kemur fram í viðtali sem Geir veitti AFP fréttaveitunni. Hann kveðst jafnframt hafa komið í veg fyrir að ekki fór eins fyrir Íslandi og Grikklandi.

Syngja kreppulög á Austurvelli

Austurvallarkórinn ætlar að koma saman og syngja nokkur kreppulög á Austurvelli í Reykjavík klukkan tvö í dag.

Herjólfur siglir ekki vegna veðurs

Herjólfur sigldi ekki frá Vestmannaeyjum klukkan 11:30 í dag vegna veðurs og ferðin frá Landeyjahöfn klukkan 13 var líka felld niður. Í tilkynningu segir að miða í 13:00 ferðina gildi í ferðina klukkan 16:00 í dag.

Lék sér með byssu föður síns þegar skot hljóp af

Sjö ára grænlensk stúlka gekkst undir stóra kviðarholsaðgerð á Landspítalanum í gærkvöldi eftir að hafa orðið fyrir voðaskoti í heimabæ sínum Tasiilaq á Grænlandi í gærdag. Óskað var eftir sjúkraflugi til Íslands síðdegis gær en þá var stúlkan talin vera í lífshættu.

150 þúsund lítrar af olíu láku út í Yellowstone-fljótið

Olíuleiðsla rifnaði í Montana í Bandaríkjunum í gær og rúmlega hundrað og fimmtíu þúsund lítrar af olíu láku út í Yellowstone fljótið. Olíuleiðslan var í eigu olíurisans ExxonMobil en talsmenn fyrirtækisins segja leiðslunni lekið í hálftíma áður en henni var lokað og svæðið afgirt.

Fjörutíu ár frá dauða Jim Morrison

Fjörtíu ár eru liðin í dag frá því að tónlistarmaðurinn og söngvari hljómsveitarinnar The Doors Jim Morrison fannst látinn í baðkari á heimili sínu í París. Hann var 27 ára gamall þegar hann lést.

Hjónum rænt í Pakistan

Svissneskum hjónum var rænt í borginni Balochistan í suðvestur Pakistan á föstudag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Mikil flóð í Kaupmannahöfn

Mikil flóð eru í Kaupmannahöfn og voru margar götur í borginni ófærar í gærkvöldi og voru þær áfram lokaðar í morgun, að því er fram kemur á vef Berlingske Tidende.

Tilkynnt um nauðgun á Hestamannamóti

Lögregla rannsakar nú meinta nauðgun sem átti sér stað Hestmannamótinu á Vindheimamelum í Skagafirði í nótt. Tilkynnt var um verknaðinn til lögreglunnar á Sauðárkróki nú undir morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er málið í rannsókn lögreglu en þolandinn er kona um tvítugt.

Tveir í haldi vegna líkamsárásar - spörkuðu í hausinn á fórnarlambinu

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á Akranesi vegna írskra daga sem þar fara fram um helgina. Mikill fjöldi var á Skaganum og þurfti oft að hafa afskipti af fólki með drykkjulæti. Tveir menn eru í haldi lögreglunnar vegna líkamsárásar í miðbænum í nótt. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur til skoðunar á spítala en ekki er vitað um líðan hans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu spörkuðu mennirnir meðal annars í hausinn á manninum.

Lík kornabarns finnst í ruslagámi í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú voveifilegt lát barns en lík þess fannst í ruslagámi við hótel í Reykjavík þar sem kona, sem talin er hafa fætt það, vinnur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Reykingar drepa

Sjötugur maður frá Sádí-Arabíu lést þegar það kviknaði í fötunum hans eftir að hann sofnaði með logandi sígarettu í munninum. Maðurinn var að reykja uppi í rúmi þegar hann sofnaði með sígarettuna á milli varanna.

Þyrlan sækir slasaðan bifhjólamann

Bifhjólaslys varð í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum um klukkan hálfsjö í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Reykjavíkur með ökumann bifhjólsins. Ekki er vitað um líðan hans eða tildrög slyssins. Búist er við því að þyrlan lendi um klukkan 21.

Merkir munir fundust á Snæfellsnesi

Taflmenn frá síðmiðöldum, málmar, skart og gler er meðal þess sem fundist hefur í uppgreftri á fornri verstöð á Snæfellsnesi.

Sjá næstu 50 fréttir