Fleiri fréttir

Tekinn tvisvar sama daginn

Lögreglan á Selfossi og Þyrludeild Landhelgisgæslunnar sinntu umferðareftirliti úr þyrlu í gærkvöldi. Farið var um Suður-, Vestur- og Norðurland og umferðinni fylgt eftir.

Læknafélagið hefur ekki haft samband við Guðbjart

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir að ekkert erindi hafi borist frá Læknafélagi Íslands til velferðarráðuneytisins með ósk um fund frá því að hann fundaði síðast með formanni Læknafélagsins síðastliðið haust.

Nafn konunnar sem lést

Íslenska konan sem lést í umferðarslysi í borginni Basel í Sviss í gærmorgun hét Bergþóra Bachmann. Hún var 31 árs og barnslaus.

Fólkið var komið í björgunarbát

„Þetta fór allt saman mjög vel,“ segir Kristinn Ólafsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu sem tók þátt í að bjarga átta manns úr báti sem sigldi í strand við Lundey í Kollafirði nú rétt fyrir hádegi.

Sigldi í strand við Lundey

Bátur sigldi í strand við Lundey í Kollafirði nú fyrir stundu. Lögreglu- og björgunarsveitarmenn eru á leið á vettvang en ekki er vitað hversu margir eru um borð í bátnum. Nánari upplýsingar þegar þær berast.

Forsetahjónin í konunglegu brúðkaupi

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú verða viðstödd brúðkaup Alberts II og Charlène Wittstock sem fram fer í Mónakó í dag.

Náðust á öryggismyndavélar

Tveir menn voru handteknir á miðnætti vegna gruns um að hafa brotist inn í raftækjaverslun í Síðumúla í Reykjavík í gærkvöldi.

Íslensk kona lést í bílslysi í Sviss

Íslensk kona um þrítugt lést í umferðarslysi í borginni Basel í Sviss gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu varð slysið í gærmorgun. Ekki er hægt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu.

Með gras í bílnum og heima hjá sér

Kannabis fannst í bíl hjá karlmanni á þrítugsaldri sem var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi um klukkan tíu í gærkvöldi. Lögreglan gerði í kjölfarið húsleit heima hjá honum þar sem töluvert magn af fíkniefninu fannst en það var í söluumbúðum. Tveir einstaklingar voru handteknir heima hjá manninum sem játaði við yfirheyrslur að eiga efnin.

Óbirtar teikningar Kjarvals

Áður óbirtar teikningar eftir Jóhannes Kjarval listmálara fundust nýlega í Skotlandi. Það var Einar Falur Ingólfsson, blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu sem fann teikningarnar fyrir tilviljun en hann var staddur á heimaslóðum Skotans R.N Stewarts í Skotlandi.

Kveikti í sólpalli

Slökkviðliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þrisvar sinnum í nótt og í gærkvöld. Fyrst kom upp eldur í stóru vinnuvéladekki í Krísuvík sem mikinn reyk lagði frá um allt svæðið en greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Nóg að gera í Vestmannaeyjum í nótt

Það var nóg að gera hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt, en þar fór fram hin árlega goslokahátíð. Þrír gistu fangageymslu en einn þeirra var handtekinn á skemmtistað bæjarins þar sem hann hafði tekið upp hníf og ógnað fólki.

Ætlar í stríð við Evrópu ef Nató hættir ekki árásum sínum

Múammar Gaddafí, einræðisherra Líbíu, hét því að færa Evrópu stríð ef NATÓ hættir ekki árásum sínum í landinu. Gaddafi sagði þetta í útvarpsávarpi sem spilað var fyrir stuðningsmenn hans sem komu saman á græna torgi í miðborg Trípolí í gær í þúsundatali.

Afar fátítt að gæsluvarðhalds sé krafist

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það ekki nýtt af nálinni að meintir kynferðisbrotamenn séu ekki settir í gæsluvarðhald eftir að kæra hefur verið lögð fram. Fjöldann sé hægt að telja á fingrum annarrar handar af tugum eða hundruðum mála.

Hundarnir drápu 29 lömb og sjö kindur

Hundarnir tveir sem réðust á fé í beitarhólfi við Þórðarkot í Eyrarbakkahreppi 9. júní drápu alls 29 lömb og sjö kindur. Sumt af fénu var dautt þegar að var komið en öðru þurfti að sálga vegna bitsára.

Tekist á um forræði kynferðisbrotamála

Forstjóri Barnaverndarstofu vill láta færa rannsókn á alvarlegum brotum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum gagnrýnir þessi orð harðlega og vill umboð til rannsókna í Vestmannaeyjum. Lögreglan á Selfossi sinnir rannsókn á kynferðisbrotamálum sem eiga sér stað í Vestmannaeyjum. Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, var úrskurðaður í mánaðar gæsluvarðhald fyrir viku síðan, grunaður um að hafa níðst kynferðislega á ungri stjúpdóttur sinni mánuðum saman árin 2009 og 2010. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa misnotað tvær stúlkur til viðbótar.

Flestir ofbeldismenn láta kröfurnar fyrnast

Flestir dæmdir ofbeldismenn sem greiða eiga fórnarlömbum sínum bætur láta kröfurnar fyrnast án þess að greiða, segir Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Siglufirði.

Fleiri mál í Eyjum

Karlmaður á áttræðisaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, var sýknaður í Hæstarétti af ákæru um kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku í mars síðastliðnum. Rúmur mánuður leið frá því að stúlkan greindi lögreglu frá meintu broti þar til að hún var færð í Barnahús til skýrslutöku.

Listakonan Sissú látin

Sigþrúður Pálsdóttir myndlistarmaður, jafnan kölluð Sissú, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á fimmtudag.

Tilkynningum fækkar um 13%

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um 13 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins 2011, borið saman við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Barnaverndarstofu.

Uppsögn hjá OR ólögleg

Félagsdómur dæmdi á mánudag uppsögn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á trúnaðarmanni ólögmæta. Uppsögn hans var liður í endurskipulagningu og hagræðingu í starfsemi OR. Voru verkefni hans að hluta til lögð niður en nokkur hluti færður til annarra sviða.

Minna rusl í kreppu

Starfsmenn í urðunarstöðinni í Álfsnesi merkja greinilega breyttar neysluvenjur Íslendinga eftir hrun. Samanlögð þyngd alls þess sorps sem barst stöðinni í fyrra var rúmum 70 þúsund tonnum minni en þyngd þess sorps sem komið var með árið 2008.

Sólin lífgar upp á Ísafjörð

Eftir kuldalegt og dauflegt sumar tók Ísafjörður stakkaskiptum í fyrradag en þá hlýnaði skyndilega og bærinn fylltist af fólki, segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Ríkið sýknað af bótakröfu ÍAV

Íslenska ríkið var í vikunni sýknað af kröfu Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) um skaðabætur upp á 480 milljónir króna vegna útboðs Héðinsfjarðarganga árið 2003. ÍAV átti lægsta tilboð í verkið, en áður en Vegagerðin tók afstöðu til tilboðanna var hætt við framkvæmdir.

Kosið um nýju stjórnarskrána

Marokkóbúar greiddu í gær atkvæði um nýja stjórnarskrá, sem konungur landsins segir svar við lýðræðiskröfum sem gert hafa vart við sig þar undanfarna mánuði eins og víðar í löndum Norður-Afríku.

Stofnunum fækkað um 30

Stofnunum á vegum hins opinbera hefur fækkað um 15 prósent frá því í byrjun árs 2010 eða um alls 30. Þetta kemur fram í yfirliti forsætisráðherra um sameiningu stofnana og ráðuneyta sem lagt var fram í ríkisstjórn í gær.

Innanríkisráðherra vill skýringar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur kallað eftir greinargerð um meðferð Ríkissaksóknaraembættisins og lögreglustjórans á Selfossi á málinu í Vestmannaeyjum. Innanríkisráðherra er gert samkvæmt lögum að hafa eftirlit með framkvæmd ákæruvalds og getur hann farið fram á að Ríkissaksóknari láti í té gögn og greinargerð um meðferð einstakra mála.

Líf í miðbænum í sumar

Húsin þrjú á mótum Austurstrætis og Lækjargötu sem endurgerð voru eftir eldsvoða í apríl 2007 voru formlega opnuð í gær. Þá var hluta Laugavegar lokað tímabundið fyrir bílaumferð í gær en Austurstræti og neðri hluti Laugavegar verða göngugötur á næstunni.

Laus úr haldi en ákærur óbreyttar

Dómari í New York ákvað í gær að Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fái að fara frjáls ferða sinna. Hann fær þó ekki að fara úr landi.

Chavez með krabbamein

Hugo Chavez, forseti Venesúela, greindi frá því í sjónvarpsávarpi í gær að hann hefði greinst með krabbamein. Sagði hann að læknar á Kúbu hefðu fjarlægt úr honum æxli.

Stofnunum og ráðuneytum fækkað

Ráðuneytum og stofnunum ríkisins hefur fækkað um 30 frá því í ársbyrjun 2010 en fækkunin nemur 15% af heildarfjölda stofnana. Í byrjun árs 2010 boðaði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að stofnunum yrði fækkað og þær ýmist lagðar niður eða sameinaðar öðrum. Hún sagði raunhæft að fækka stofnunum ríkisins um allt að þriðjung.

Gaddafi hótar að ráðast á Evrópu

Tugþúsundir stuðningsmanna Gaddafi Líbíuleiðtoga komu saman í Trípólí dag í tilefni þess að hundrað dagar eru frá því Atlantshafsbandalagið hóf aðgerðir sínar í landinu.

Íslendingarnir slá í gegn á Hróarskeldu

"Þetta er framar öllum vonum. Við erum að fá frábært efni inn frá hinum og þessum gestum. Fólk er að taka upp hundruð atriða og myndir á hverjum degi og senda inn á síðuna. Auk þess er bara föstudagur og nóg eftir af hátíðinni," segir Benedikt F. Jónsson, einn þeirra sem standa að síðunni Live Project, sem var valin samstarfsaðili Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku.

Borgin ábyrg fyrir drápstré

Borgaryfirvöld í Óðinsvéum voru nýlega dæmd til að greiða skaðabætur vegna dauða manns sem lést árið 2005 eftir að tré fauk um koll og lenti á bíl sem hann ók.

Vatnsberinn var ekki í fylgd lögreglu á spítalanum

Þór Óliver Gunnlaugsson, sem afplánar dóm fyrir morð og lögregla lýsti eftir í dag, var ekki í fylgd lögreglumanna eða fangavarða þar sem hann var í læknismeðferð á Landspítalanum. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að Þór væri hættulegur. Tæpum tveimur tímum eftir að Þór yfirgaf spítlann lét hann vita af sér. Undanfarna daga hefur Þór dvalið á meðferðarheimlinu Hlaðgerðarkoti en til stóð að honum yrði sleppt úr fangelsi í haust.

Hreyfing tengd Al Kaída ábyrg

Fjölþjóðaherlið Atlantshafsbandalagsins í Afganistan sakar Haqqani-hópinn, herská samtök tengd Al Kaída-hreyfingunni, um að hafa staðið að baki sjálfsvígsárásinni á hótel í Kabúl á mánudagskvöld.

400 manns hafa sent inn saursýni

400 manns hafa sent Heilsuvernd sýni til greiningar á ristilkrabbameini frá því að sala á greiningarprófi hófst fyrir þremur mánuðum. Nokkrir hafa greinst með meinið á læknanlegu stigi.

Hrósaði Íslendingum í hástert fyrir störf í Kabúl

Í dag eru 150 þúsund hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins á átakasvæðum að sinna hinum ýmsu verkefnum. Varaframkvæmdastjóri bandalagsins hrósaði vinnu Íslendinga í Kabúl í Afganistan sérstaklega í fyrirlestri í Öskju í dag.

Þjónusta við sjúklinga forgangur ekki laun lækna

Byrjunarlaun sérfræðilækna á sumum deildum eru hálf milljón króna. Velferðarráðherra hyggst ekki blanda sér í kjarabaráttu lækna en segir að tekist hafi að verja velferðina með því að draga úr niðurskurði til heilbrigðisþjónustu.

Halda ásökunum gagnvart Strauss-Kahn til streitu

Lögmenn konunnar sem sakar Dominique Strauss-Kahn um gróft kynferðisofbeldi og tilraun til nauðgunar halda ásökunum hennar til streitu, en Strauss-Kahn var látinn laus úr stofufangelsi í dag og fékk sex milljón dollara tryggingu sína endurgreidda.

Barnaníð í Eyjum: Maðurinn átti að sæta gæsluvarðhaldi

Bæjarstjórinn í Vestmanneyjum gerir alvarlegar athugasemdir við að maður sem nauðgaði dóttur sinni og er grunaður um brot gegn fleiri börnum hafi ekki verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að málið kom upp. Hann segir sýslumanninn á Selfossi hafa verið gerðan að blóraböggli í málinu. Ekki megi vanmeta aðstæður og hlut kerfisins í málum sem þessum. Bæjarstjórinn gagnrýnir aðferðafræði stjórnsýslunar að flytja ákvörðunartökuna ætíð frá fólki í héraði.

Vatnsberinn fannst á meðferðarheimili

Þór Óliver Gunnlaugsson, hættulegur strokufangi, sem lýst var eftir fyrr í dag er fundinn. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu fannst Þór í Hlaðgerðarkoti sem er meðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga. Hann verður fluttur í fangelsið á Skólavörðustíg og væntanlega í framhaldinu á Litla-Hraun.

Vatnsberinn var á spítala þegar hann strauk

Þór Óliver Gunnlaugsson, sem áður hét Þórhallur Ölver og oft er kallaður Vatnsberinn, og lýst er eftir á að baki langan sakaferil eða allt frá árinu 1979. Hann hefur setið í fangelsi frá 1999 fyrir að hafa myrt Agnar W. Agnarsson á heimili sínu við Leifsgötu í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir